Glertrygging

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini. 

Hvernig trygging er Glertrygging? 

Glertrygging bætir tjón á venjulegu og sléttu rúðugleri í fasteign ef það brotnar. Taka þarf sérstaklega fram ef tryggja á sandblásið og/eða skreytt gler, glerskilti ásamt ljósabúnaði eða gler í auglýsingakössum og afgreiðsluborðum. Glertryggingin gildir aðeins ef rúðum hefur verið komið fyrir á endanlegum stað. Glerísetningartryggingin gildir hins vegar við geymslu eða ísetningu glers.

Hvað er bætt?
Glertrygging

Brot á gleri ásamt ísetningarkostnaði.

Kostnað við uppsetningu bráðabirgðahlera eftir tjón.

Glerísetningartrygging

Tjón á gleri við geymslu eða ísetningu.

Hvað er ekki bætt?
Glertrygging

Þegar flísast úr gleri eða það rispast án þess að brotna.

Tjón vegna óþéttra samskeyta á tvöföldu eða þreföldu gleri.

Tjón vegna útlitsbreytinga, t.d. litarmun á rúðum sem skipt er um.

Tjón vegna eldsvoða, eldingar eða annarrar áhættu sem lögboðin brunatrygging húseigna nær til.

Tjón vegna þenslu, vindings eða af ónógu viðhaldi ramma eða lista.

Tjón vegna þess að lampar eða hitatæki hafa verið notuð til að verja glerið fyrir frosti eða móðu.

Tjón á áletrun eða öðrum útbúnaði á glerinu eða tjón sem er afleiðing af því að slíkur útbúnaður er settur á, gert við eða fjarlægður.

Tjón af völdum byggingaframkvæmda eða utanhússviðgerða nema tjón vegna málningar og venjulegs viðhalds.

Tjón vegna breytinga sem framkvæmdar eru við glerið, ramma þess og kringum það.

Glerísetningartrygging

Tjón sem rakið verður til stríðs, óeirða, verkfallsaðgerða eða sambærilegra atburða. Sama á við um tjón af völdum kjarnorku og sökum eldgosa, jarðskjálfta, snjóflóða og annarra náttúruhamfara.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Þeir sem annast ísetningu glersins skulu hafa til þess næga kunnáttu.

Hvar gildir tryggingin?

Tryggingin gildir aðeins á þeim stað sem tilgreindur er á vátryggingarskírteini.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni.

Þegar tjón hefur orðið, eða þau atvik verða sem valdið geta tjóni, er vátryggðum skylt að tilkynna Verði það án tafar, auk þess sem hann skal tilkynna það lögreglunni ef um ólögmætt athæfi er að ræða.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst tryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Tryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu.