Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini.
Kaskótrygging er valfrjáls viðbótartrygging við lögboðna ökutækjatryggingu sem bætir skemmdir á eigin bifreið vátryggðs og aukahlutum komi til tjóns sem ökumaður/eigandi sjálfur ber ábyrgð á. Tryggingin tekur einnig til þess ef ökutækið verður fyrir utanaðkomandi tjóni sem veldur skemmdum á ökutækinu sjálfu. Viðskiptavinir velja sjálfir eigin áhættu (sjálfsábyrgð) og komi til tjóns bera viðskiptavinir sjálfir þá ábyrgð. Fjárhæð valinnar sjálfsábyrgðar er einn af þeim þáttum sem ákvarða iðgjald tryggingarinnar.
Tjón á ökutæki eða eðlilegum aukahlutum, vegna áreksturs við aðra bifreið eða kyrrstæðan hlut, veltu, útafaksturs, bruna, grjóthruns, snjóflóðs, skriðufalls, aur- og vatnsflóðs
Skemmdir af völdum vatns sem kemur frá vatnsleiðslum, hitakerfi eða frárennslislögnum húsnæðis þar sem ökutækið er í geymslu.
Tjón sem verður á ökutækinu vegna þjófnaðar, innbrots eða skemmdarverka. Skilyrði er að lögregluskýrsla fylgi tjónstilkynningu.
Tjón á ökutæki vegna óveðurs ef það fýkur eða ef vélarhlíf, skottlok eða hurðir fjúka upp. Skilyrði er að vindhraði nái 28,5 metrum á sekúndu
Kostnað vegna flutnings ökutækis og/eða björgunar ökutækis eftir tjón, verði það óökufært.
Skemmdum sem verða á flutningi ökutækis milli landa með fyrsta flokks flutningaskipi, sé um árstryggingu að ræða
Tjón á fram-, aftur- og hliðarrúðu, þó ekki ef flísast úr henni, hún rispast eða skrámast.
Viðskiptavinir, sem eru í Grunni, greiða ekki sjálfsáhættu í ábyrgðartryggingu ökutækja og ef bifreiðin er kaskótryggð fá þeir bílaleigubíl í allt að fimm daga lendi þeir í kaskótjóni.
Tjón vegna hesta, nautgripa, sauðfjár og hreindýra utan afgirts beitarsvæðis.
Skemmdir á öðrum hlutum ökutækis ef um áakstur, árekstur, veltu eða útafakstur er að ræða, enda hafi bilunin komið fram innan sólarhrings frá hinum bótaskylda atburði og orsakast af efnisgalla, hönnunargalla, smíðisgalla, viðgerðargalla eða bilunar.
Skemmdir á undirvagni ökutækis, hjólbörðum og felgum þegar ökutækið rekst niður í akstri, er ekið í holu eða yfir grjót. Með undirvagni er átt við allt neðra byrði ökutækis þ.m.t. rafhlöðu ökutækis.
Ef ökutæki verður fyrir svo miklum skemmdum að Vörður álítur ekki borga sig að gera við það.
Ef ökutæki er stolið og það hefur ekki fundist innan fjögurra (4) vikna frá því lögreglu og Verði var tilkynnt um atburðinn.
Sjálfsábyrgð eiganda er þreföld verði tjón sem fellur undir þann þátt tryggingarinnar.
Tjón sem verður við kappakstur, aksturskeppni, reynsluakstur eða æfingar fyrir slíkan akstur, nema um annað sé samið og þess getið á vátryggingaskírteini.
Skemmdir af völdum efnisgalla, hönnunargalla, viðgerðargalla eða bilunar ökutækis nema um sé að ræða árekstur, veltu eða útafakstur.
Skemmdir sem verða af sliti eða ófullnægjandi viðhaldi, þ.m.t. eðlilegt slit á lakki ökutækis vegna steinakasts.
Tjón sem rakið er til hvers kyns dýra annarra en hesta, sauðfjár, hreindýra eða nautgripa.
Tjón sem verður við sandfok, eða vegna þess að möl, aska eða annar jarðvegur fýkur á ökutækið.
Skemmdir á hjólum, hjólbörðum, fjöðrum, rafgeymi eða gleri, öðru en rúðum.
Skemmdir á rafbúnaði ökutækis sem verða við skammhlaup.
Skemmdir á strokkum, kæli eða öðrum hlutum ökutækis vegna þess að kælivatn frýs.
Skemmdir á aukabúnaði s.s. farsímum, GPS staðsetningartækjum, talstöðvum, skíðabogum
Skemmdir á undivagni við akstur á fjallavegum, utanvega eða við akstur yfir ár, vötn eða læki.
Tjón sem verður við kappakstur, aksturskeppni, reynsluakstur eða æfingar fyrir slíkan akstur, nema um annað sé samið og þess getið á vátryggingaskírteini.
Skemmdir af völdum efnisgalla, hönnunargalla, viðgerðargalla eða bilunar ökutækis nema um sé að ræða árekstur, veltu eða útafakstur
Tjón sem rakið er til hvers kyns dýra annarra en hesta, sauðfjár, hreindýra eða nautgripa.
Tjón sem verður við sandfok, eða vegna þess að möl, aska eða annar jarðvegur fýkur á ökutækið.
Tjón sem verður við kappakstur, aksturskeppni, reynsluakstur eða æfingar fyrir slíkan akstur, nema um annað sé samið og þess getið á vátryggingaskírteini.
Skemmdir af völdum efnisgalla, hönnunargalla, viðgerðargalla eða bilunar ökutækis nema um sé að ræða árekstur, veltu eða útafakstur.
Skemmdir sem verða af sliti eða ófullnægjandi viðhaldi, þ.m.t. eðlilegt slit á lakki ökutækis vegna steinakasts
Tjón sem rakið er til hvers kyns dýra annarra en hesta, sauðfjár, hreindýra eða nautgripa.
Tjón sem verður við sandfok, eða vegna þess að möl, aska eða annar jarðvegur fýkur á ökutækið.
Undanskilin eru tjón sem verða við að vatn flæðir inn í vélarhús, farþega- eða farangursrými.
Eigandi ökutækis ber eigin áhættu (sjálfsábyrgð) sem valin er í upphafi.
Eiganda ökutækis ber að fylgja varúðarreglum Varðar.
Ökutækinu skal tryggilega læst. Lyklar geymdir á öruggum stað þar sem óviðkomandi hefur ekki aðgang.
Eigandi ökutækis skal vera í líkamlegu ástandi til að geta stjórnað ökutækinu.
Eigandi ökutækis skal sjá til þess að ökutækið sé í lögmæltu ástandi.
Eigandi ökutækis skal hafa hæfni til að stjórna ökutækinu og hafa til þess tilskilin réttindi.
Eigandi ökutækis skal sjá til þess að öryggisbúnaður sé í lagi. Undir öryggisbúnað falla t.d. hjólbarðar, bremsur, stýrisbúnaður o.fl.
Tryggingin gildir á Íslandi. Ennfremur gildir hún í aðildarríkjum EES og í Sviss í allt að 90 daga frá brottfarardegi ökutækis frá Íslandi.
Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni.
Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.
Upplýsa um breytingar sem hafa árhif á tryggingaverndina, svo sem ef ökutækið er selt eða afskráð
Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.
Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa. Tryggingin gildir þó ekki lengur en til 75 ára aldurs vátryggðs.
Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.