Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.
Húftrygging eftirvagna nær til tjóns sem verður á eftirvagni vegna eldsvoða, áreksturs, veltu eða annarra sambærilegra tilvika. Tjón sem kunna að verða vegna eftirvagns í umferðinni, eru bætt úr ábyrgðartryggingu þess ökutækis sem dregur eftirvagninn Tryggingin nær ekki til innbús eftirvagnsins og annarra lausra muna. Iðgjald tryggingarinnar er reiknað sem hlutfall af verðmæti eftirvagns.
Tjón vegna eldsvoða, eldinga, eða sprenginga sem stafa af eldsvoða.
Tjón vegna árekstra, veltu, útafaksturs.
Tjón vegna grjóthruns, snjóflóða úr fjallshlíð og skriðufalla.
Tjón vegna stuldar og skemmda sem verða við innbrot eða tilraun til innbrots.
Tjón vegna skemmdarverka.
Tjón af völdum óveðurs, skilyrði að vindhraði nái a.m.k. 30 m/sek.
Tjón á eftirvagni við flutning með öðru flutningstæki á landi.
Brot á rúðum.
Kostnað við flutning eftirvagns til næsta viðurkennda viðgerðarverkstæðis.
Tjón sem valdið var af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi eiganda eftirvagns.
Skemmdir sem verða við akstur utan þjóðvegakerfis, yfir snjóskafla, ís, óbrúaðar ár eða læki og utanvegar.
Skemmdir sem verða af efnisgalla, hönnunargalla, smíðisgalla eða viðgerðargalla.
Skemmdir af sliti eða ófullnægjandi viðhaldi.
Skemmdir af völdum þess að sandur, möl, aska, vikur eða önnur jarðefni fjúka á eftirvagn.
Skemmdir er aðeins varða hjól, hjólbarða, fjaðrir, rafgeymi, gaskúta, gler (annað en rúður) og hljómtæki.
Skemmdir á rafbúnaði vegna skammhlaups.
Skemmdir ef eftirvagn er dreginn á ósléttri götu, hér með talin bilun í ásum, fjöðrum, rafgeymi og öðrum hlutum í eða á undirvagn.
Skemmdir á undirvagni er hljótast af því að eftirvagn rekst niður í götu eða þegar gata er óslétt, einnig þegar laust grjót hrekkur upp undir eftirvagn.
Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.
Eftirvagni skal tryggilega læst þegar farið er frá því og rúðum og sóllúgu lokað.
Ganga ber forsvaranlega frá eftirvagninum, þannig að því verði ekki stolið á einfaldan hátt, t.d. með kúlulás, læsingu við fastan hlut eða inn í læstu húsnæði sem óviðkomandi eiga ekki aðgang að.
Ekki skal aka með eftirvagninn á svæðum þar sem varað hefur verið við akstri eða akstri með eftirvagn vegna óveðurs, akstursskilyrða eða þar sem vindstyrkur mælist sannanlega yfir 24,5 m/sek.
Ef eftirvagn er geymdur utan dyra á tímabilinu 1. október til 30. apríl skal ganga vandlega frá honum þannig að það fjúki ekki, t.d. með því að binda hann niður á viðhlítandi hátt
Eigandi ökutækis skal ekki vera undir áhrifum áfengis, örvandi eða deyfandi lyfja og skal vera í líkamlegu ástandi til að stjórna ökutækinu sem dregur eftirvagninn.
Eigandi skal hafa hæfni til að stjórna ökutækinu sem dregur eftirvagninn og hafa til þess tilskilin réttindi.
Vátryggður og sá sem hefur eftirvagninn undir höndum skal sjá til þess að hann sé í lögmæltu ástandi.
Tryggingin gildir einungis á Íslandi, nema sérstaklega sé samið um annað og slíkt sé áritað á skírteinið.
Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni.
Veita Verði heimild til að skoða eftirvagninn þegar þess er óskað.
Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.
Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.
Tryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.
Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu.