Ylræktartrygging

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.

Hvernig trygging er Ylræktartrygging?

Ylræktartrygging er trygging ætluð þeim sé leggja stund á hefðbundna yltræktarstarfsemi í gróðurhúsum. Tryggingin tekur til ræktunarafurða í gróðurhúsi en tryggingin nær ekki til annarra lausafjármuna eða fasteigna.

Tryggingin bætir

Tjón af völdum eldsvoða, eldinga eða sprenginga.

Tjón af völdum vatns, gufu og olíu sem óvænt og skyndilegt streymi úr leiðslum gróðurhússins og á upptök innan veggja hússins.

Tjón af völdum innbrots.

Tjón á ræktun af völdum óveðurs.

Tjón vegna skyndilegs snjóþunga sem sligað hefur þak eða veggi gróðurhússins.

Tjón á ræktun af völdum breytingar á hitastigi, sem orsakast af bilun í tæknibúnaði, rafmagnsbúnaði, hitakerfum og vatnsleiðslum.

Tryggingin bætir ekki

Tjón sem verður við vinnu með sprengiefni við verklegar framkvæmdir.

Tjón vegna utanaðkomandi vatns, svo sem grunnvatns, úrkomu flóða eða vatns frá þakrennum eða frárennslisleiðslum þeirra.

Tjón vegna vatns sem þrýstist upp úr skolp- eða frárennslisleiðslum, eða ef skolpleiðslur geta skyndilega ekki flutt allt það vatn sem að berst, þó með þeirri undantekningu ef leiðsla stíflast eða springur innanhúss.

Tjón sem verður vegna innbrota eða tilrauna til þeirra af hendi heimilisfólks eða starfsfólks vátryggingartaka eða þegar þessir aðilar eru meðvaldir að innbroti eða tilraun til þess.

Tjón sem rekja má til afleiðinga byggingargalla.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggður skal sjá til þess að munir séu ekki settir í hættu frá eldi eða hita.

Vátryggðum ber að sjá um að allur umbúnaður á vátryggingarstað sé í samræmi við fyrirmæli í gildandi lögum og reglugerðum.

Vátryggður skal sjá til þess að lokað sé fyrir vatnaðstreymi í óupphituðu húsi þegar hætta er á frosti.

Vátryggður skal sjá til þess að niðurföll séu í lagi með því að hreinsa frá þeim og fyrirbyggja söfnun yfirborðsvatns.

Vátryggður skal sjá til þess að gróðurhús séu alltaf læst þegar þau eru yfirgefin.

Vátryggður skal sjá til þess að gróðurhús séu í fyllsta samræmi við fyrirmæli í gildandi lögum.

Hvar gildir tryggingin?

Vátryggingin gildir á þeim stað sem tilgreindur er í vátryggingarskírteini eða endurnýjunarkvittun.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni, um sjálfan sig eða hið vátryggða ökutæki.

Félaginu er heimilt að skoða hið vátryggða og umbúnað þess þegar félagið óskar.

Tilkynna tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingatímabilinu. Segja verður tryggingunni upp með skriflegri tilkynningu til Varðar eða öðrum sannanlegum hætti.