Gæludýratrygging tryggir hunda og ketti. Allir dýraeigendur ættu að huga að tryggingum fyrir dýrin sín en slys og veikindi geta verið mjög kostnaðarsöm.
Greiðir bætur ef gæludýr deyr, verður fyrir alvarlegu heilsutjóni, er stolið eða týnist.
Bætir kostnað vegna nauðsynlegrar þjónustu hjá dýralæknum.
Greiðir bætur vegna líkamstjóns eða skemmda á munum sem dýrið getur valdið.
Bætir kostnað vegna vistunar og gæslu gæludýrs ef eigandi slasast eða meiðist.
Upptalning er ekki tæmandi. Sjá nánar skilmála tryggingar.
Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur skiljanlegri tókum við saman upplýsingar um tryggingarnar í upplýsingaskjöl sem skoða má með skilmálum. Hér má nálgast upplýsingaskjalið, skilmála og beiðni vegna gæludýratryggingar.