Framhaldsörorkutrygging

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini. 

Hvernig trygging er Framhaldsörorkutrygging?

Framhaldsörorkutrygging er trygging fyrir þá sem áður voru með séreign. Með henni er hægt að tryggja að markmið um tekjur að loknu ævistarfi náist þrátt fyrir hugsanlegt tekjutap sökum óvæntrar örorku vegna slysa eða sjúkdóma. 

Tryggingin bætir

Varanlega læknisfræðilega örorku af völdum sjúkdóms, ef örorka er metin 50% eða meiri.

Varanlega læknisfræðilega örorku af völdum slyss, ef örorka er metin 25% eða meiri.

Tryggingin bætir ekki

Afleiðingar sjúkdóms eða meins sem hefur komið fram (þ.e. einkenni eða greining) fyrir gildistöku séreignar og vátryggður veit eða mátti vita um við undirritun vátryggingasamnings eða eftir að vátryggingin féll úr gildi.

Afleiðingar slyss sem rekja má til atburðar sem vátryggður veit eða mátti vita um og átti sér stað fyrir gildistöku séreignar eða eftir að vátryggingin féll úr gildi.

Slys sem vátryggður verður fyrir í handalögmáli, við þátttöku í refsiverðum verknaði, undir áhrifum deyfi- og/eða fíkniefna eða í ölæði, nema sannað sé að ekkert samband hafi verið milli ástands þessa og slyssins

Slys sem verða við fjallaklifur, bjargsig, hnefaleika, glímu- og bardagaíþróttir, akstursíþróttir, fallhlífarstökk, froskköfun og teygjustökk.

Slys eða sjúkdóma sem verða vegna meðvitaðrar háttsemi, ásetnings eða stórkostlegs gáleysis vátryggðs.

Sjúkdóma eða slysa sem orsakast af neyslu áfengis, eitur-, deyfi- og nautnalyfja.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Vátryggðum ber að kynna sér skilmála tryggingarinnar.

Tryggingin fellur niður við greiðslu bóta.

Iðgjald vátryggingar er fast út samningstímann og miðast við upphaflegt iðgjald séreignar, það er meðan séreign var í gildi og þróast í samræmi við gjaldskrá örorkutryggingar.

Vátryggingarfjárhæðin lækkar á aðalgjalddaga ár hvert og miðast lækkunin við að iðgjald haldist óbreytt.

Samningur um séreign þarf að hafa verið í gildi einhvern tímann á sl. 24 mánuðum

Hvar gildir tryggingin?

Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum. Nánari upplýsingar um gildissvið má finna í skilmála tryggingarinnar.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Svara öllum spurningum Varðar vegna áhættumats rétt og af heiðarleika.

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.

Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst tryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Tryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Viðskiptavinir geta sagt tryggingunni skriflega upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu. Iðgjald skal greitt fyrir það tímabil sem félagið er í ábyrgð samkvæmt vátryggingunni.