Gæludýratrygging

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini. 

Hvernig trygging er Gæludýratrygging?

Gæludýratrygging Varðar tryggir bæði hunda og ketti. Bætur greiðast ef gæludýr vátryggðs deyr, verður fyrir alvarlegu heilsutjóni, er stolið eða hverfur. Tryggingin bætir einnig sjúkrakostnað dýrs vegna nauðsynlegrar þjónustu hjá dýralæknum. Þá er ábyrgðartrygging innifalin í Gæludýratryggingunni. Líftrygging er einungis fyrir hreinræktuð dýr með ættbók. 

Tryggingin bætir
Líf- og heilsutrygging

Dauða gæludýrs vegna slyss eða sjúkdóms, eða ef nauðsynlegt reynist að aflífa það.

Stuld eða tap á gæludýri sem finnst ekki innan 60 daga frá tilkynningu um hvarf.

Varanlegan heilsubrest gæludýrs sem rýrir það sérstöku náttúrulegu eða þjálfuðu notagildi.

Sjúkrakostnaðartrygging

Réttmætan, sanngjarnan og ófyrirséðan dýralækniskostnað sem er bein afleiðing af slysum eða sjúkdómum gæludýrs.

Kostnað við lyf sem dýralæknir ávísar eða gefur dýrum við skoðun eða í meðferð.

Nauðsynlegar röntgenmyndir, hjartalínurit og rannsóknir í tenglsum við sjúkdóma.

Tannviðgerðir vegna slyss.

Keisaraskurð sem er læknisfræðilega nauðsynlegur, þó aldrei en tvo vegna hverrar tíkur/læðu.

Læknisfræðilegar nauðsynlegar ófrjósemisaðgerðir vegna ákveðinna sjúkdóma.

Ábyrgðartrygging

Skaðabótaskyldu sem fellur á vátryggðan sem eiganda vátryggðs gæludýrs vegna líkamstjóns eða skemmda á munum.

Umönnunartrygging

Kostnað vegna vistunar og gæslu gæludýrs á dýrahóteli eða sambærilegri stofnun, ef vátryggingartaki eða fjölskyldumeðlimur slasast alvarlega eða veikist, þannig að ekki er hægt að veita dýri umönnun.

Tryggingin bætir ekki
Líf- og heilsutrygging

Arfenga eða meðfædda sjúkdóma, galla eða kvilla, né vegna afbrigðilegs vaxtar dýrsins.

Hunda-né/kattafár.

Aldurstengda sjúkdóma eða hrörnunarsjúdóma.

Aflífun að öðrum orsökum en þeim sem eru bótaskyldir.

Kostnað við svæfingu, greftrun eða brennslu.

Sjúkrakostnaðartrygging

Arfgenga eða meðfædda sjúkdóma, galla eða kvilla, geðlagsvandamála né vegna afbrigðilegs vaxtar dýrsins.

Hunda-eða/kattafár.

Fóður, bætiefni, hreinlætisvörur, hjálpartæki og heilsuvörur.

Atvik sem hafa komið upp áður en vátrygging tók gildi.

Geldingu, ófrjósemisaðgerð eða fæðingu afkvæma að undanskildum kostnaði við keisaraskurð sem talinn er læknisfræðilega nauðsynlegur.

Tannhirðu, tannviðgerðir eða tannholdssjúkdóma.

Böð eða meðferð til að fyrirbyggja eða lækna afleiðingar óværu eða orma.

Ábyrgðartrygging

Tjón sem fjölskylda eða skyldmenni á heimili vátryggingartaka verður fyrir.

Tjón á munum sem framangreindir aðilar hafa að láni, til leigu, til geymslu eða í vörslu sinni.

Tjón sem rekja má til þess að ekki er fylgt lögum og reglum um lausagöngu dýra eða merkinga þeirra.

Umönnunartrygging

Sjúkdóm eða meiðsli sem áttu sér stað fyrir töku tryggingar.

Viðvarandi sjúkdómsástands fjölskyldumeðlims.

Meðgöngu, barnsfæðingar eða tengd atvika.

Veikindi er rekja má til misnotkunar áfengis, lyfja eða áverka sem viðkomandi veldur sjálfum sér.

Ofnæmi fjölskyldumeðlima.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Vátryggður skal sjá til þess að umhirða gæsludýrs, vistverur og fóðrun þess sé í samræmi við ákvæði dýraverndunarlaga.

Vátryggðum er skylt, að bólusetja gæludýr fyrir sjúkdómum og sýkingum sem dýralæknar ráðleggja auk árlegu bólusetninganna.

Ormahreinsa skal dýrin eftir ráðleggingum dýralækna, að lágmarki 1-2 sinnum á ári.

Ef feldur dýra krefst sérstakrar meðferðar, loftslags, rakastigs eða hefur aðrar sérstakar þarfir ber vátryggingartaki ábyrgð á að þess sé gætt.

Hvar gildir tryggingin?

Vátryggingin gildir einungis á Íslandi.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.

Sé tiltekin ákveðin notkun á hinu vátryggða og notkun breytist ber að tilkynna félaginu það strax.

Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.