Heimilin fá lækkun allra trygginga um þriðjung í maí

Einstaklingar og fjölskyldur fá 33% lækkun á iðgjöldum trygginga í maí. Við teljum mikilvægt að lækkunin nái til allra trygginga, ekki eingöngu ökutækjatrygginga, og nær hún því yfir allar tryggingar heimilisins, s.s. ökutækja-, fasteigna-, innbús-, líf- og sjúkdómatryggingar.

Vörður leggur sitt af mörkum

Þar sem verulega hefur hægst á efnahagslífinu og samfélaginu öllu vegna kórónuveirufaraldursins hefur Vörður ráðist í tímabundnar aðgerðir sem er ætlað að styðja við viðskiptavini í viðbrögðum við faraldrinum. Þetta á við allar tryggingar einstaklinga sem eru í gildi 1. maí. 

Spurt og svarað

accordion-image

Hvaða tryggingar lækka?

Tryggingar heimilisins sem einstaklingar eru með hjá Verði lækka, hverju nafni sem þær nefnast, s.s. ökutækjatryggingar, fasteignatryggingar, innbústryggingar eða líf- og sjúkdómatryggingar. Þú getur nálgast þínar tryggingar á Mínum síðum.

Þú getur nálgast þínar tryggingar á Mínum síðum.


accordion-image

Hverjir fá lækkun iðgjalda í maí?

Einstaklingar og fjölskyldur í viðskiptum við Vörð þann 1. maí fá 33% lækkun á iðgjöld trygginga heimilisins fyrir maí mánuð. Viðskiptavinir félagsins sem um ræðir eru liðlega 55 þúsund.

Þessi aðgerð nær ekki til fyrirtækja en önnur tímabundin og sérsniðin úrræði Varðar standa þeim nú þegar til boða.


accordion-image

Hvernig lækka iðgjöld mín í maí?

Lækkunin reiknast á tryggingar heimilisins sem eru í gildi þann 1. maí og lækkar þá maí hluti ársiðgjaldsins um 33%. Þú þarft ekki að sækja um neitt eða gera neitt, því lækkunin kemur sjálfkrafa.

Á Mínum síðum geta viðskiptavinir séð hver fjárhæðin er.

  • Ef þú ert að greiða til okkar kröfu 1. maí er sú krafa lægri en ella hefði orðið.

  • Ef þú ert að færa viðskipti til okkar 1. maí verður lækkunin sýnileg 8. maí.

  • Ef þú ert með tryggingar á greiðslukorti kemur lækkunin fram með færslunni á kortið 1. júní.

  • Ef þú hefur nú þegar staðgreitt tryggingarnar þínar eða greitt að fullu endurgreiðum við inn á bankareikning. Viðskiptavinir sem eignast inneign geta skráð upplýsingar um bankareikning á Mínum síðum sé hann ekki skráður hjá okkur en endurgreiðslan verður greidd 8. maí.

  • Ef þú hefur ekki greitt tryggingar á réttum tíma fer endurgreiðslan upp í það sem gjaldfallið er.

Á Mínum síðum má sjá útreikning á hver fjárhæðin er. Við vekjum athygli á að undir „Greiðslur“ og „Hreyfingar“ er hægt að sjá hvernig eftirstöðvar lækka eða hvort inneign hefur myndast.


accordion-image

Hvernig sé ég lækkunina mína?

Þú getur sé lækkunina á Mínum síðum. Þar má sjá hver lækkunin er á hverja tryggingu sem og heildarlækkunina þína.


accordion-image

Sérðu ekki lækkunina?

Hjá þeim aðilum sem greiðandi er annar en tryggingataki kemur lækkunin fram á Mínum síðum greiðanda.

Við vekjum athygli á að undir „Greiðslur“ og „Hreyfingar“ er hægt að sjá hvernig eftirstöðvar lækka eða hvort inneign hefur myndast.

Viðskiptavinir sem voru að færa viðskipti sín til Varðar 1. maí sjá lækkunina á Mínum síðum frá og með 7. maí.


accordion-image

Af hverju eru þið að lækka tryggingar heimilisins í maí?

Vegna minni umsvifa í samfélaginu og færri tjóna í flestum tryggingaflokkum, m.a. vegna samkomubanns, getur Vörður létt undir með einstaklingum og fjölskyldum, með þriðjungs lækkun af öllum iðgjöldum trygginga í maí. Hvað persónutryggingar varðar er mikilvægt að viðskiptavinir haldi slíkum tryggingum þegar þrengir að, því þá er þörfin mest fyrir fjárhagslegt öryggi ef áföll verða. Við viljum því veita viðskiptavinum okkar með persónutryggingar sambærilegan stuðning og lækkum líka iðgjöld vegna þeirra um þriðjung í maí.


accordion-image

Hverjir fá ekki lækkun á tryggingum sínum í maí

Lækkunin nær ekki til atvinnurekstrar, en önnur tímabundin og sérsniðin úrræði eru til staðar fyrir fyrirtæki. Greiði fyrirtæki tryggingar fyrir einstaklinga reiknast ekki lækkun á þær tryggingar, enda falla slíkar tryggingar ekki undir tryggingar heimilisins. Við mælumst til þess að þeir sem sjá fram á erfiðleika í rekstri vegna breytinga í rekstrarumhverfinu hafi samband við okkur í síma 514 1000 eða senda tölvupóst á fyrirtaeki@vordur.is. Við erum á sama tíma að hafa samband við fyrirtæki en náum því miður ekki að komast yfir allt á skömmum tíma og því hvetjum við fyrirtæki að hafa samband við okkur óski þau eftir stuðningi á þessum tímum. Saman förum við yfir tryggingaverndina og þau úrræði sem standa til boða. Jafnframt viljum við benda fyrirtækjum á að kynna sér vel úrræði ríkisstjórnarinnar.

Einstaklingar með persónutryggingar sem greiddar eru í gegnum lífeyrissparnað njóta ekki endurgreiðslu af þeim tryggingum. Umræddar tryggingar eru greiddar í gegnum viðbótarlífeyrissparnaði en ekki beint til félagsins eins og gildir um aðrar tryggingar.  Þar að auki njóta greiðslur í lífeyrissparnað skattalegs hagræðis og eru því frábrugðnar öðrum tryggingum, en allar aðrar tryggingar sem einstaklingur er með hjá Verði reiknast til endurgreiðslu.


accordion-image

Lækka iðgjöld aftur í júní eins og þau gera í maí?

Forsenda þess að fara í svona aðgerð er að tímabundið svigrúm hefur skapast á tryggingamarkaði í því fordæmalausa ástandi sem nú ríkir. Það hefur leitt til færri tjóna sem tilkynnt eru til félagsins í helstu vátryggingaflokkum, ekki eingöngu ökutækjatryggingum. Þó aðgerðin komi til framkvæmda í maí tekur hún mið af því að tjón hafa dregist saman á ákveðnum tímabili í því ástandi sem nú ríkir í samfélaginu og er ekki lokið. Við viljum láta viðskiptavini njóta þess nú meðan þörfin er mest. Því má segja að umfang aðgerðarinnar taki mið af því sem vænta má og ekki er gert ráð fyrir frekari aðgerðum sem þessum.


accordion-image

Af hverju lækka allar tryggingar en ekki bara bíllinn?

Verulega hefur hægst á efnahagslífinu og samfélaginu almennt, sem leitt hefur af sér talsverða fækkun tilkynntra tjóna í helstu vátryggingaflokkum, ekki eingöngu ökutækjatryggingum. Þess vegna teljum við að besta útfærslan sé að lækkunin nái til allra trygginga heimilanna.


accordion-image

Hvernig reikna ég mína lækkun?

Þú getur reiknað þína lækkun í maí með því að nota þessa formúlu: (ársiðgjald / 12) * 33%


accordion-image

Ertu í greiðsluvanda vegna COVID-19?

Vörður aðstoðar viðskiptavini sína sem standa frammi fyrir erfiðleikum vegna COVID-19 með því að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum í greiðsluvanda tímabundið svigrúm til að standa við skuldbindingar sínar og aðra aðstoð sem aðstæður kalla á. Við hvetjum viðskiptavini sem óska eftir slíku úrræði að hafa samband við okkur á netspjalli, tölvupósti eða með símtali.