Styrkir

Styrktarstefnan endurspeglar markmið félagsins í sjálfbærni og styðst við þau Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Vörður hefur sett í forgrunn. Við leitumst eftir að styrkja málefni sem bæði tengjast kjarnastarfsemi Varðar og gagnast samfélaginu.

Sækja um styrk

Félagasamtök, einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrk. Styrktarnefnd kemur saman mánaðarlega og tekur afstöðu til beiðna sem að berast. Við val á verkefnum er haft að leiðarljósi að nýta þá þekkingu og þjónustu sem er til staðar innan fyrirtækisins.

Senda styrktarbeiðni

Stöndum vörð um samfélagið

Við einsetjum okkur að vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í að efla umhverfismál, félagslega þætti og ábyrga stjórnarhætti.