Upptalning er ekki tæmandi. Sjá nánar skilmála tryggingar.
Golfvernd gjafabréf er fullkomin gjöf fyrir kylfinginn sem á allt! Gjafabréfið er askja sem er með sérsniðnum golfpening í og gildir tryggingin í eitt ár fyrir alla á heimili þess sem fær gjafabréfið.
Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum hér, fyllir svo út formið og við höfum samband við þig. Þú ert þá skráður greiðandi á tryggingunni en tryggingin er gefin út á nafn þess sem á að fá gjafabréfið.
Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir kylfinga og gildir fyrir alla á heimilinu. Tryggingin nær m.a. yfir þjófnað á golfbúnaði, slys og önnur óvænt atvik, utan vallar sem innan. Hún tryggir t.d. að ef kylfingur fer holu í höggi þá getur hann gert vel við meðspilara sína.
Ef þú vilt kaupa gjafabréf fyrir Golfvernd, eða setja það á óskalistann fyrir aðra, þá er hægt að kaupa gjafabréfið með því að hafa samband við okkur eða pantað hér að ofan. Við gefum síðan út Golfvernd á nafn viðtakanda og tekur hún gildi þann 24. desember 2022. Þau sem fá gjafabréfið þurfa ekki að gera neitt nema njóta þess að vera vel tryggð.
Við gefum út Golfvernd á nafn viðtakanda og tekur hún gildi þann 24. desember 2022.
Golfvernd gildir í eitt ár frá útgáfudegi og endurnýjast þá ef viðtakandi vill halda áfram með trygginguna. Viðtakandi verður þá gerður að greiðanda.
Við sjáum það hjá okkur og látum þig vita svo þú getur gert aðrar ráðstafanir.
Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.