Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.
Heimilisvernd 2 er grunntrygging fjölskyldunnar og hentar vel einstaklingum og fjölskyldum sem eru að hefja búskap eða minnka við sig. Hún bætir tjón á innbúi heimilis og öðrum persónulegum munum, og slys á fjölskyldumeðlimum í frítíma, við heimilisstörf eða við nám. Heimilisverndin inniheldur einnig ábyrgðartryggingu, og fyrir þá sem vilja; ferða- og forfallatryggingar og sjúkrahúslegutryggingu, svo dæmi séu tekin.
Tjón vegna eldsvoða eða sprengingar, svo og skyndilegs sótfalls frá kynditækjum.
Skemmdir af völdum vatns, olíu eða annars vökva sem skyndilega og óvænt streymir úr leiðslum hússins þó ekki niðurföllum eða þakrennum.
Tjón vegna innbrots í læst húsnæði eða bifreið. Ólæst húsnæði í ákveðnum tilfellum, sjá nánar skilmála.
Tjón vegna yfirborðsvatns, vegna skyndilegs úrhellis eða asahláku.
Þjófnaðar á reiðhjóli, rafmagnshjóli, léttu bifhjóli í flokki I, skv. skilgreiningu umferðarlaga, barnavagni og barnakerru.
Þjófnaðar úr grunnskóla, þó ekki peninga, verðbréf, skartgripi, handrit, frumteikningar, mynt- og frímerkjasöfn.
Skaðabætur hafi vátryggður bakað sér skaðabótaábyrgð og sá sem verður fyrir tjóni ekki meðsekur eða meðábyrgur.
Kostnað sem vátryggður verður fyrir ef skaðabótakrafa er gerð á hendur honum.
Bætir tjón sem barn vátryggðs, yngra en 10 ára veldur, án tillits til skaðabótaskyldu.
Ef kort tapast og óviðkomandi notar það með sviksamlegum hætti. Skilyrði að tilkynna hvarfið tafarlaust.
Ágreining sem snertir vátryggðan sem einstakling og kemur til úrlausnar dómstóla og er til lykta leitt með dómi, úrskurði eða dómsátt.
Kostnað sem hlýst af endurupptöku mála.
Slys sem verða við almenna íþróttaiðkun.
Tannbrot vegna slysa.
Dánarbætur vegna slyss.
Tímabundinn missi starfsorku 50% eða meira.
Varanlega læknisfræðilega örorku.
Kostnað vegna læknisvottorða og örorkumats.
Dagpeninga ef viðkomandi er á aldrinum 16-67 ára.
Tjón af völdum skyndilegra og ófyrirsjáanlegra atburða, sem ekki eru bótaskyld skv. hefðbundinni innbústryggingu.
Óhjákvæmilegan kostnað sem hlýst af því að vátryggður slasast, veikist eða deyr á ferðalagi erlendis s.s. sjúkrahúskostnað eða viðbótarkostnað vegna veikinda s.s. hótelkostnað.
Heimferðarkostnað, s.s. sjúkraflutningakostnað að læknisráði, breytingar á flugi og/eða sjúkraflug.
Viðbótarkostnað vegna heimferðar til Íslands vegna alvarlegra veikinda eða andláts nánustu ættingja.
Flutning á látnum einstakling.
Tjón á hinu vátryggða af völdum bruna, ráns, flutningaslyss svo og ef hið vátryggða týnist í flutningi.
Tjón á hinu vátryggða vegna innbrotsþjófnaðar úr læstum híbýlum, bifreiðum og bátum.
Tjón vegna tafa á afhendingu farangurs í áætlunar- eða leiguflugi í ferð sem varir allt að 92 samfellda daga.
Tjón vegna kaupa á nauðsynjum fyrir hvern vátryggðan 16 ára og eldri ef þeir fá ekki afhentan farangurinn innan 8 klst.
Tjón vegna kaupa á nauðsynjum fyrir börn vátryggingartaka yngri en 16 ára ef þau ferðast án samfylgdar forráðamanns.
Fyrirframgreiddan óafturkræfan ferðakostnað, allt að vátryggingarfjárhæð, vegna ferðar sem vátryggður kemst ekki í vegna t.d. slyss, veikinda, eða sóttkví sem staðfest er með læknisvottorði
Forföll þegar vátryggður kemst ekki í ferð vegna alvarlegs slyss eða skyndileg veikindi maka, barna, barnabarna eða annarra tendra aðila.
Þegar vátryggður kemst ekki í ferð vegna verulegs eignatjóns á heimili vátryggðs eða í einkafyrirtæki hans.
Forföll vegna röskunar sem leiðir til a.m.k. 12 klukkustunda tafar á brottför almenningsfarartækis hins vátryggða á útleið samkvæmt ferðaáætlun.
Forföll vegna andláts hins vátryggða, maka, barna eða annarra náinna tengdra aðila.
Tjón á dýrum.
Tjón á vélknúnum ökutækjum, hjólhýsum og tjaldvögnum.
Tjón á vörum sem ætlaðar eru til sölu.
Tjón vegna vinnu með sprengiefni við verklegar framkvæmdir.
Tjón vegna utanaðkomandi vatns, s.s. grunnvatns, úrkomu, flóða eða vatns frá þakrennum.
Tjón á innbúi vegna búferlaflutninga.
Tjón sem vátryggðir valda hverjir öðrum.
Tjón á munum sem vátryggður hefur að láni, til leigu eða geymslu.
Tjón sem verður vegna atvinnu, hvort sem um er að ræða eigin atvinnurekstur eða atvinnu í þjónustu annarra.
Ef óviðkomandi kemst yfir pin númer kortsins og notar kortið til úttektar.
Mál sem varða hjónaskilnað eða sambúðarslit.
Mál sem varða forræði barna eða umgengnisrétt.
Mál sem eru í tengslum við atvinnu eða embætti vátryggðs.
Mál sem varðar fjárhagslegar ráðstafanir sem eru óvenjulegar eða óvenju umfangsmiklar fyrir einstakling.
Mál sem vátryggður gengur í ábyrgð fyrir annan.
Slys sem verða við vinnu eða til og frá vinnu.
Slysa sem verða í akstursíþróttum.
Slys í áhættuíþróttum, svo sem teygjustökki, bjargsigi, kletta,-fjalla,- og ísklifri.
Slys sem verða við fjallgöngu af hvaða tegund sem er ef hæð er meiri en 4.000 metrar frá sjávarmáli.
Slysa sem verða á 16 ára og eldri í hnefaleikum, bardaga- glímu eða sjálfsvarnaríþróttum.
Slys sem verða á 16 ára og eldri við keppni eða æfingar fyrir keppni.
Slys sem verða vegna neyslu áfengis, fíkniefna eða annarra nautnalyfja.
Brjósklos, þursabit, liðagigt, slitgigt eða aðra gigtarsjúkdóma.
Hlut sem týnist, gleymist eða er skilinn eftir á almannafæri.
Tjón af völdum eðlilegs slits, ófullnægjandi viðhalds eða framleiðslugalla.
Tjon vegna þjófnaðar.
Tjón af völdum dýra.
Sjúkrakostnað sem verður á 9. mánuði meðgöngutíma, fæðingar eða fóstureyðingar.
Sjúkrakostnað vegna áframhaldandi sjúkrakostnaðar.
Lyfjakostnað vegna lyfja sem vátryggður notar reglulega áður en ferð hófst.
Peninga, farmiða, ferðatékka, ávísanir, skuldabréf né önnur verðbréf.
Brothætta hluti.
Skemmdir sem hljótast af mölflögum, meindýrum, ástandi andrúmslofts, veðráttu eða eðlilegu sliti.
Reiðhjól sem geymd eru utandyra.
Skemmdir á ferðatöskum.
Verði tafir á farangri á heimleið til Íslands.
Ef tímamörk fyrir tengilflug er þrengra en lágmark viðkomandi flugfélags/flugvallar.
Forföll vegna hvers kyns veikinda eða sjúkdóma sem voru til staðar áður en vátryggingin var tekin eða þegar staðfestingargjald var greitt.
Forföll sem verða vegna sjúkdóma sem verða á 9. mánuði meðgöngu.
Forföll vegna meiðsla sem menn valda sér sjálfir eða tjón sem vátryggður hefur sjálfur stofnað sér í hættu að nauðsynjalausu.
Útgjöld sem ferðaskrifstofa, flugfélag eða gistihús ber að greiða.
Tjón sem stafar af því að vátryggður vanrækir að tilkynna ferðasala eða flugfélagi að nauðsynlegt hafi reynst að hætta við ferð.
Tjón sem stafar af fjárhagserfiðleikum eða gjaldþroti ferðaskrifstofu og annarra slíkra aðila sem annast farþegaflutninga.
Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.
Vátryggðum ber að sjá til þess í óupphituðum húsum að lokað sé fyrir vatnsstreymi og vatnslagnir og viðfest tæki séu tæmd af vatni þegar hætta er á frosti.
Vátryggðum er skylt, að svo miklu leyti sem það er á hans valdi, að hafa niðurföll í lagi með því að hreinsa úr þeim aur eða klaka.
Læsa ber tryggilega íbúðarhúsnæði, bílum og öðrum stöðum sem vátryggingin nær til. Einnig skal loka gluggum og krækja aftur og ganga þannig frá að óviðkomandi eigi ekki greiðan aðgang að verðmætum.
Viðhafa skal eðlilega aðgát við frágang á íbúðarhúsnæði. Það telst t.d. ekki eðlileg aðgát, ef skilið er við ólæsta íbúð mannlausa.
Ekki skal skilja við hina vátryggðu muni eftirlitslausa á almannafæri.
Vátryggður skal sjá til þess að notkun tækja sé í samræmi við notkunarleiðbeiningar.
Fleiri varúðarreglur má finna í skilmálum.
Mismunandi eftir því hvaða þáttur tryggingarinnar er undir. Almennt gildir vátryggingin á Íslandi og á ferðalögum erlendis eftir því sem við á, í allt að 92 daga frá brottfarardegi frá Íslandi. Slysatryggingin í frítíma gildir hvar sem er í heiminum og gildir einnig fyrir námsmenn erlendis í allt að 9 mánuði frá brottfarardegi frá Íslandi. Nánari upplýsingar um gildissvið má finna í skilmála tryggingarinnar.
Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.
Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.
Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.
Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.
Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa. Tryggingin gildir þó ekki lengur en til 75 ára aldurs vátryggðs.
Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.