Átt þú gott með að vinna í teymi starfsfólks sem sinna fjölbreyttum og ólíkum verkefnum frá degi til dags? Við leitum að sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingi til starfa í teymi vörustjóra trygginga til að hafa yfirumsjón með rekstri ökutækjatrygginga.
Helstu verkefni:
Yfirumsjón með rekstri ökutækjatrygginga
Viðhalda og innleiða breytingar á verðlagningu
Greiningarvinna og vöktun mælikvarða
Þróa núverandi og nýjar tryggingar með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi
Kynningar- og fræðslumál innan samstæðu sem utan
Fylgja eftir markmiðum sem sett eru í sölu og þjónustu
Fylgjast með þróun á rekstrarumhverfi ökutækjatrygginga heima og erlendis
Hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Reynsla og áhugi á vöruþróun
Geta til að leiða og hafa yfirsýn yfir mörg verkefni
Þekking og reynsla af vörustjórnun kostur
Framúrskarandi samskiptahæfni
Greiningarhæfni og umbótahugsun
Frumkvæði, sjálfstæði og drifkraftur
Tekið er á móti umsóknum í gegnum umsóknarvef félagsins. Nánari upplýsingar veitir Friðrik Bragason forstöðumaður stofnstýringar, fridrik.bragason@vordur.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar nk.
Vörður er ört stækkandi tryggingafélag með yfir 65 þúsund viðskiptavini um land allt, bæði einstaklinga og fyrirtæki. Félagið býður upp á nútímalegt vinnuumhverfi og byggir á umbótamenningu þar sem áhersla er lögð á framsækna hugsun, sveigjanleika, árangur, sjálfbærni, vellíðan og starfsánægju.
Vörður hlaut hvatningarverðlaun jafnréttismála 2021 með áherslu á kynjajafnrétti og hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð 2020 frá Creditinfo og Festu. Vörður er jafnlaunavottað fyrirtæki frá árinu 2014.