Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.
Tryggingin er ætluð þeim sem sérhæfa sig í ræktun eldisdýra.
Tjón sem verður þegar vátryggður stofn eldisdýra kafnar af völdum súrefnisskorts, sem rekja má til skyndilegar bilunar í búnaði sem stýringu, hitastigi eða rakastigi.
Tjón sem orsakast af því að búnaður sem stýrir loftræsingu, hitastigi eða rakastigi getur ekki uppfyllt þær kröfur sem til er ætlast og rekja má til þess að eðlilegu viðhaldi hafi ekki verið sinnt.
Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar
Vátryggðum ber að sjá um að allur umbúnaður á vátryggingarstað sé í samræmi við fyrirmæli í gildandi lögum og reglugerðum.
Vátryggður skal sjá til þess að öryggiskerfi sem skynjar breytingar á hitastigi sé yfirfarið reglulega og prófun tryggi að boð berist til starfsmanna á vátryggingarstað og/eða stjórnstöð öryggiskerfis.
Tryggingin gildir á þeim stað sem tilgreindur er á vátryggingarskírteini.
Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.
Þegar tjón hefur orðið, eða þau atvik verða sem valdið geta tjóni, er vátryggðum skylt að tilkynna Verði það án tafar, auk þess sem hann skal tilkynna það lögreglunni ef um ólögmætt athæfi er að ræða.
Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.
Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.
Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.