Vatnsvarnir

Vatnsvarnir má ekki vanmeta enda ein algengasta orsök tjóna hjá fyrirtækjum.

Vatnstjón er ein algengasta orsök tjóna hjá fyrirtækjum. Huga þarf sérstaklega að votrýmum og hafa sérstakan vara á veturna þegar það byrjar að frysta.

Nokkur góð ráð innandyra

  • Hafið auga með óeðlilegum raka, breyttri áferð (bólgum) á málningu, parketi eða múr.

  • Látið laga sírennsli í salerni, það velur raka á lögnum til lengri tíma.

  • Horfið eftir raka í gluggum og við útidyr.

  • Vatnsskynjarar geta verið góð forvörn og er hægt að tengja við öryggiskerfi.

  • Hreinsið gólfniðurföll reglulega svo þau stíflist ekki, sem og önnur niðurföll innandyra.

  • Komist að því hvar á að skrúfa fyrir vatnsinntök heita og kalda vatnsins. Merkið inntökin.

Nokkur góð ráð utandyra

  • Hreinsið niðurföll og rennur. Laufblöð og sandur getur stíflað frárennsli.

  • Almennt á vatn að renna frá húsinu þínu eða hafa greiða leið þaðan. Réttið af öfugan vatnshalla ef plön eru farin að síga, hafið niðurföll við kjallaratröppur. Vatnið þarf að komast sína leið.

Fylgist með ástandi glugga, hurða og klæðninga. Gott að er að þekkja viðhalds- og byggingasögu eignarinnar.

Viðbrögð við vatnsleka

  • Lokið strax fyrir vatnsinntakið.

  • Hafið sérstaka varúð ef vatnið er mjög heitt.

  • Ef erfitt er að eiga við aðstæðurnar eða möguleg hætta á ferðum hringið þá í 112.

  • Hafið samband við neyðarsímann til að fá aðstoð strax frá sérfræðingi.

  • Tilkynnið tjónið eins fljótt og mögulegt er.