Húseigendatrygging atvinnurekstrar

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.

Hvernig trygging er  Húseigendatrygging atvinnurekstrar?

Húseigendatrygging atvinnurekstrar veitir vernd gagnvart ýmsum tjónum á atvinnuhúsnæði öðrum en brunatjónum. Því til viðbótar inniheldur hún ábyrgðartryggingu.

Tryggingin bætir
Húseigendatrygging

Skyndilegan og óvæntan leka úr vatnsleiðslum, hitakerfi eða frárennslislögnum.

Tjón sem verður ef vatn streymir óvænt úr heimilistækjum s.s. kæliskápum og hreinlætistækjum vegna mistaka eða bilana.

Tjón sem verður ef yfirborðsvatn sem orsakast af úrhelli eða asahláku verður svo mikið að frárennslisleiðslur ná ekki að flytja það frá.

Tjón á húseign af völdum innbrots eða innbrotstilraunar.

Tjón sem verður á gleri eftir ísetningu.

Tjóns sem verður vegna skyndilegs sótfalls frá eldstæðum og viðurkenndum kynditækjum.

Tjón vegna skyndilegs snjóþunga sem sligað hefur þak eða veggi fasteignar.

Skemmdir á húseign sem er bein afleiðing af óveðri eða roki þegar vindhraði fer yfir 28,5 m/s.

Húsaleigu hafi húseign vátryggðs skemmst af bótaskyldum tjónsatburði.

Brot á helluborði.

Brot á fasttengdum heimilistækjum, sem rekja má til óvæntra og skyndilegra utanaðkomandi atburða.

Ábyrgðartrygging húseiganda

Bætur gegn skaðabótaskyldu sem getur fallið á húseiganda vegna húseignarinnar samkvæmt íslenskum lögum eða réttarvenjum.

Tryggingin bætir ekki
Húseigendatrygging

Tjón vegna utanaðkomandi vatns frá t.d. þakrennum, svölum eða frárennslisleiðslum.

Tjón vegna grunnlagna sem eru missignar, morknar eða hafa á annan hátt hrörnað af notkun eða ónógri undirbyggingu.

Tjón vegna sigs á grunni húseignarinnar, s.s. vegna útskolunar á jarðvegi.

Tjón á loftnetum, fánastöngum, girðingum eða gróðri.

Tjón á gleri sem rispast eða flísast úr.

Tjón á gleri sem verður við móðu á milli glerja.

Tjón á gleri sem verður vegna þenslu, vindings eða ófullnægjandi viðhaldi ramma eða lista.

Tjón sem er bótaskylt úr brunatryggingu húseignarinnar.

Tjón sem fjölskylda húseiganda verður fyrir.

Tjón sem verður vegna atvinnu húseiganda, hvort sem um er að ræða eigin atvinnurekstur eða vinnu í þjónustu annarra.

Tjón á munum sem vátryggður hefur til afnota eða geymslu.

Tjón af völdum eldsvoða, vatns vegna slökkvistarfs, reyks, sóts eða sprengingar.

Ábyrgðartrygging húseiganda

Tjón sem verður vegna atvinnu húseiganda, hvort sem um er að ræða eigin atvinnurekstur eða vinnu í þjónustu annarra.

Tjón á munum sem vátryggður hefur til afnota eða geymslu.

Tjón af völdum eldsvoða, vatns vegna slökkvistarfs, reyks, sóts eða sprengingar.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Húseiganda ber að sjá til þess að í óupphituðu húsnæði sé lokað fyrir vatnsstreymi og vatnslagnir og jafnframt að viðfest tæki séu tæmd af vatni þegar hætta er á frosti.

Húseiganda, er skylt, að svo miklu leyti sem það er á hans valdi, að hafa niðurföll í lagi með því að hreinsa úr þeim aur eða klaka.

Húseiganda, ber að sjá til þess að vátryggðri húseign sé alltaf læst og öllum gluggum lokað.

Hvar gildir tryggingin?

Tryggingin gildir aðeins vegna húseigna á Íslandi.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni.

Veita Verði, ef nauðsyn krefur, aðgang að hinni vátryggðu húseign til þess að skoða hana og umbúnað hennar.

Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.