Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.
Rekstrarstöðvunartrygging er ætluð atvinnurekendum og fyrirtækjum. Hún er viðbót við lausafjártryggingu og bætir rekstrartjón sem getur orðið vegna samdráttar í vörusölu eða þjónustu í kjölfar tjóns sem bótaskylt er úr lausafjártryggingunni. Ef brunatrygging er einungis í gildi nær rekstrarstöðvunartryggingin aðeins til rekstrarstöðvunar vegna bruna.
Rekstrartjón af völdum bruna, vatnstjóns eða innbrotsþjófnaðar.
Tjón vegna aukakostnaðar sem fellur til meðan atvinnuhúsnæði er ekki nothæft sökum tjóns á tryggðu lausafé eða hýsi sem lausafé er geymt í.
Sannanlegan og óhjákvæmilegan aukakostnað sem vátryggður verður fyrir ef atvinnuhúsnæði hans verður ónothæft sökum bótaskylds tjóns í bruna-, innbrots- eða vatnstjónstryggingu lausafjár.
Aukið rekstrartjón vegna verkfalls, verkbanns, vélarbilunar eða þess að töf verður á því að hefja reksturinn aftur sökum endurbóta, stækkunar, fyrirmæla hins opinbera eða þess háttar.
Aukið rekstrartjón vegna verkfalls, verkbanns, vélarbilunar eða þess að töf verður á því að hefja reksturinn aftur sökum endurbóta, stækkunar, fyrirmæla hins opinbera eða þess háttar.
Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.
Vátryggðum er skylt að hafa samvinnu við félagið um ráðstafanir til að koma í veg fyrir rekstrartap eða draga úr því.
Vátryggðum ber að sjá um að umbúnaður á vátryggingarstað sé í fyllsta samræmi við reglur í gildandi lögum og reglugerðum á hverjum tíma, eftir því sem við á.
Vátryggðum ber að fara eftir fyrirmælum eða athugasemdum frá opinberum eftirlitsstofnunum svo sem Mannvirkjastofnum og Neytendastofu.
Dyr og aðrir inngangar skulu vera tryggilega læstir og gluggar lokaðir og kræktir aftur þegar geymslustaður er mannlaus.
Í óupphituðu húsnæði skal lokað fyrir vatnsaðstreymi, vatnslagnir ásamt viðfestum tækjum skulu tæmd af vatni þegar hætta er á frosti.
Vörubirgðir í kjöllurum skulu geymdar á vörugrind eða palli og ennfremur verður að vera niðurfall í geymslurýminu.
Tryggingin gildir aðeins á þeim stað sem tilgreindur er á vátryggingarskírteini.
Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni.
Tilkynna tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.
Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.
Tryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.
Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu.