Almennt kort - Arion banki

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.

Hvernig trygging er Ferðatrygging Almenns korts Arion banka?

Ferðatrygging verndar korthafa fyrir fjárhagslegum skakkaföllum á ferðalögum. Í tryggingunni er innifalin ferðaslysatrygging sem tryggir vátryggða fyrir slysum á ferðalagi, sjúkratrygging, samfylgd í neyð og neyðarþjónusta.

Tryggingin bætir
Ferðaslysatrygging

Varanlega læknisfræðilega örorku vegna slysa sem verða á ferðalagi, þó einungis ef örorka er metin 16% eða hærri.

Dánarbætur vegna slysa sem verða á ferðalagi.

Sjúkrakostnaður

Sjúkrakostnað á ferðalagi erlendis þ.m.t. læknis- og sérfræðikostnað, sjúkrahúsvist, lyfjakostnað ásamt kostnaði við sjúkraflutning og flutning jarðneskra leifa vátryggðs.

Samfylgd í neyð

Nauðsynlegan ferða- og dvalarkostnað allt að kr. 120.000 vegna ættingja eða vinar vátryggðs, sem dvelst hjá eða fylgir vátryggðum heim samkvæmt læknisráði og í samráði við SOS INTERNATIONAL eða félagið, vegna alvarlegs slyss eða veikinda vátryggðs.

Nauðsynlegan ferða- og dvalarkostnað allt að kr. 120.000 í samráði við félagið vegna náins ættingja eða vinar vátryggðs frá Íslandi eða dvalarlandi og heim aftur vegna alvarlegs slyss eða veikinda vátryggðs.

Tryggingin bætir ekki
Ferðaslysatrygging

Bætur greiðast eingöngu leiði slysið til andláts eða varanlegrar örorku innan 24 mánaða frá slysdegi.

Látist vátryggður 18 ára eða yngri vegna afleiðinga slyss takmarkast bætur við 10% af hámarksfjárhæð dánarbóta.

Örorku og dánarbætur skerðast árlega um 10% eftir að vátryggður nær 60 ára aldri. Þó aldrei meira en 80%.

Sjúkrakostnaður

Kostnað sem greiddur er samkvæmt gagnkvæmum samningi um sjúkratryggingu.

Kostnað við meðferð eða eftirmeðferð á Íslandi eða í dvalarlandi.

Kostnað vegna sjúkdóma, veikinda eða slysa sem vátryggður hefur þjáðst af eða notið læknishjálpar og/eða meðferðar á síðustu 6 mánuðum fyrir greiðslu staðfestingargjalds.

Tjón sem rekja má til þess að vátryggður mátti vænta þess að fæða barn áður en heim kæmi eða innan tveggja mánaða frá heimkomudegi eða þegar vátryggður ferðast gegn ráðgjöf starfandi læknis eða í þeim tilgangi að leita læknismeðferðferðar erlendis.

Sjúkrareikninga sem berast eftir að tólf mánuðir eru liðnir frá vátryggingaratburði.

Almennar takmarkanir á bótaskyldu

Beitingu eða notkun hvers kyns kjarnorkuvopna eða kjarnorkubúnaðar sem orsakað getur sprengingu, geislun, losun, dreifingu, sleppingu eða leka kjarnakleyfs efnis sem gefur frá sér geislavirkni og veldur varanlegri örorku eða dauða vátryggðs.

Beitingu eða notkun efnavopna sem orsakað getur losun, dreifingu, sleppingu, eða leka hvers kynefnasambands í föstu formi, fljótandi eða loftkenndu og veldur varanlegri örorku eða dauða vátryggðs.

Beitingu/notkun líffræðilegra vopna, sem orsakar losun, dreifingu, sleppingu eða leka hvers kyns sjúkdómsvaldandi örvera, lífrænt framleiddra eiturefna (að meðtöldum erfðabreyttum lífverum eða óþekktum eiturefnum) sem veldur varanlegri örorku eða dauða.

Stríði, innrás, hernaðarátökum, borgarastríði, uppreisn, byltingu, vopnaðri baráttu gegn stjórnvöldum, borgararóstum sem jafna má við uppreisn, valdatöku hers eða valdarán.

Tjón sem beint eða óbeint leiðir af bifreiða- og vélaíþróttum eða notkun vélhjóla, hvort sem vátryggður er ökumaður eða farþegi.

Tjón vegna slyss sem verður í keppni eða við æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers kyns íþróttum nema um sé að ræða börn yngri en 16 ára.

Tjón sem beint eða óbeint leiðir af flugi, öðru en farþegaflugi gegn gjaldi hjá skráðu flugfélagi með tilskilin leyfi.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Hvar gildir tryggingin?

Vátryggingin gildir á á ferðalögum erlendis í allt að 60 samfellda ferðadaga og á Íslandi hafi a.m.k. helmingur ferðarinnar verði greiddur með kortinu. Nánari upplýsingar um gildissvið má finna í skilmála tryggingarinnar.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.

Tilkynna ber félaginu þegar í stað um slys eða hvers kyns önnur atvik sem kunna að leiða til kröfu á félagið.

Sjúkrareikningar skulu berast innan tólf mánuða frá vátryggingaratburði.

Gæta þess vandlega að fyrirbyggja eftir megni slys, meiðsl og sjúkleika.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjald tryggingarinnar er innifalið í árgjaldi kortsins. Vátryggður greiðir því ekki sérstakt iðgjald til Varðar.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingin gildir út gildistíma kortsins.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Þar sem Arion banki er vátryggingartaki getur vátryggður, þ.e. korthafi, ekki sagt tryggingunni upp með hefðbundnum hætti.