Kæli- og frystivörutrygging

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.

Hvernig trygging er kæli- og frystivörutrygging?

Tryggingin tekur til tjóna sem geta orðið á vörum sem eru geymdar í kæli- eða frystigeymslum.

Tryggingin bætir

Tjón þegar kælimiðill streymir út.

Tjón sem verður þegar hiti hækkar vegna skyndilegrar bilunar í kælivélum, straumrofs eða annarra skyndilegra og ófyrirsjáanlegra atvika.

Tryggingin bætir ekki

Tjón á vörum sem voru gallaðar þegar þeim var komið fyrir í geymslu.

Tjón á vörum sem stafa af of langri geymslu þeirra.

Tjón á vörum í geymslum sem kældar eru með þurrís eða ísmolum.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Vátryggðum ber skylda til að halda kæli- eða frystikerfinu, þar sem vörurnar eru geymdar, í góðu rekstrarástandi og fylgja leiðbeiningum seljanda kerfisins og uppfylla skilyrði laga og reglugerða.

Auk þess skal hann tafarlaust láta bæta úr göllum eða annmörkum á kerfinu verði hann var við þá.

Viðurkennt kælifyrirtæki skal hafa tæknilegt eftirlit með frystigámum og gera skýrslu á a.m.k. sex mánaða fresti um ástand þeirra. Afrit skýrslunnar skal senda til Varðar sé þess óskað.

Ræsirofar og straumkaplar skulu vera þannig að utanaðkomandi aðilar geti ekki rofið straum að kælivélum

Loftflæði í gámnum skal vera virkt. Síritaspjald í gámnum skal vera virkt. Hitamælar í geymslugámum í eigu vátryggðs skulu vera minnst tveir, einn við sinn hvorn enda gámsins.

Hvar gildir tryggingin?

Tryggingin gildir aðeins á þeim stað sem tilgreindur er á vátryggingarskírteini.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni.

Þegar tjón hefur orðið, eða þau atvik verða sem valdið geta tjóni, er vátryggðum skylt að tilkynna Verði það án tafar, auk þess sem hann skal tilkynna það lögreglunni ef um ólögmætt athæfi er að ræða.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykktu tilboði og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.