Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.
Ferðatryggingin verndar korthafa fyrir fjárhagslegum skakkaföllum á ferðalögum. Í tryggingunni er innifalin ferðaslysatrygging sem tryggir vátryggða fyrir slysum á ferðalagi, sjúkratrygging, samfylgd í neyð, ferðarofstrygging, farangurs- og innkaupatrygging, farangurstafatrygging, ferðatafartrygging, tafir á leið á flugvöll, tafir vegna yfirbókunar, innkaupakaskó, mannránstrygging, forfallatrygging og ábyrgðartrygging. Bílaleigutrygging er einnig innifalin. Í Premium vildarviðskiptakortum gildir tryggingin einni fyrir allt að tvo viðskiptavini eða samtarfsfélaga korthafa í fylgd hans.
Varanlega læknisfræðilega örorku vegna slysa sem verða á ferðalagi, þó einungis ef örorka er metin 16% eða hærri.
Dánarbætur vegna slysa sem verða á ferðalagi.
Sjúkrakostnað á ferðalagi erlendis þ.m.t. læknis- og sérfræðikostnað, sjúkrahúsvist, lyfjakostnað ásamt kostnaði við sjúkraflutning og flutning jarðneskra leifa vátryggðs.
Nauðsynleg viðbótarútgjöld vegna heimferðar til Íslands eða dvalarlands ef vátryggður neyðist til að stytta dvöl sína utanlands vegna andláts, alvarlegs slyss eða skyndilegra veikinda náins ættingja vátryggðs.
Nauðsynleg viðbótarútgjöld vegna heimferðar til Íslands eða dvalarlands ef vátryggður neyðist til að stytta dvöl sína utanlands vegna verulegs eignartjóns á heimili vátryggðs eða í einkafyrirtæki hans.
Ferðakostnað sem greiddur er fyrirfram og ekki fæst endurgreiddur ef vátryggður kemst ekki í ferð vegna t.d. slyss, veikinda eða andláts.
Nauðsynlegan ferða- og dvalarkostnað vegna ættingja eða vinar vátryggðs, sem dvelst hjá eða fylgir vátryggðum heim samkvæmt læknisráði og í samráði við SOS INTERNATIONAL eða félagið, vegna alvarlegs slyss eða veikinda vátryggðs.
Hlutfallslega óafturkræfan ferðakostnaði, fyrir þann hluta ferðarinnar, sem vátryggður getur ekki notað, vegna þess að hann þarf að fara heim eða þarf að liggja á sjúkrahúsi vegna þess að hann hefur orðið alvarlega veikur eða orðið fyrir alvarlegu slysi.
Skriflegt læknisráð, samþykki félagsins og SOS INTERNATIONAL þarf að liggja fyrir.
Dagpeninga, kr. 4.800 á dag í allt að 30 daga ef vátryggður liggur á sjúkrahúsi erlendis vegna slyss eða veikinda á ferðalaginu.
Tjóns sem verður á einkamunum af völdum bruna, þjófnaðar, innbrots, ráns, skemmdarverka eða flutningsslyss.
Fái vátryggður farangur sinn ekki afhentan innan 8 klst. eftir að áfangastað er komið, vegna tafar eða rangrar afgreiðslu, greiðast bætur til kaupa á nauðsynjum fyrir hvern vátryggðan.
Fari svo að verkfallsaðferðir, óhagstæð veðurskilyrði eða vélarbilun valdi töfum á ferðum almenningsfarartækis og það leiði til seinkunar á komutíma vátryggðs til ákvörðunarstaðar, greiðast bætur eftir 12 klst. töf.
Bætur greiðast fyrir hvern vátryggðan 16 ára og eldri. Greitt til þriggja vátryggða að hámarki vegna hvers tjónsatburðar.
Bætur vegna tafa á ferð á leið á flugvöll þegar almenningssamgöngur falla niður eða seinkun almenningsfaratækis verður til þess að vátryggður missir af flugi eða þegar ökutæki sem vátryggður ferðast með verður óökufært
Ef vátryggður reynir að innrita sig í flug sem hann á pantað en er hafnað um sæti vegna yfirbókunar, greiðir félagið bætur.
Tjón á einkamunum sem greitt hefur verið með kreditkortinu.
Tjón sem eiga rætur að rekja til skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks.
Dagpeningar greiðast verði vátryggðum rænt á ferðalagi erlendis og haldið í gíslingu
Líkamstjón eða tjón eða skemmdir á munum er leiðir af bótaskyldri háttsemi vátryggðs.
Tjón sem verður á bílaleigubíl þar sem korthafi er skráður aðalökumaður (1 ökumaður) í eigu viðurkennds bílaleigufyrirtækis vegna eftirfarandi atvika:
a. Skemmda á ökutækinu sjálfu og eðlilegum aukahlutum þess af völdum eldingar, eldsvoða, sprenginga, árekstrar, áaksturs, veltu eða útafaksturs.
b. Vegna þjófnaðar og skemmdaverka á ökutækinu sjálfu.
Skaðabótakröfur sem kunna að falla á vátryggða, sem nafngreindir eru í bílaleigusamningi, ef krafan fer umfram vátryggingafjárhæð eða sjálfsábyrgð hennar lögbundnu tryggingar.
Bætur greiðast eingöngu leiði slysið til andláts eða varanlegrar örorku innan 24 mánaða frá slysdegi.
Látist vátryggður 18 ára eða yngri vegna afleiðinga slyss takmarkast bætur við 10% af hámarksfjárhæð dánarbóta.
Örorku og dánarbætur skerðast árlega um 10% eftir að vátryggður nær 60 ára aldri. Þó aldrei meira en 80%.
Kostnað vegna sjúkdóma, veikinda eða slysa sem vátryggður hefur þjáðst af eða notið læknishjálpar og/eða meðferðar á síðustu 6 mánuðum fyrir greiðslu staðfestingargjalds.
Kostnað sem greiddur er samkvæmt gagnkvæmum samningi sem Sjúkratrygging Íslands eru aðilar að.
Kostnað við meðferð eða eftirmeðferð á Íslandi eða í dvalarlandi.
Tjón sem rekja má til þess að vátryggður mátti vænta þess að fæða barn áður en heim kæmi eða ef heimkomudagur var eftir 32. viku meðgöngu.
Tjón sem rekja má til þess að vátryggður ferðast gegn ráðgjöf starfandi læknis eða í þeim tilgangi að leita læknismeðferðferðar erlendis.
Sjúkrareikninga sem berast eftir að tólf mánuðir eru liðnir frá vátryggingaratburði.
Félagið greiðir hvorki ónýttan hluta ferðakostnaðar né nýja utanlandsferð í stað þeirrar er rofin var.
Kostnað vegna hvers kyns veikinda eða sjúkdóma sem náinn ættingi þjáðist af, þegar staðfestingargjald var greitt.
Kostnað við heimferð, ef ekki liggur fyrir fram greiddur kostnaður við heimferð.
Forföll vegna hvers kyns veikinda og sjúkdóma, sem vátryggður þjáðist af og var í meðferð vegna, þegar staðfestingargjald var greitt.
Tjón sem stafa beint eða óbeint af tilskipunum stjórnvalda (nema þeim er varða skyldusóttkví).
Tjón sem stafa beint eða óbeint útgjöldum sem ferðaskrifstofu, gistihúsi eða flugfélagi ber að greiða.
Tjón sem stafa af því að vanrækt er að tilkynna ferðaskrifstofu eða þeim aðila sem útvegar flutningsfar eða gistingu að nauðsynlegt hafi reynst að fella ferð niður.
Tjón sem stafa af fjárhagserfiðleikum eða gjaldþroti ferðaskrifstofa og annarra slíkra aðila sem annast farþegaflutninga.
Ferð sem varir 5 daga eða skemur.
Fyrir fyrstu tvo dagana sem sjúkrahúsvistin varir.
Vegna barna yngri en 16 ára.
Tjón sem verður þegar vátryggður gleymir hlut, skilur eftir eða týnir honum.
Hærri upphæð en 160.000 kr. fyrir einstakan hlut.
Skemmdir sem hljótast af mölflugum, meindýrum, ástandi andrúmslofts, veðráttu eða eðlilegu sliti.
Skemmdir vegna vökva, matvæla eða annarra smitandi efna.
Tjón á frímerkjum, peningum og hvers kyns verðmætum.
Tjón vegna skemmda á töskum í vörslu flugfélags eða annars flutningsaðila.
Bætur vegna tafa á farangri þegar vátryggður er á heimleið.
Bætur ef töfin stafar af því að vátryggður hafi ákvarðað ferðatíma í tengiflugi þrengri en lágmark viðkomandi flugfélags/flugvallar kveða á um athugasemd er gerð um farbókun.
Ef töf stafar af því að vátryggður hafi ákvarðað ferðatíma í tengiflugi þrengri en lágmark viðkomandi flugfélags/flugvallar kveða á um og athugasemd er gerð um í farbókun.
Tafir sem stafa af verkfallsaðgerðum sem hafnar voru eða höfðu verið tilkynntar áður en staðfestingargjald var greitt.
Tafir sem stafa af fyrirmælum yfirvalda um stöðvun eða breytingu á opinberum samgöngum.
Kostnað sem er meiri en nauðsynlegur getur talist með hliðsjón af almenningssamgöngum sem bjóðast.
Tjón sem stafar af eðlilegu sliti, galla, rangri samsetningu eða innri bilunum, svo sem vélrænum bilunum.
Tjón af snöggum hita- og/eða rakabreytingum.
Hærri upphæð en kr. 160.000 fyrir einstakan hlut, par eða samstæðu.
Tjón vegna notkunar eða umráða vélknúinna ökutækja, ábyrgðar á dýrum sem tilheyra vátryggðum eða ábyrgðar vegna eignarhalds á landi og byggingum.
Tjón vegna notkunar skotvopna, fallhlífarstökks, svifflugs, svifdrekaflugs, loftbelgsflugs, skipulagðra íþrótta og atvinnu, sem talist getur lífshættuleg.
Tjón á hlutum í eigu þriðja aðila sem skemmast eða týnast á meðan þeir eru í vörslu vátryggðs.
Ef vátryggður hefur ekki réttindi til að aka ökutækinu eða hefur misst réttindi til að aka því.
Tjón vegna kappaksturs, aksturskeppni, reynsluaksturs eða æfinga fyrir slíkan akstur.
Akstur þar sem bannað er að aka ökutæki, akstur utan vega t.d. á túnum, engjum, á ís, yfir óbrúaðar ár eða læki eða um aðrar vegleysur.
Notkun ökutækis sem brýtur í bága við skilmála bílaleigusamnings og ákvæði skilmála.
Skemmdir vegna efnisgalla, hönnunargalla, smíðisgalla, viðgerðargalla eða bilunar ökutækisins.
Tjón vegna eðlilegs slits eða ófullnægjandi viðhalds bílaleigubílsins.
Beitingu eða notkun hvers kyns kjarnorkuvopna eða kjarnorkubúnaðar sem orsakað getur sprengingu, geislun, losun, dreifingu, sleppingu eða leka kjarnakleyfs efnis sem gefur frá sér geislavirkni og veldur varanlegri örorku eða dauða vátryggðs.
Beitingu eða notkun efnavopna sem orsakað getur losun, dreifingu, sleppingu, eða leka hvers kynefnasambands í föstu formi, fljótandi eða loftkenndu og veldur varanlegri örorku eða dauða vátryggðs.
Beitingu/notkun líffræðilegra vopna, sem orsakar losun, dreifingu, sleppingu eða leka hvers kyns sjúkdómsvaldandi örvera, lífrænt framleiddra eiturefna (að meðtöldum erfðabreyttum lífverum eða óþekktum eiturefnum) sem veldur varanlegri örorku eða dauða.
Stríði, innrás, hernaðarátökum, borgarastríði, uppreisn, byltingu, vopnaðri baráttu gegn stjórnvöldum, borgararóstum sem jafna má við uppreisn, valdatöku hers eða valdarán.
Tjón sem beint eða óbeint leiðir af bifreiða- og vélaíþróttum eða notkun vélhjóla, hvort sem vátryggður er ökumaður eða farþegi.
Tjón vegna slyss sem verður í keppni eða við æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers kyns íþróttum nema um sé að ræða börn yngri en 16 ára.
Tjón sem beint eða óbeint leiðir af flugi, öðru en farþegaflugi gegn gjaldi hjá skráðu flugfélagi með tilskilin leyfi.
Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.
Vátryggðum ber að gæta þess vandlega að fyrirbyggja eftir megni slys, meiðsl og sjúkleika.
Vátryggður skal loka gluggum og læsa híbýlum og öðrum stöðum þar sem hinir vátryggðu munir eru skildir eftir. Vátryggður skal ekki skilja við vátryggða muni eftirlitslausa á almannafæri.
Vátryggður skal sjá til þess að hinir vátryggðu munir séu í viðeigandi og fullnægjandi umbúðum til að þola flutning.
Vátryggður skal ávallt læsa ferðatöskum sínum þegar þær eru ekki í umsjá hans.
Vátryggður ber að halda persónulegum lausafjármunum sínum vel við og umgangast persónulega lausafjármuni sína með tryggilegum hætti.
Tryggingin gildir á á ferðalögum erlendis í allt að 90 samfellda ferðadaga. Sömuleiðis gildir hún á Íslandi hafi a.m.k. helmingur ferðarinnar verði greiddur með kortinu. Nánari upplýsingar um gildissvið má finna í skilmála tryggingarinnar.
Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.
Tilkynna ber félaginu þegar í stað um slys eða hvers kyns önnur atvik sem kunna að leiða til kröfu á félagið.
Sjúkrareikningar skulu berast innan tólf mánaða frá vátryggingaratburði.
Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.
Gera þær ráðstafanir sem eru nauðsynlegar til að sanna að tjónsatburður hafi átt sér stað. T.d. skal hinn tryggði tilkynna viðeigandi yfirvöldum um þjófnað, rán eða innbrot og fá skýrslu þar um.
Læsa húsum, herbergjum, híbýlum og öðrum stöðum þar sem verðmæti eru geymd.
Iðgjald tryggingarinnar er innifalið í árgjaldi kortsins. Vátryggður greiðir því ekki sérstakt iðgjald til Varðar.
Vátryggingin gildir út gildistíma kortsins.
Þar sem Landsbankinn er vátryggingartaki getur vátryggður, þ.e. korthafi, ekki sagt tryggingunni upp með hefðbundnum hætti.