Hugbúnaðarsérfræðingur

Vörður leitar að jákvæðum og lausnamiðuðum hugbúnaðarsérfræðingi í þróunarteymi stafrænna lausna. Markmið teymisins er að þróa nútímalegar hugbúnaðarlausnir í þeim tilgangi að hámarka notendaupplifun viðskiptavina og sjálfvirknivæða innri ferla.

Hlutverk og starfssvið viðkomandi innan teymisins felst í þróun notendaviðmóts fyrir vefkerfi Varðar og að sinna viðhaldi og nýsmíði bakendakerfa á borð við Azure Serverless þjónustur og .Net vefþjónustur. Mikil áhersla er lögð á virka þátttöku í þróunarteyminu þar sem viðkomandi tekur þátt í hugmyndavinnu og hönnun og á samvinnu við önnur teymi og deildar innan Varðar.

Fyrirmyndarumsækjandi er fljótur að læra og aðlagast nýjum aðstæðum, er jafnframt forvitinn og sýnir áhuga á að prófa nýja hluti. Hann vinnur vel í teymi, hefur mikinn drifkraft og iðkar sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Viðkomandi er óhræddur við að taka við og gefa uppbyggilega gagnrýni og hefur þekkingu á eða vilja til að læra hluti á borð við Next.js/Typescript, .NET/C#, Azure, Git, Scrum, Jira og DevOps.

Við bjóðum upp á góðan starfsanda, gott félagslíf og metnaðarfullt umhverfi þar sem fólk er hvatt til að eiga opin samskipti og taka virkan þátt í sinni eigin starfsþróun.

Vörður er Fyrirtæki ársins 2020 hjá VR og hlaut einnig hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð 2020 frá Creditinfo og Festu. Vörður er jafnlaunavottað fyrirtæki frá árinu 2014.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sverrir Scheving Thorsteinsson forstöðumaður í netfanginu sverrir@vordur.is

Umsóknarfrestur er til 09.05.2021