Bílaleigutrygging - Landsbankinn

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.

Hvernig trygging er Bílaleigutrygging Landsbankans?

Ferðatryggingin verndar korthafa fyrir fjárhagslegum skakkaföllum á ferðalögum. Í tryggingunni er innifalin bílaleigutrygging, kaskó- og ábyrgðartrygging.

Tryggingin bætir
Kaskótrygging bílaleigubíls

Tjón sem verður á bílaleigubíl þar sem korthafi er skráður aðalökumaður (1 ökumaður) í eigu viðurkennds bílaleigufyrirtækis vegna eftirfarandi atvika:

a. Skemmda á ökutækinu sjálfu og eðlilegum aukahlutum þess af völdum eldingar, eldsvoða, sprenginga, árekstrar, áaksturs, veltu eða útafaksturs.

b. Vegna þjófnaðar og skemmdaverka á ökutækinu sjálfu.

Viðbótar ábyrgðartrygging bílaleigubíls

Skaðabótakröfur sem kunna að falla á vátryggða, sem nafngreindir eru í bílaleigusamningi, ef krafan fer umfram vátryggingafjárhæð eða sjálfsábyrgð hennar lögbundnu tryggingar.

Tryggingin bætir ekki
Kaskótrygging bílaleigubíls

Ef tjón er sem verður á bílaleigubíl þar sem ökumaður er yngri 21 árs eða eldri en 74 ára.

Ef vátryggður hefur ekki réttindi til að aka ökutækinu eða hefur misst réttindi til að aka því.

Tjón vegna kappaksturs, aksturskeppni, reynsluaksturs eða æfinga fyrir slíkan akstur.

Akstur þar sem bannað er að aka ökutæki, akstur utan vega t.d. á túnum, engjum, á ís, yfir óbrúaðar ár eða læki eða um aðrar vegleysur.

Notkun ökutækis sem brýtur í bága við skilmála bílaleigusamnings og ákvæði skilmála.

Skemmdir vegna efnisgalla, hönnunargalla, smíðisgalla, viðgerðargalla eða bilunar ökutækisins.

Tjón vegna eðlilegs slits eða ófullnægjandi viðhalds bílaleigubílsins.

Almennar takmarkanir

Undanskildar eru þær áhættur sem bílaleigusamningurinn hefur að geyma.

Líkams- og eignartjón þeirra sem tryggðir eru skv. tryggingu þessi.

Skaðabótaúrskurðar í refsingarskyni eða öðrum til varnaðar.

Neinna skuldbindinga sem vátryggður kann að vera gerður ábyrgur fyrir skv. lögum um bætur til verkamanna, vegna atvinnusjúkdóms, atvinnuleysibóta eða öorkubóta eða svipuðum lögum.

Líkams- eða eignatjóns vegna flutninga, geymslu, meðhöndlunar, dreifingar, sölu eða ráðstöfun asbestefna, varnings eða vara sem innihalda asbestefni.

Tjón sem beint eða óbeint leiðir af bifreiða- og vélaíþróttum eða notkun vélhjóla, hvort sem vátryggður er ökumaður eða farþegi.

Bótaskyldu tryggðs sem beint eða óbeint rís af, á sér stað vegna eða er afleiðing styrjaldar, innrásar, athafna erlendra óvina, hernaðarátaka o.fl.

Líkams- eða eignatjón vegna vara sem vitað er að innihalda fjölklórað bífenýl eða sem innihalda afleidd fjölklóruð bífenýlefni eða sem í efnaiðnaði er almennt vitað að byggi á líkri formúlu eða virkni.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Vátryggðum ber að gæta þess vandlega að fyrirbyggja eftir megni slys.

Hvar gildir tryggingin?

Vátryggingin gildir á á ferðalögum erlendis í allt að 31 dag á 90 daga ferðatímabili. Nánari upplýsingar um gildissvið má finna í skilmála tryggingarinnar.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.

Tilkynna ber félaginu þegar í stað um slys eða hvers kyns önnur atvik sem kunna að leiða til kröfu á félagið.

Sjúkrareikningar skulu berast innan tólf mánaða frá vátryggingaratburði.

Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.

Gera þær ráðstafanir sem eru nauðsynlegar til að sanna að tjónsatburður hafi átt sér stað. T.d. skal hinn tryggði tilkynna viðeigandi yfirvöldum um þjófnað, rán eða innbrot og fá skýrslu þar um.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjald tryggingarinnar er innifalið í árgjaldi kortsins. Vátryggður greiðir því ekki sérstakt iðgjald til Varðar.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingin gildir út gildistíma kortsins.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Þar sem Landsbankinn er vátryggingartaki getur vátryggður, þ.e. korthafi, ekki sagt tryggingunni upp með hefðbundnum hætti.