Spurt og svarað

Frá 1. október tekur Vörður við sem vátryggjandi ökutækjatrygginga Verna, sem TM sinnti áður. Viðskiptavinir Verna halda sínum tryggingum, skilmálum og kjörum óbreyttum, en tjónaþjónusta verður framvegis hjá Verði. Önnur þjónusta verður áfram hjá Verna.

Samstarf Verna og Varðar

Sjá allar spurningar
  • Hvaða áhrif hefur þetta á viðskiptavini Verna?
    • Þetta hefur engin áhrif. Allt helst óbreytt fyrir þig sem viðskiptavin og sömu skilmálar gilda áfram.

    • Ef þú lendir í tjóni sér Vörður nú um allt ferlið er snýr að tjónavinnslu fyrir þau tjón sem gerast 01. október 2025 og síðar.

    • Vörður annast framvegis bæði samskipti og uppgjör fyrir hönd Verna.

    Hvernig tilkynna viðskiptavinir Verna nú tjón?
    • Þú tilkynnir tjón með sama hætti og áður, í gegnum Verna appið.

    Við hvern hef ég samband til að fá upplýsingar um tjón?
    • Fyrir þau tjón sem gerast 1. október og síðar getur þú haft samband við Vörð tryggingar, með því að senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 514-1000.

    Hver bætir tjónið mitt?
    • Fyrir þau tjón sem gerast frá og með 1. október. Ef tjónið er bótaskylt samkvæmt skilmálum Verna, sér Vörður um að bæta það.

    Hvað gerist ef ég lendi í árekstri við viðskiptavin Varðar?
    • Það skiptir ekki máli hvar hinn aðilinn er tryggður – hjá Verði, TM, VÍS, Sjóvá eða Verna. Tjónavinnslan er alltaf sú sama. Ábyrgð við árekstra er metin út frá sameiginlegum reglum sem öll tryggingafélög fara eftir. Þannig er tryggt að öll fái sanngjarna niðurstöðu.

  • Hvar finn ég upplýsingar um annað en tjón?
    • Ef þig vantar almennar upplýsingar um þjónustu geturðu haft samband beint við Verna með því að senda tölvupóst á [email protected] eða í síma 449-7000. Verna aðstoðar þig með allt sem þú þarft tengt öðru en það sem snýr að tjónavinnslu.

    Breytast skilmálar viðskiptavina Verna eitthvað?
    • Nei, skilmálar Verna haldast óbreyttir. Þú þarft því ekki að hafa neinar áhyggjur af samningnum þínum.

    Eru viðskiptavinir Verna þá núna einnig viðskiptavinir Varðar?
    • Nei, þú ert áfram viðskiptavinur Verna. Vörður sér eingöngu um tjónavinnslu fyrir hönd Verna fyrir þau tjón sem gerast frá og með 1. október.

    Hvað gerist ef ég er nú þegar með opið tjónamál hjá Verna?
    • Ef tjónið gerist fyrir 1. október 2025 sér Verna um að veita allar frekari upplýsingar og lýkur því máli að fullu, án nokkurrar aðkomu Varðar trygginga.

    Hafa breytingarnar áhrif á mín kjör?
    • Nei, samningurinn sem þú gerðir við Verna er áfram í fullu gildi og kjörin haldast þau sömu og áður.

Viðbrögð við ökutækjatjóni

Sjá allar spurningar
  • Hver eru fyrstu viðbrögð við tjóni?
    • Athugaðu hvort að slys hafi orðið á fólki, ef svo er skaltu hringja strax 112.

    • Kveiktu á viðvörunarljósum og hugaðu að öryggi á slysstað.

    • Áður en ökutæki eru færð er gott að taka myndir af aðstæðum.

    • Árekstur.is og Aðstoð og Öryggi ehf. s. 5789090, veita aðstoð við tjónaskýrslu, myndatöku á vettvangi og senda skýrslu á tryggingafélög.

    Hvenær á ég að hringja í 112?
    • Ef slys verða á fólki.

    • Ef ökutæki er það skemmt að ekki er hægt að aka því, eða það skapar hættu fyrir aðra.

    • Ef grunur leikur á að umferðalög hafi verið brotin, sbr. hraðakstur, ölvunarakstur eða ef öðrum ákvæðum umferðalaga er ekki framfylgt.

    Fæ ég bílaleigubíl á meðan viðgerð stendur?

    Kaskótjón

    • Þau sem eru með kaskótryggingu eiga rétt á bílaleigubíl í minnsta bílaflokki í allt að sjö daga án endurgjalds. Ef þú þarft bílaleigubíl lengur en það tryggir viðskiptasamband þitt við Verna þér afslátt hjá Bílaleigu Akureyrar (Höldur).

    • Þú getur óskað eftir bílaleigubíl hjá verkstæðinu sem gerir við bílinn. Það er líka hægt að hafa samband við Bílaleigu Akureyrar (Höldur) og þeir geta útvegað þér bíl. Í þeim tilfellum verður þú að sækja hann hjá bílaleigunni og skila til baka á sama stað.

    Ábyrgðartjón

    • Ef þú átt bótaskylt ábyrgðartjón hjá Verna átt þú rétt bílaleigubíl í minnsta bílaflokki í allt að 14 daga eða það sem telst eðlilegur vinnslutími mála.

    • Þú getur óskað eftir bílaleigubíl hjá verkstæðinu sem gerir við bílinn. Það er líka hægt að hafa samband við Bílaleigu Akureyrar (Höldur) og þeir geta útvegað þér bíl. Í þeim tilfellum verður þú að sækja hann hjá bílaleigunni og skila til baka á sama stað.

    Hvernig virka samkomulagsbætur?
    • Ef þú vilt fá greiddar samkomulagsbætur læturðu meta tjónið á viðurkenndu verkstæði og tekur fram að þú óskir eftir bótum í stað viðgerðar. Þetta er gert svo varahlutir séu ekki pantaðir.

    • Því næst sendirðu tölvupóst á [email protected], óskar eftir samkomulagsbótum og lætur reikningsnúmer fylgja með.

    • Ef um kaskótjón er að ræða eru ekki greiddar samkomulagsbætur.

    Hvað geri ég ef ökutækið er óökufært?
    • Ef það þurfti að draga ökutækið af tjónsstað munum við hafa samband við þig varðandi næstu skref. Ef þú heyrir ekki í okk­ur skaltu endi­lega senda skilaboð í gegnum net­spjallið, eða hringja í síma 514-1177 og við aðstoð­um þig.

    • Tjóna­mat þarf að fara fram á við­ur­kenndu verk­stæði. Ef það er mögulegt að gera við ökutækið veitum við verkstæð­inu samþykki og þú færð tíma í við­gerð.

    • Ef viðgerð borgar sig ekki mun­um við hafa sam­band við þig varð­andi kaup á öku­tæk­inu.

  • Hversu há er eigin áhætta?
    • Eigin áhætta í ábyrgðatjónum sem fara yfir 180 þúsund er 29.000 kr.

    • Í kaskótjónum er eigin áhætta 139 þúsund.

    • Í rúðutjónum þá er eigin áhætta 20%, en ef hægt er að gera við rúðuna þá er engin eigin áhætta.

    Hvað get ég gert ef ég er ósammála niðurstöðu í tjónum?
    • Málið er sent fyrst fyrir tjónanefnd, sem er nefnd á vegum SFF. þar sem fullrúar tryggingafélag sitja. Nefndin tekur einungis á málum sem tengjast ákvörðun á bótaskyldu úr lögboðnu tryggingunum, ekki kaskó.

    • Verna sér um að vísa málinu til Tjónanefndar, óskir þú eftir því, og tilkynnir þér niðurstöðu nefndarinnar þegar hún liggur fyrir. Málsmeðferðin tekur að jafnaði eina viku og er endurgjaldslaus.

    • Þú getur einnig skotið niðurstöðu Tjónanefndar til Úrskurðanefndar. Úrskurðanefnd tekur á málum sem snúa að ágreining um bótaskyldu, þar með talið sök og sakarskiptingu milli neytenda og vátryggingafélags. Nefndin fjallar vanalega ekki um bótafjárhæð nema að bæði tjónþoli og vátryggingafélagið hafi óskað eftir því.

    • Ef þú vilt vísa máli til Úrskurðanefndar fyllir þú út eyðublað og sendir til nefndarinnar. Málskostnaður er á bilinu 10.000 kr. til 25.000 kr. Nánari upplýsingar má finna hér.

    Hvað geri ég ef bílrúða skemmist?
    • Ef skemmdin er minni en 100 krónu peningur og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna.

    • Þurrkaðu yfir skemmdina og settu bílrúðulímmiða yfir brotið. Farðu svo eins fljótt og mögulegt er á næsta viðurkennda bílrúðuverkstæði.

    • Ef það er hægt að gera við rúðuna greiðir Vörður allan kostnað af viðgerðinni. Sem þýðir engin eigin áhætta og ekkert úr þínum vasa.

    Hversu há er eigin áhætta þegar kemur að bílrúðutjóni?
    • Eigin áhættan í rúðuskiptum er 20% af heildartjóni.

    • Engin eigin áhætta er á rúðuviðgerðum

    Get ég farið á hvaða verkstæði sem er?
    • Hér er vefslóð sem tekur þig á síðu Varðar sem inniheldur upplýsingar um verkstæði. Meðfylgjandi listi er yfir viðurkennd verkstæði, bílrúðuverkstæði og bílaleigur.