Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.
Starfsábyrgðartryggingar hafa þann tilgang að bæta almennt fjártjón sem vátryggður kann að valda viðskiptavinum sínum við störf sín. Verkfræðingar, tæknifræðingar og arkitektar geta keypt starfsábyrgðartryggingu vegna starfa sinna en ef starfið felur í sér hönnun aðal- eða séruppdrátta er skylt samkvæmt lögum að kaupa og viðhalda slíkri tryggingu.
Skaðabótaábyrgð sem fellur á vátryggðan, vegna tjóns á munum eða mannvirkjum, sem hönnun eða starf hans nær til og rekja má til mistaka hans.
Tjón sem rekja má til þess að vátryggður tekur á sig ábyrgð eða gefur loforð sem er víðtækara en almenn bótaskylda á starfssviði hans.
Tjón sem rekja má til þess að aðilar, sem beint eða óbeint eru tengdir vátryggðum, s.s. í gegnum eignarhald eða stjórnunartengsl, verða fyrir tjóni.
Tjón vegna líkamstjóns á mönnum, ærumeiðingar, brota á skattalöggjöfinni, almennum hegningarlögum eða sér refsiákvæðum laga, sekta eða annarra refsikenndra viðurlaga.
Tjón vegna starfs utan fagstarfssviðs, jafnvel þótt það sé í tengslum við starfsemi þá sem greind er í vátryggingarskírteini, svo sem verktakastarfsemi, rekstur fasteigna, útgerð, framleiðsla, viðgerðir eða sala tækja o.s.frv.
Tjón vegna bótakrafna vegna rangra upplýsinga um kostnað við byggingarframkvæmdir eða byggingartíma.
Tjón sem vátryggður verður fyrir vegna vinnu sem inna þarf af hendi til að komast að raun um orsakir tjónsatviks, þ.á.m. vinnu við endurútreikning, endurhönnun eða endurbætur á verklýsingu eða gerð áætlunar í því skyni að bæta úr tjóni.
Bótakröfur sem stofnast vegna þess að vátryggður tekur að sér að veita fjármögnun, fjárhagslega ráðgjöf eða tryggingar.
Tjón á munum sem vátryggður hefur að láni, á leigu, til geymslu, sölu, flutnings eða eru af öðrum ástæðum í vörslu hans.
Tjón vegna vélknúins ökutækis, loftfars, skips, báts eða annars farartækis.
Tjón sem almenn ábyrgðartrygging fyrir atvinnurekstur tekur til.
Tjón sem rekja má til brots á vörumerkja og hugverkaréttindum.
Tjón vegna eldsvoða, kjarnorku eða geislavirkra efna.
Tjón vegna mengunar jarðar, lofts eða vatns.
Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.
Vátryggingin tekur eingöngu til tjóns sem verður á Íslandi, vegna starfa vátryggðs á Íslandi.
Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.
Vátryggðum ber skylda til þess að reyna afstýra eða lágmarka tjón.
Vátryggður skal tafarlaust skýra félaginu frá tjóni. Sama gildir er hann fær vitneskju eða grun um, að gerð verði skaðabótakrafa á hendur honum, sem ætla má, að vátryggingin nái til.
Vátryggðum er skylt að láta félaginu í té endurgjaldslaust aðstoð við að afstýra tjóni, kanna orsakir tjóns, s.s. við að gera álitsgerðir, verðútreikninga, verkáætlanir o.þ.h. í sambandi við tjón, sem vátryggður ber ábyrgð á.
Vátryggður má ekki viðurkenna bótaskyldu sína eða gera samninga um bætur án samþykkis félagsins.
Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.
Tryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.
Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu.