Ferðatrygging

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini. 

Hvernig trygging er Ferðatrygging?

Ferðatrygging veitir víðtæka vernd á ferðalögum erlendis og tekur á öllum helstu bótaþáttum sem þörf er á. Tryggingin greiðir t.d. kostnað vegna slysa, veikinda eða andláts erlendis og innifelur einnig ferðarofs- og farangurstryggingu. Vakin er athygli á því að ferðatrygging getur verið innifalin í Heimilisvernd Varðar. Ferðatryggingar geta einnig verið innifaldar í flestum greiðslukortum en sú vernd er mismunandi víðtæk og getur verið háð skilyrðum. Ferðatryggingar sem eru hluti af greiðslukorta- eða heimilistryggingum gilda í flestum tilvikum einungis í 60-90 daga.

Tryggingin bætir
Ferðaslysatrygging

Tímabundinn missis starfsorku vegna slysa sem verða á ferðalagi.

Varanlega læknisfræðilega örorku vegna slysa sem verða á ferðalagi.

Dánarbætur vegna slysa sem verða á ferðalagi.

Bætur vegna tannbrots sem rekja má til slyss á ferðalagi.

Sjúkrakostnað, t.d. kostnað vegna sjúkrahúsvistar og lyfjakostnað.

Aukinn kostnað, t.d. aukakostnað náins ættingja ef vátryggður slasast, veikist alvarlega eða deyr á ferðalagi.

Sjúkraflutning, t.d. aukasæti sem vátryggður þarf að kaupa á heimferð ef hann hefur slasast eða veikst erlendis.

Nauðsynleg viðbótarútgjöld vegna heimferðar til Íslands ef vátryggður neyðist til að rjúfa utanlandsdvöl vegna andláts, alvarlegs slyss eða skyndilegra og alvarlegra veikinda tiltekinna náinna ættingja.

Endurgreiðslu orlofsferðar ef vátryggður neyðist til að rjúfa ferð áður en hún er hálfnuð eða hann hafi dvalið á sjúkrahúsi a.m.k. hálfan ferðatímann.

Farangurstrygging

Tjón á farangri af völdum bruna, ráns, flutningaslyss svo og ef farangur týnist í flutningi.

Tryggingin bætir ekki
Ferðaslysatrygging

Slys sem verða í keppni eða við æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum. Undanþága þessi á þó ekki við börn yngri en 16 ára.

Slys sem verða í hnefaleikum, hvers konar glímu- og bardagaíþróttum, akstursíþróttum, bjargsigi, fjallaklifri, froskköfun, fallhlífarstökki, teygjustökki, drekaflugi og svifflugi.

Slys sem verða í landkönnunarferðum, við dýraveiðar sem fela í sér sérstaka áhættu sem er meira en almennt getur talist eða í ferðum sem geta talist rannsóknaleiðangrar eða annað því tengt nema það sé sérstaklega tryggt og tilgreint á skírteini.

Slys af völdum skráningarskylds vélknúins ökutækis.

Slys sem vátryggður verður fyrir í handalögmáli eða við þátttöku í refsiverðum verknaði.

Slys sem beint eða óbeint orsakast af sjóndepru, heyrnardeyfð, lömun, bæklun, flogaveiki, krampa, slagi, sykursýki eða öðrum alvarlegum sjúkdómum og/eða sjúkdómseinkennum.

Brjósklos, þursabit, liðagigt, slitgigt eða aðra gigtarsjúkdóma.

Dánarbætur ef sjúkdómar, veiklun eða sjúklegt ástand vátryggðs eru meðorsakir dauða hans.

Slys sem verða í keppni eða við æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum.

Slys sem verða við að klífa fjall, í bjargsigi, hnefaleikum, hvers konar glímu, bifreiða- og vélhjólaíþróttum, drekaflugi, fallhlífarstökki, froskköfun og öðru sambærilegu.

Slys sem verða í svifflugi, listflugi, við þátttöku í landkönnunarferðum, villidýraveiðum eða í ferðum, sem talist geta rannsóknarleiðangrar.

Slys sem vátryggður verður fyrir í handalögmáli, við þátttöku í refsiverðum verknaði, undir áhrifum deyfi- og eiturlyfja eða í ölæði, nema sannað sé að ekkert samband hafi verið milli ástands þessa og slyssins.

Slys vegna ljósabaða, læknismeðferðar, skurðaðgerðar eða lyfjanotkunar, nema meðferðin sé að læknisráði vegna bótaskylds slyss.

Slys sem orsakast af nautnalyfjum eða af notkun læknislyfja, nema það sé að læknisráði vegna bótaskylds slyss. Slys vegna kvalastillandi lyfja eða svefnlyfja eru alltaf undanskilin bótaábyrgð félagsins.

Sjúkdóma vegna fæðinga eða fóstureyðinga eða sem verða á 9. mánuði meðgöngutíma.

Sjúkdóma eða slys sem eiga rót sína að rekja til neyslu áfengis, ávana- eða fíknilyfja.

Langvinna sjúkdóma vegna slyss, sem vátryggður hefur notið læknishjálpar við á síðustu 12 mánuðum fyrir upphaf ferðar.

Áframhaldandi meðferð, ef vátryggður neitar að láta flytja sig heim, þrátt fyrir ráð læknis.

Læknismeðferð erlendis lengur en í þrjá mánuði.

Lyf án læknisráðs, gervilimi og gervitennur, gleraugu, snertisjóngler, heyrnartæki o.s.frv.

Farangurstrygging

Peninga, farmiða, ferðatékka, skuldabréf né önnur verðbréf.

Brothætta hluti.

Rispur, beyglur, mar eða núning sem rýra ekki notagildi munanna.

Skemmdir á ferðatöskum.

Tjón vegna eðlilegs slits eða galla eða tjón á munum sem rifna eða skemmast í notkun.

Þjófnað á munum sem er stolið úr ólæstum híbýlum eða geymslum og þjófnað á hlutum sem skildir eru eftir, gleymast eða týnast á almannafæri.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Vátryggður skal gæta farangurs síns vel og gera nauðsynlegar ráðstafanir, eftir því sem við verður komið til að koma í veg fyrir tjón.

Hvar gildir tryggingin?

Vátryggingin gildir á ferðalagi erlendis fyrir almenna ferðamenn og námsmenn. Stundi vátryggður einhverja atvinnu erlendis er unnt að innifela það í vátryggingunni með áritun á vátryggingarskírteinið og greiðslu viðbótariðgjalds. Nánari upplýsingar um gildissvið má finna í skilmála tryggingarinnar.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.

Verði slys ber hinum slasaða að leita til læknis strax og gangast undir nauðsynlegar læknisaðgerðir og fara að fyrirmælum læknis.

Skemmist farangur eða týnist í flugi eða á meðan farangur er í vörslu flugfélags, er tjónþola skylt að tilkynna skemmdirnar/tapið strax við lendingu, eða innan 7 daga til afgreiðslu flugfélagsins á þar til gert eyðublað (P.I.R. – skýrslu).

Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða áður en tryggingin tekur gildi. Hægt er að greiða með kreditkorti eða millifærslu.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingin tekur gildi við samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar. Ferðatrygging gildir fyrir það tímabil sem tilgreint er á skírteini. Tryggingin er skammtímatrygging og endurnýjast ekki, nema um það sé sérstaklega samið.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.