Ylræktartrygging

Í skilmálanum merkir hugtakið “félagið” Vörð tryggingar hf. Um vátrygginguna gilda vátryggingaskírteinið ásamt áritun og sérskilmálum, skilmálar þessir, almennir skilmálar félagsins nr. AS-1 og ákvæði laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. Ákvæði í almennum skilmálum ganga framar ákvæðum þessara skilmála ef ekki er fullt samræmi þar á milli.