Fartölvutrygging

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini. 

Hvernig trygging er Fartölvutrygging

Fartölvutrygging tekur til fartölvu og fylgihluta hennar og bætir tjón af völdum skyndilegra og ófyrirsjáanlegra óhappa í skóla, á ferðalögum, vinnustað eða heima.

Tryggingin bætir

Tjón vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks sem gerist án vilja vátryggingartaka eða umráðamanns fartölvunnar.

Tryggingin bætir ekki

Tjón sem orsakast af hita- og/eða rakabreytingum.

Tjón vegna framleiðslu- eða efnisgalla svo og tjón vegna rangra tenginga, rangrar rafspennu eða rangrar samsetningar.

Tjón sem rekja má til eðlilegs slits, ónógs viðhalds svo og tjón sem eingöngu veldur útlitsgalla en rýrir ekki notagildi fartölvunnar.

Tjón vegna tæknilegra bilana, bilana í dagsetningar- eða hugbúnaði, gangtruflana eða titrings á skjámyndum.

Tjón vegna tapaðra eða skemmdra gagna og /eða hugbúnaðar.

Tjón sem seljandi, viðgerðaraðili eða flutningsaðili ber ábyrgð á samkvæmt samningi eða lögum.

Tjón sem verður ef fartölvan gleymist, týnist, misleggst eða er skilin eftir á almannafæri.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Vátryggðum ber að sýna eðlilega aðgát við vörslu hins vátryggða hlutar.

Vátryggðum ber að læsa tryggilega híbýlum, bifreiðum, bátum, loftförum og öðrum sambærilegum geymslustöðum þegar þessir staðir eru mannlausir og/eða án eftirlits og sjá til þess á allan hátt að óviðkomandi eigi ekki greiðan aðgang að hinu vátryggða.

Vátryggður, heimilisfólk hans eða starfsmenn skulu fara með vörslur og umsjón hins vátryggða. Sé hið vátryggða afhent öðrum til vörslu eða umsjónar ber að fá samþykki félagsins fyrir því.

Hvar gildir tryggingin?

Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

Hverjar eru skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.

Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.

Veita Verði heimild til að skoða hið vátryggða og umbúnað þess þegar félagið óskar þess.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa. Bótaskylda félagsins fellur niður þegar fjögur ár eru liðin frá kaupum nýs búnaðar.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.