Mannvirkjatrygging

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á tryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um tryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt tryggingarskírteini.

Hvernig trygging er Mannvirkjatrygging?

Mannvirkjatrygging er ætluð byggingarverktökum og tekur til húseigna eða húseignahluta í smíðum. Tryggingunni er ætlað að bæta það tjón sem orðið getur á húseigninni á byggingartímanum. 

Tryggingin bætir

Tjón af völdum eldsvoða, sótfalls eldingar eða sprengingar.

Tjón vegna vatns, svo sem af völdum skyndilegs og óvænts leka úr vatnsleiðslu, hitakerfi eða frárennslislögnum hússins.

Tjón af völdum hruns eða sigs.

Tjón af völdum óveðurs þegar vindhraði fer yfir 28,5 m/s.

Tjón vegna innbrots, þjófnaðar eða skemmdarverks á byggingarstað.

Tjón á gleri ef það brotnar en eingöngu eftir ísetningu.

Tryggingin bætir ekki

Tjón af eldi sem ekki verður talinn eldsvoði t.d. sviði og tjón sem orsakast af skammhlaupi.

Þjófnað á verðmætum sem geymd eru undir berum himni eða á stað sem óviðkomandi á greiðan aðgang að.

Tjón sem verður þegar unnið er með sprengiefni á verkstað.

Tjón á gleri sem rispast eða flísast úr, tjón vegna móðu á milli glerja, tjón á gleri af völdum þenslu eða ófullnægjandi viðhaldi ramma eða lista, glertjón sem stafar af byggingarframkvæmdum eða viðgerð utanhúss eða tjón af völdum brots á gleri.

Afleidd tjón af hvaða orsökum sem er.

Tjón vegna notkunar á röngu eða gölluðu efni.

Tjón vegna rangrar og/eða ófullkominnar hönnunar og/eða útreikninga.

Tjón af völdum skráningarskyldra ökutækja.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Tryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Tryggðum er skylt að halda tryggðum hlutum vel við og fylgja leiðbeiningum og notkunarreglum frá seljanda.

Tryggðum ber að sjá um að allur umbúnaður á tryggingarstað sé í fyllsta samræmi við fyrirmæli í gildandi lögum og reglugerðum, allt eftir því sem á við á hverjum stað.

Hvar gildir tryggingin?

Tryggingin gildir aðeins á þeim stað sem tilgreindur er á tryggingarskírteini.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni.

Tilkynna tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst tryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Tryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu.