Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.
Slysa- og ábyrgðartryggingin gildir fyrir alla íþróttastarfsemi íþróttafélaga sem eiga aðild að Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands. Hún tryggir alla félagsmenn og starfsmenn íþróttafélags en nær ekki til atvinnuíþróttamanna. Tryggingin gildir við framkvæmd verka eða athafna sem lög eða samþykktir íþróttafélaga fjalla um og einnig við skipulagningu og framkvæmd allra móta vátryggingataka.
Varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss.
Greiðir bætur vegna andláts undir ákveðnum kringumstæðum.
Skaðabótaskyldu sem fellur á íþróttafélag eða iðkanda.
Slys sem verða í flugi, nema að sá sem tryggður er sé farþegi í áætlunar- eða leiguflugi á vegum aðila sem hefur tilskilinn leyfi hlutaðeigandi flugmálayfirvalda.
Slys sem verða í fallhlífarstökki, teygjustökki, drekaflugi og svifflugi.
Slys sem verða við ástundun akstursíþróttar, hvort sem er við æfingar eða keppni.
Slys er sá sem vátryggður er verður fyrir í handalögmáli, við þátttöku í refsiverðum verknaði, undir áhrifum deyfi- og/eða eiturlyfja eða í ölæði, nema sannað sé að ekkert orsakasamband hafi verið milli þess ástands vátryggðs og slyssins.
Slys sem verða vegna lækningameðferðar, skurðaðgerðar eða lyfjanotkunar, nema það sé að læknisráði vegna bótaskylds slyss.
Slys sem orsakast af matareitrun, drykkjareitrun, hvers kyns smiti eða neyslu.
Slys sem beint eða óbeint orsakast af blindu, mikilli nær- eða fjarsýni, sjóndepru, heyrnardeyfð, lömun, bæklun, flogaveiki, slagi, sykursýki, eða öðrum alvarlegum sjúkdómum og/eða sjúkdómseinkennum.
Slys sem verða í frítíma vátryggðs.
Skaðabótaábyrgð vegna notkunar áhorfendapalla sem ekki hafa verið teknir út og samþykktir af viðeigandi yfirvöldum.
Skaðabótaábyrgð vegna notkunar vélknúins ökutækis s.s. bifreiðar, skips, báta eða loftfara. Þó ber félagið ábyrgð vegna vinnuvéla sem ekki eru skráningarskyld og komast ekki yfir 20 km. hraða á klukkustund.
Skaðabótaábyrgð ef önnur vátrygging tekur yfir tjónið svo sem brunatrygging fasteigna, lausafjártrygging eða önnur ábyrgðartrygging.
Skaðabótaábyrgð vegna muna sem að vátryggður hefur að láni, í geymslu eða eru af öðrum ástæðum í vörslu hans.
Skaðabótaábyrgð vegna dýrahalds eða dýragæslu. Slíka áhættu er hægt að vátryggja sérstaklega.
Ábyrgð vegna sekta, málskostnaðar eða annarra útgjalda í sambandi við refsimál.
Skaðabótaábyrgð vegna tjóna sem rekja má til blysa, flugelda eða annarra sprengiefna.
Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.
Vátryggðum ber að kynna sér skilmála tryggingarinnar.
Vátryggingin gildir ekki:
a) við framkvæmd á alþjóðamóti fyrir alþjóðleg íþróttasambönd s.s. ólympíuleikum, heimsmeistaramóti eða Evrópumóti;
b) við athafnir, framkvæmdir eða verkefni sem eru viðskiptalegs eðlis og tengjast ekki beint tilgangi félagsins, mótshaldi þess eða almennri fjáröflun sem vani er að sé stunduð í tengslum við tilgang félagsins.
c) við athafnir eða framkvæmdir í tengslum við flugeldasölu. Slíkt er þó hægt að sértryggja gegn viðbótariðgjaldi.
Vátryggingin gildir hvar sem er í heiminum. Bætur úr ábyrgðartryggingunni vegna atvika sem eiga sér stað í Bandaríkjum Norður-Ameríku, Kanada og Mexíkó takmarkast við málskostnað, kostnað við að koma í veg fyrir eða takmarka tjón og bætur vegna þeirra beinu hagsmuna sem hafa orðið fyrir tjóni.
Kynna sér skilmála tryggingarinnar.
Svara öllum spurningum Varðar vegna áhættumats rétt og af heiðarleika.
Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.
Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.
Reyna að afstýra tjóni eða lágmarka það. Vátryggðum ber að hlíta fyrirmælum félagins sem beinast að því að takmarka tjónið.
Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.
Tryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.
Viðskiptavinir geta sagt tryggingunni skriflega upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu. Iðgjald skal greitt fyrir það tímabil sem félagið er í ábyrgð samkvæmt vátryggingunni.