Húftrygging fiskiskipa yfir 100 tonnum

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini. 

Hvernig trygging er Húftrygging fiskiskipa yfir 100 tonnum?

Húftrygging fiskiskipa bætir altjón og hlutatjón á fiskiskipi yfir 100 tonnum og tjón á fylgifé þess. Tryggingin bætir jafnframt tjón sem skipið veldur með árekstri og tjón sem verður á annan hátt vegna mistaka við stjórnun þess. Til viðbótar er vátryggingartaka heimilt að kaupa sérstaka hagsmunatryggingu fyrir skipið til að mæta beinu og óbeinu fjárhagslegu tjóni, sem hann kann að bíða við það, að skipið ferst.

Tryggingin bætir

Algert tjón.

Skemmdir á skipi sökum skyndilegrar og óvæntrar óhappatilviljunar.

Skemmdir sem stafa af því að galli er í efni skipsins, smíðisgalli eða viðgerðargalli sé á því eða hlutum þess.

Skemmdir sem raktar verða til yfirsjónar eða vanrækslu skipverja eða þriðja manns.

Björgunarkostnað.

Þátttöku í sameiginlegu sjótjóni.

Kostnað sem óhjákvæmilega fylgir tjónsviðgerð, t.d. mannahaldskostnaður, slippkostnaður og hafnargjöld.

Kostnað við förgun muna vegna bótaskyldrar viðgerðar.

Tjón sem skipið veldur með árekstri og tjón sem verður á annan hátt vegna mistaka við stjórnun þess.

Kostnað við að fjarlægja flak þess sem skips sem verður fyrir skaðabótaskyldu tjóni af hálfu hins vátryggða.

Tryggingin bætir ekki

Skaðabótakröfu frá starfsmönnum eiganda eða útgerðarmanni. Sama gildir um skaðabótakröfu frá eigendum afla eða annars, sem skipið flytur.

Skemmdir á þeim hlutum skipsins, sem efnisgalli, smíðisgalli eða viðgerðargalli er á.

Skemmdir af ófullnægjandi viðhaldi, fúa, þreytu, tæringu, sliti eða sambærilegum orsökum. Sama gildir um tjón sem rakið verður til hönnunargalla.

Tjón er stafar af því að skipið var óhaffært er það lét síðast úr höfn, var ófullnægjandi útbúið eða mannað, hafði ekki nauðsynleg skipsskjöl eða var ekki tryggilega hlaðið.

Kostnað sem fylgir bótaskyldri tjónsviðgerð.

Aukakostnað vegna nætur- og helgidagavinnu.

Kostnað við að hreinsa og mála botn skipsins.

Óbeint tjón vátryggðs, svo sem aflatjón og kostnaður vátryggðs af töfum, svo sem kostnað við mannahald, hafnargjald og eldsneytisnotkun.

Sektir og refsiviðurlög.

Nú rekst vátryggt skip á annað skip, er bjargað eða fær aðstoð annars skips og er félagið þá greiðsluskylt, þótt það skip sé eign vátryggðs eða bæði skipin lúti sömu útgerðarstjórn.

Tjón á fiskkössum, afla og veiðarfærum, þ.á.m. varpa ásamt hlerum og vírum, nemum og sendum sem festir eru við veiðarfæri, neti, línum, færum, belgjum, baujum og bólfærum.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Þegar skip er í höfn eða í lægi skal ganga tryggilega frá festum þess. Jafnframt ber vátryggðum að hafa reglubundið eftirlit með skipinu.

Vátryggðum ber að fara eftir fyrirmælum opinberra stofnanna svo sem Siglingastofnunar og Löggildingarstofu. Skipið skal ávallt vera fullkomlega haffært og með gilt haffærisskírteini þegar lagt er úr höfn.

Skipinu skal ávallt læsa tryggilega þegar það er mannlaust í höfn og ganga að öðru leyti þannig frá að óviðkomandi eigi ekki greiðan aðgang inn í skipið.

Hvar gildir tryggingin?

Vörður er laus úr ábyrgð ef skipið fer suður fyrir 40° norðlægrar breiddar eða norður fyrir 70° norðlægrar breiddar á tímabilinu frá 16. nóvember til 15. maí.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Þegar skip er í höfn eða í lægi skal ganga tryggilega frá festum þess. Jafnframt ber vátryggðum að hafa reglubundið eftirlit með skipinu.

Vátryggðum ber að fara eftir fyrirmælum opinberra stofnanna svo sem Siglingastofnunar og Löggildingarstofu. Skipið skal ávallt vera fullkomlega haffært og með gilt haffærisskírteini þegar lagt er úr höfn.

Skipinu skal ávallt læsa tryggilega þegar það er mannlaust í höfn og ganga að öðru leyti þannig frá að óviðkomandi eigi ekki greiðan aðgang inn í skipið.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst tryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Tryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu.