Farmtrygging (A)

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini. 

Hvernig trygging er Farmtrygging (A)?

Farmtrygging (A) er víðtækasta flutningsverndin sem Vörður býður upp á og bætir fjárhagslegt tjón á vörum í flutningi. Tryggingin bætir einnig tjón sem eigandi vöru getur orðið fyrir í sameiginlegu sjótjóni og björgunarkostnað.

Tryggingin bætir

Hvers konar tap eða skemmdir á því vátryggða.

Samtjónsframlög og björgunarkostnað.

Skaðabótaskyldu sem fellur á vátryggðan sem stofnast vegna ákvæðis í flutningssamningi um beggja sök í árekstri vegna bótaskylds tjóns.

Tryggingin bætir ekki

Tap, skemmdir eða kostnað sem rekja má til ásetnings eða stórkostlegs gáleysis vátryggðs.

Venjulegan leka, venjulega rýrnun í þunga eða rúmmáli, eðlilegt slit eða tæringu á hinu vátryggða.

Tap, skemmdir eða kostnað sem stafar af ónógum eða óhæfum umbúðum, eða af lélegum frágangi á hinu vátryggða.

Tap, skemmdir eða kostnað sem stafar af innri skemmd eða eðli hins vátryggða.

Tap, skemmdir eða kostnað sem stafar af töf, gjaldþroti eða fjárhagslegum vanefndum.

Tap, skemmdir eða kostnað sem stafar af því að skip eða flutningsfar er óhaffært skip, flutningsfar, flutningstæki, gámur eða flutningsvagn er óhæfur til öruggs flutnings á hinu vátryggða, ef vátryggður sjálfur eða menn í hans þjónustu vissu um það.

Tap, skemmdir eða kostnað sem stafar af stríði, borgarastyrjöld, uppreisn eða fjandsamlegum aðgerðum af hendi stríðsaðila.

Tap, skemmdir eða kostnað sem stafar af hernámi, töku með valdi, farbanni, fartöf eða kyrrsetningu og afleiðingum af þessu eða tilraunum til þess, eða af völdum yfirgefins tundurdufls, tundurskeytis, sprengju eða öðrum yfirgefnum stríðsvopnum.

Tap, skemmdir eða kostnað sem menn í verkfalli eða verkbanni valda eða þátttakendur í vinnuóeirðum og uppþotum, eða sem stafa af verkföllum, verkbönnum, vinnuóeirðum, uppþotum eða borgararóstum.

Tap, skemmdir eða kostnað sem hermdarverkamenn valda eða þátttakendur í pólitískum aðgerðum.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Hvar gildir tryggingin?

Tryggingin gildir aðeins fyrir hið vátryggða á flutningi.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Þegar hætta er á, að bótaskylt tjón verði eða eftir að tjón hefur orðið, er skylt að gera ráðstafanir til að afstýra tjóni eða draga úr því og tryggja að allur réttur gagnvart farmflytjanda og öllum öðrum aðilum haldist og verði beitt og mun félagið greiða allan sanngjarnan kostnað þessu samfara auk vátryggingarbóta fyrir tjónið.

Ef vátryggður breytir um ákvörðunarstað eftir að vátryggingin hófst, skal hann tilkynna það tafarlaust. Vörður mun þá halda vátryggingunni í gildi með þeim breytingum á skilmálum og iðgjaldi sem um semst.

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða áður en tryggingin tekur gildi. Hægt er að greiða með kreditkorti eða millifærslu.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingaverndin hefst um leið og flutningurinn, þ.e. þegar hið vátryggða er tekið úr húsi eða annarri geymslu á sendingarstað og lýkur við það, sem fyrst gerist af þessu þrennu:

a) Við komu hins vátryggða í hús móttakanda eða í aðra endanlega geymslu á ákvörðunarstaðnum, sem nefndur er í skírteininu.

b) Við komu í annað hús eða geymslu á ákvörðunarstaðnum eða á leið þangað, sem vátryggður kann að velja annaðhvort til geymslu, sem ekki telst til venjulegrar flutningsleiðar eða sölu eða dreifingar.

c) Sextíu dögum eftir að hið vátryggða var losað úr skipinu í endanlegri uppskipunarhöfn.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.