Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.
Tryggingin er samsett vátrygging fyrir vélar og rafeindatæki sem innifelur bilanatryggingu og brunatryggingu. Til viðbótar eru þrjár valkvæðar tryggingar gegn viðbótariðgjaldi.
Tjón á vátryggðum búnaði vegna bilunar eða mistaka við notkun.
Tjón á vátryggðum búnaði af völdum m.a. eldsvoða, eldingar, sprengingar.
Tjón á vátryggðum búnaði af völdum vatns, sem streymir óvænt og skyndilega úr leiðslum húseignar og á upptök innan veggja hússins vegna mistaka eða bilana
Tjón vegna þjófnaðar og skemma á vátryggðum búnaði við innbrot.
Tjón á vátryggðum búnaði sem verður af völdum óveðurs þegar vindur mælist yfir 28,5 m/s samkvæmt mælingu Veðurstofu Íslands.
Tjón sem framleiðandi, seljandi, viðgerðaraðili eða flutningsaðili ber ábyrgð á samkvæmt samningi eða lögum
Tjón vegna rangrar samsetningar.
Tjón sem verða vegna vinnu með sprengiefni við verklegar framkvæmdir.
Tjón á búnaði sem stendur í kjallara nema hann standi á a.m.k. 10 cm háum undirstöðum sem drekka í sig raka
Tjón sem verður vegna innbrota eða tilrauna til þeirra af hendi starfsfólks vátryggðs eða þegar starfsfólk er þátttakandi (meðvaldur) í slíku broti.
Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.
Vátryggður skal gera allt sem eðlilegt getur talist til að halda vátryggðum búnaði í góðu lagi og sjá til þess að hann sé ekki keyrður með yfirálagi.
Vátryggður skal sjá til þess að munir séu ekki settir í hættu frá eldi eða hita.
Vátryggður skal sjá til þess að lögnum og fasttengdum tækjum sé vel við haldið.
Vátryggður skal sjá til þess að dyr og aðrir inngangar skulu vera tryggilega læstir og gluggar lokaðir og kræktir aftur þegar vátryggingarstaður er yfirgefinn.
Vátryggður skal sjá til þess að vátryggður búnaður í kjöllurum sé á upphækkaðri grind og að niðurföll séu í rýminu.
Vátryggingin gildir um vátryggða muni á meðan þeir eru á þeim vátryggingarstað sem tilgreindur er á vátryggingarskírteininu.
Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni.
Veita Verði, ef nauðsyn krefur, aðgang að hinu vátryggða húsnæði til þess að skoða það og umbúnað þess.
Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.
Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti. Iðgjöld hvíla sem lögveð á vátryggðri húseign og ganga í tvö ár fyrir öllum öðrum skuldbindingum sem á húseigninni hvíla nema sköttum til ríkissjóðs.
Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.
Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.