Ábyrgðartrygging útgerðarmanns

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini. 

Hvernig trygging er Ábyrgðartrygging útgerðarmanns?

Ábyrgðartryggingin gildir um borð í því skipi sem tilgreint er á skírteini tryggingarinnar og nær til líkamstjóns og munatjóns. Bótaskylda úr tryggingunni er bundin því skilyrði að tryggingataki kaupi atvinnuslysatryggingu fyrir áhöfn skips í samræmi við lög og kjarasamninga.

Tryggingin bætir

Skaðabótaábyrgð sem fellur á útgerðarmann og rakin verður til skyndilegs eða óvænts atburðar sem leiðir til líkamstjóns sem rakið verður til gáleysis skipverja eða vanbúnaðar skips eða tækja þess.

Skaðabótaábyrgð sem fellur á útgerðarmann og rakin verður til skyndilegs eða óvænts atburðar sem leiðir til skemmda á munum í eigu annarra aðila en starfsmanna útgerðarmanns eða eiganda afla, farms eða annars sem skipið flytur

Gildir bæði um tjón sem verður í skipinu eða á bryggju við hlið skipsins.

Tryggingin bætir ekki

Bótaábyrgð sem stofnast vegna loforðs frá tryggðum um að hann beri víðtækari ábyrgð en venjulega skaðabótaábyrgð utan samninga.

Tjón vegna skaðabótaábyrgðar tryggingataka sem hann getur tryggt sig gegn, með venjulegri húftryggingu fyrir hliðsætt skip.

Tjón á munum í eigu starfsmanna útgerðarmanns eða eiganda afla, farms eða annars sem skip flytur.

Líkamstjón sem verður við það að flytja vörur í skip eða úr því þegar aðrir en áhöfn vinna verkið.

Útgjöld vegna læknishjálpar, hjúkrunar, ferðakostnaðar eða útfararkostnaðar samkvæmt sjómannalögum.

Eigur skipverja sem glatast eða skemmast við sjóslys, eldsvoða í skipi eða við annað sjótjón.

Tjón er leiðir af skaðabótaábyrgð sem fellur á útgerðarmann fiskiskips vegna starfsemi í landi.

Endurkröfu frá almannatryggingum.

Tjón af völdum sprengiefnis eða eldfimra muna sem fluttir eru á annan hátt og/eða í stærra magni en lög leyfa.

Tjón sem hlýst af eldsvoða, hryðjuverkum, eitrunar eða asbesti.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Vátryggðum er skylt að gæta þess að við störf í skipi séu ekki aðrir en þeir sem til þess hafa lögskilin réttindi.

Vátryggður skal tilkynna um allar breytingar á skipi eða útgerð þess sem valdið geta aukinni áhættu.

Hvar gildir tryggingin?

Tryggingin gildir um borð í því skipi/bát sem tiltekið er á skírteini eða endurnýjunarkvittun og í beinum tengslum við rekstur þess.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.

Jafnskjótt og vátryggingartaki fær vitneskju eða grun um að skaðabótakrafa verði gerð á hendur honum ber honum að tilkynna félaginu það skriflega.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykktu tilboði og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.