Starfsábyrgðartrygging löggiltra hönnuða aðal- og séruppdrátta

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.

Hvernig trygging er starfsábyrgðartrygging löggiltra hönnuða aðal- og séruppdráttar?

Hönnuðum er skylt að kaupa og viðhalda starfsábyrgðartryggingu samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010. Starfsábyrgðartrygging löggiltra hönnuða aðalog séruppdrátta hefur þann tilgang að bæta almennt fjártjón sem getur komið upp vegna verkefna sem liggja til grundvallar við hönnun mannvirkja.

Tryggingin bætir

Skaðabótaábyrgð sem fellur á vátryggðan hönnuð uppdrátta fyrir byggingarnefnd, þegar þriðji maður verður fyrir almennu fjártjóni, sem rakið verður til hönnunarstarfs vátryggðs og hann hefur ábyrgst með áritun á teikningu sína.

Tryggingin bætir ekki

Tjón sem rekja má til ásetnings vátryggðs eða starfsmanns hans.

Tjón sem rekja má til ábyrgðar sem vátryggður tekur á sig og er víðtækari en lögmælt bótaskylda hans sem hönnuðar, er löggilding hans nær til.

Sektir eða önnur viðurlög, sem falla á vátryggðan eða þriðja mann.

Líkamstjón og skemmdir á munum.

Starfsemi vátryggðs utan Íslands eða bótaábyrgð sem er ríkari en eftir íslenskum reglum um skaðabótagrundvöll eða ákvörðun bótafjárhæðar.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Hvar gildir tryggingin?

Vátryggingin tekur eingöngu til tjóns sem verður á Íslandi, vegna starfa vátryggðs á Íslandi.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.

Þegar það atvik, sem vátryggt er gegn, hefur gerst, eða hætta er á því að það gerist, ber vátryggðum skylda til þess að reyna afstýra eða lágmarka tjónið.

Vátryggður skal veita félaginu upplýsingar og gögn sem hann hefur undir höndum eða getur útvegað og félagið þarf til þess að meta ábyrgð sína og greiða bætur.

Jafnskjótt og vátryggður fær vitneskju eða grun um að skaðabótakrafa verði gerð á hendur honum ber honum að tilkynna félaginu það skriflega.

Verði breytingar á atvikum eða upplýsingum, sem félaginu hefur verið skýrt frá í vátryggingarbeiðni, eða á annan hátt, skal vátryggingartaki tilkynna félaginu um þær.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.