Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.
Smábátatrygging nær til tjóns sem verður á bát sem tilgreindur er á skírteini, fylgifé hans, vistum og birgðum. Tryggingin tekur ekki til báta sem notaðir eru til farþega- eða farmflutninga nema slíkt sé sérstaklega tekið fram.
Tjón vegna bruna, sprengingar eða eldingar.
Tjón vegna áreksturs á grunn, strands eða þess að báturinn sekkur.
Tjón vegna óveðurs þegar vindhraði fer yfir 28,5 m/sek, snjóflóða og aurskriða.
Tjón af völdum brotsjós.
Tjón vegna áreksturs á fastan hlut eða fljótandi.
Tjón ef báturinn losnar frá eða sekkur við höfn eða bauju.
Tjón vegna innbrots, þjófnaðar eða skemmdarverka.
Boltjón á bátum úr trefjagleri eða plastefnum.
Tjón vegna skyndilegrar og óvæntrar óhappatilviljunar við sjósetningu eða upptöku, svo og í flutningi að og frá geymslustað innan sama lögsagnarumdæmis.
Þátttöku í sameiginlegu sjótjóni.
Skaðabótaábyrgð sem fellur á vátryggingartaka vegna tjóns sem báturinn veldur með árekstri og tjóns sem verður á annan hátt vegna mistaka við stjórnun hans.
Kostnað við að fjarlægja flak bátsins.
Tjón á bátnum í uppsátri af völdum bruna, foks, snjóflóða, aurskriðna, innbrots, skemmdarverka og eldgosa.
Skaðabótakröfu frá starfsmönnum eiganda eða útgerðarmanns.
Tjón á vél, drifbúnaði, rafkerfi, staðsetningartækjum, fjarskiptatækjum, radar, fiskileitartækjum, línuvindum og öðrum sambærilegum búnaði.
Tjón á möstrum, seglum eða reiða við skipulagða siglingakeppni.
Skemmdir af ófullnægjandi viðhaldi, fúa, þreytu, tæringu, sliti eða sambærilegum orsökum. Sama gildir um tjón, sem rakið verður til hönnunargalla.
Skemmdir á þeim hlutum bátsins sem efnisgalli, smíðisgalli eða viðgerðargalli er á.
Tjón er stafar af því að skipið var óhaffært er það lét síðast úr höfn, var ófullnægjandi útbúið eða mannað, hafði ekki nauðsynleg skipsskjöl eða var ekki tryggilega hlaðið.
Óbeint tjón vátryggðs, svo sem aflatjón og kostnaður vátryggðs af töfum, svo sem kostnað við mannahald, hafnargjald og eldsneytisnotkun.
Tjón af völdum áreksturs við hafnarmannvirki, annan bát eða skip, nema um sé að ræða árekstur undir vélarafli.
Tjón á tölvugögnum.
Tjón á fiskikössum, afla og veiðarfærum, þ.á.m. varpa ásamt hlerum og vírum, nemum og sendum sem festir eru við veiðarfæri. Sama gildir um net, línur, færi, belgi, baujur og bólfæri og farangur skipverja.
Tjón á skipi eða bát sem er leigður, hvort sem um er að ræða tímabundinn leigusamning eða leigusamning til tiltekinnar ferðar, nema slíkt sé samþykkt af Verði og áritað á vátryggingarskírteinið.
Tjón á skipi eða bát sem notaður er til farþega- eða farmflutninga nema slíkt sé samþykkt af félaginu og áritað á skírteinið.
Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.
Báturinn skal fullnægja reglum Siglingamálastofnunar hverju sinni og hafa ávallt gilt haffærisskírteini þegar látið er úr höfn.
Þegar bátur er geymdur í höfn eða í lægi skal vera tryggilega frá öllum festingum gengið. Sama gildir sé bátur geymdur á landi. Vátryggður skal sjá til þess að reglulegt eftirlit sé með bátnum.
Bátnum skal læst tryggilega þegar frá honum er gengið. Siglingatæki, fjarskiptatæki, handfærarúllur og annar laus búnaður skal fjarlægður úr bátnum þegar hann er uppi á landi eða í höfn í lengri tíma.
Aðalvél skal vera vatnskæld og við vélina sé tengdur viðvörunarbúnaður sem gefur viðvörun vegna hita frá vél, breytingar á smurþrýstingi, elds eða vatns í vélarrúmi.
Bátnum skal haldið við með fullnægjandi og eðlilegum hætti og útbúinn í samræmi við notkun hans. Jafnframt skal vátryggður, eða menn sem hann ber ábyrgð á, fara eftir lögum og reglum sem settar eru til að tryggja öryggi.
Vátryggður skal sjá til þess að starfsmenn séu ekki undir áhrifum áfengis eða fíkniefna við vinnu sína.
Tryggingin gildir innan fiskveiðilandhelgi Íslands.
Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni.
Veita Verði heimild til að skoða hið vátryggða og umbúnað þess þegar þess er óskað.
Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.
Tryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.
Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.