Húsbyggjandatrygging

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini. 

Hvernig trygging er Húsbyggjandatrygging? 

Húsbyggjandatryggingin veitir víðtæka og alhliða vernd fyrir þá sem eru með hús í smíðum og hafa ráðið byggingarstjóra og/eða ábyrga verktaka til að annast byggingarframkvæmdir. Hún tekur til húseigna eða húseignahluta í smíðum og bætur tjón á byggingarefni, verkfærum, vinnupöllum og vinnuskúrum á byggingarstað. Tryggingin inniheldur einnig ábyrgðartryggingu og slysatryggingu. Hún bætir þó ekki tjón á munum sem eru í eigu annarra en eiganda húseignarinnar, svo sem verktaka eða iðnmeistara.

Tryggingin bætir
Vátrygging á húsi í smíðum

Tjón af völdum eldsvoða, sótfalls eldingar eða sprengingar.

Tjón vegna vatns, svo sem af völdum skyndilegs og óvænts leka úr vatnsleiðslu, hitakerfi eða frárennslislögn um hús.

Tjón af völdum hruns eða sigs.

Tjón af völdum óveðurs þegar vindhraði fer yfir 28,5 m/s.

Tjón vegna innbrots, ráns eða skemmdarverks á byggingarstað.

Tjón á gleri ef það brotnar en eingöngu eftir ísetningu.

Ábyrgðartrygging húseiganda

Tekur til skaðabótaábyrgðar sem fellur á vátryggðan sem eiganda hinnar vátryggðu húseignar, ef skaðabótaábyrgðin er bein afleiðing af tjóni á mönnum eða munum

Slysatrygging

Slys sem verða á byggingarstað, á beinni leið milli heimilis og byggingarstaðar og við störf beinlínis tengd byggingarframkvæmdinni.

Undir trygginguna falla vátryggingartaki og fjölskylda hans, svo og aðrir, sem um stundarsakir vinna við bygginguna launalaust og eru ekki verktakar, byggingarstjóri, iðnmeistarar eða starfsmenn þeirra.

Tryggingin bætir ekki
Vátrygging á húsi í smíðum

Tjón af eldi sem ekki verður talinn eldsvoði t.d. sviði og tjón sem orsakast af skammhlaupi.

Þjófnað á verðmætum sem geymd eru undir berum himni eða á stað sem óviðkomandi á greiðan aðgang að.

Tjón sem verður þegar unnið er með sprengiefni á verkstað.

Tjón á gleri sem rispast eða flísast úr, tjón vegna móðu á milli glerja, tjón á gleri af völdum þenslu eða ófullnægjandi viðhaldi ramma eða lista, glertjón sem stafar af byggingarframkvæmdum eða viðgerð utanhúss eða tjón af völdum brots á gleri.

Afleidd tjón af hvaða orsökum sem er.

Tjón vegna notkunar á röngu eða gölluðu efni.

Tjón vegna rangrar og/eða ófullkominnar hönnunar og/eða útreikninga.

Tjón af völdum skráningarskyldra ökutækja.

Ábyrgðartrygging húseiganda

Tjón sem vátryggður og fjölskylda hans valda hverjir öðrum.

Tjón á eignum sem stafar af eldsvoða, reyk, sóti eða sprengingu.

Tjón á munum sem eru í eigu vátryggðs eða fjölskyldu hans, eða hafa verið fengnir þeim til afnota, umráða eða vörslu. Ekki bætist heldur tjón á munum sem vátryggði hefur selt en ekki afhent.

Hvers kyns ábyrgð sem tengist verktakastarfsemi enda ráð fyrir því gert að verktakar, launaðir iðnaðarmenn og byggingastjóri, sem annast byggingarframkvæmdir, hafi sjálfstæðar atvinnurekstrartryggingar.

Skaðabótakröfu sem fellur á vátryggðan sem eiganda eða notanda skráningarskylds ökutækis, loftfars, skips, báts eða annarra farartækja.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Vátryggður skal sjá til þess að lokað sé fyrir vatnsaðstreymi í óupphituðu húsi og vatnslagnir tæmdar þegar hætta er á frosti.

Vátryggður skal sjá til þess að vátryggðri húseign sé alltaf læst og öllum gluggum lokað og þeir kræktir aftur. Verkfæri, áhöld eða önnur verðmæti skal ávallt geyma í læstri geymslu.

Vátryggðum ber að fara í einu og öllu eftir þeim lögum og reglum sem gilda á hverjum tíma um framleiðslu, afhendingu, flutning, geymslu eða hvers kyns vörslu sprengiefna, eiturefna eða annarra álíka hættulegra efna.

Hvar gildir tryggingin?

Tryggingin gildir aðeins á þeim stað sem tilgreindur er á vátryggingarskírteini eða endurnýjunarkvittun. Slysatryggingin gildir þó einnig á beinni leið milli heimilis og byggingarstaðar og við störf beinlínis tengd byggingarframkvæmdinni, þótt þau séu utan byggingarstaðar.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.

Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykktu tilboði og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.