Sjúkrakostnaðartrygging

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini. 

Hvernig trygging er Sjúkrakostnaðartrygging?

Sjúkrakostnaðartrygging veitir sambærilega vernd og sjúkratryggingar samkvæmt lögum um almannatryggingar en er þó bundin ákveðnum takmörkunum. Tryggingin hentar útlendingum sem eru að flytja lögheimili til Íslands eða vinna tímabundið á landinu samkvæmt samþykktu dvalarleyfi Útlendingastofnunar. Hún hentar einnig Íslendingum sem eru að flytja aftur heim eftir að hafa flutt lögheimilið frá Íslandi og eru þá tímabundið ekki sjúkratryggðir innan almannatrygginga.

Hvað er bætt

Kostnað við sjúkrahúsvist að læknisráði.

Kostnað við vistun á erlendu sjúkrahúsi.

Kostnað við almenna læknishjálp utan sjúkrahúsa.

Kostnaður við nauðsynlegar rannsóknir og aðgerðir hjá sérfræðingum.

Nauðsynleg lyf.

Kostnað vegna óhjákvæmilegs ferðakostnaðar læknis til vátryggðs og flutningskostnaðar vátryggðs í sjúkrahús.

Kostnað vegna hjúkrunar í heimahúsum vegna alvarlegra sjúkdóma eða slysa sem eru innan bótasviðs vátryggingarinnar enda komi heimalega í stað sjúkrahúsvistar.

Kostnað sem hlýst af því að vátryggðum er nauðsyn að leita sér lækninga þar sem hann er staddur erlendis.

Hvað er ekki bætt

Kostnað sem er bótaskyldur samkvæmt lögum um sjúkratryggingar eða reglugerðum settum samkvæmt þeim.

Slys sem varð fyrir gildistöku tryggingarinnar.

Sjúkdóma sem sýndu einkenni áður en trygging tók gildi.

Tannlækningar eða lýtalækningar, eða um sé að ræða nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna bótaskylds slyss eða sjúkdóms.

Kostnað vegna meðgöngu, fæðingarhjálpar eða sjúkdóma sem rekja má til meðgöngu eða fósturláts.

Sjúkdóma eða slys sem rekja má til neyslu áfengis, ávana- eða fíkniefna.

Áframhaldandi meðferða á sjúkrahúsi erlendis ef vátryggður neitar að láta flytja sig heim að ráði læknis.

Kostnað vegna ryskinga eða þátttöku í refsiverðum verknaði.

Vegna slysa sem verða í keppni í hvers konar íþróttum eða við æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum.

Vegna slyss eða sjúkdóms sem beint eða óbeint verður af völdum stríðs, óeirða, uppþota, verkfallsaðgerða eða annarra sambærilegra atburða. Sama gildir um afleiðingar kjarnorku, geislunar, jarðskjálfta eða eldgoss svo og annarra náttúruhamfara.

Tjón af völdum hryðjuverka vegna hvers konar líffræðilegra eða efnafræðilegra áhrifa og/eða eitrunar.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Skýri vátryggður sviksamlega frá eða leyni atvikum er skipta máli um ábyrgð Varðar, glatar hann rétti sínum.

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Vátryggðum ber að kynna sér skilmála tryggingarinnar.

Hvar gildir tryggingin?

Vátryggingin gildir á sömu landsvæðum og lög um sjúkratryggingar nr. 112/2008. Nánari upplýsingar um gildissvið má finna í skilmála tryggingarinnar.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.

Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.

Greiða iðgjald tryggingarinnar innan 60 daga frá gildistöku, ella fellur tryggingin úr gildi.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða áður en tryggingin tekur gildi. Hægt er að greiða með kreditkorti eða millifærslu.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingin gildir í 6 mánuði frá útgáfu og framlengist ekki sjálfkrafa eftir það tímabil.