Leigutrygging Leiguskjóls

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini. 

Hvernig trygging er Leigutrygging Leiguskjóls?

Leigutrygging er hópvátrygging ætluð leigusölum í tiltekinni þjónustuleið hjá Leiguskjóli og bætir tjón sem leigjandi veldur á leiguhúsnæði.

Hvað er bætt?

Tjón á leigðu húsnæði sem leigutaki ber ábyrgð á við skil þess og er umfram eðlileg not á hinni leigðu eign.

Tjón á leigðu húsnæði sem leigutaki ber ábyrgð á við skil þess og rakið er til athafnar eða athafnaleysis leigutaka.

Hvað er ekki bætt?

Tryggingin bætir ekki tjón sem verða á fyrstu 15 dögum leigutímabils.

Tryggingin bætir ekki tjón sem verður á innbúi í eigu vátryggðs í hinu leigða húsnæði.

Tryggingin bætir ekki tjón sem verða á hinu leigða húsnæði og bótaskylt er úr öðrum almennum húseigendatryggingum.

Tryggingin bætir ekki tjón sem verður á innbúi í eigu leigusala eða í hinu leigða húsnæði.

Tryggingin bætir ekki tjón sem tilkynnt er meira en fjórum vikum eftir skil hins leigða húsnæðis.

Tryggingin bætir ekki skemmdir sem verða vegna skorts á eðlilegu viðhaldi á eigninni og vátryggður leigusali ber ábyrgð á.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Leigusali skal ekki samþykkja framleigu hins leigða húsnæðis nema að fengnu skriflegu samþykki Leiguskjóls.

Leigusali ber ábyrgð á eðlilegu viðhaldi hins leigða húsnæðis.

Leigusala ber skylda að senda greiðslukröfur fyrir húsaleigu með sannanlegum og öruggum hætti.

Leigusala er skylt að viðhalda leiguhæfu ástandi hins leigða í samræmi við ákvæði IV.kafla húsaleigulaga og ákvæði húsaleigusamnings

Leigusala ber að halda saman gögnum um leigusamninginn sem vátryggingin tekur til, s.s. gögnum um húsaleigugreiðslur og myndir af hinu leigða húsnæði framvísa þeim til Leiguskjóls sé þess krafist.

Myndir af hinu leigða fyrir upphaf leigutíma eru skilyrði til þess að hægt sé að sýna fram og og sanna tjón.

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Vátryggðum ber að kynna sér skilmála tryggingarinnar.

Hvar gildir tryggingin?

Tryggingin gildir aðeins fyrir húsaleigusamninga sem gerðir eru vegna fasteigna á Íslandi.

Hverjar eru skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni.

Tilkynna Verði um allar breytingar á hinu vátryggða.

Tilkynna tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan fjögurra vikna eftir skil á leiguhúsnæðinu.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Greiða skal fyrsta gjalddaga þegar vátryggingin gengur í gildi. Leiguskjól sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingin gildir fyrir það tímabil sem tilgreint er í vátryggingarskírteini. Sé tryggingunni ekki sagt á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa nema annað hvort vátryggingartaki hafi sagt tryggingunni upp innan mánaðar frá því að félagið sendi tilkynningu um gjalddaga hins nýja tímabil eða bætur hafa verið greiddar sem nema vátryggingarfjárhæð.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.