Forfallatrygging

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini. 

Hvernig trygging er Forfallatrygging?

Forfallatrygging greiðir andvirði fyrirframgreiddrar ferðar ef vátryggður kemst ekki í ferðina og á ekki rétt á endurgreiðslu frá flugfélagi eða öðrum þriðja aðila. Vakin er athygli á því að ekki er hægt að kaupa trygginguna ef meira en 10 virkir dagar eru liðnir frá því að ferðin var keypt.

Tryggingin bætir

Ferðakostnað ef vátryggður kemst ekki í ferð vegna þess að hann eða honum nákomnir s.s. maki, barn eða foreldrar, verða fyrir alvarlegu slysi, skyndilegum veikindum, líkamsmeiðslum eða öðrum sambærilegum atburðum.

Ferðakostnað ef verulegt eignatjón verður á heimili vátryggðs eða í einkafyrirtæki sem gerir nærveru hans nauðsynlega.

Tryggingin bætir ekki

Ferðakostnað ef vátryggður kemst ekki í ferð vegna sjúkdóms sem voru til staðar áður en tryggingin var tekin.

Ferðakostnað ef vátryggður kemst ekki í ferð vegna niðurfellingar eða frestunar áætlunarferðar, verkfalls eða verkbanns.

Ferðakostnað ef vátryggður kemst ekki í ferð vegna skuldbindingar til flutningsaðila, ferðaskrifstofu, hótels eða leiguaðila, þegar engar greiðslur hafa farið fram.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Hvar gildir tryggingin?

Almennt gildir vátryggingin á Íslandi og á ferðalögum erlendis eftir því sem við á.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.

Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði. Ber vátryggðum þá að leggja fram vottorð læknis og farseðil og/eða reikning um innborgun á ferðakostnaði.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykktu tilboði og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.