Ábyrgðartrygging atvinnurekstrar

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á tryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um tryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt tryggingarskírteini.

Hvernig trygging er skaðsemisábyrgð?

Ábyrgðartrygging atvinnurekstrar er trygging sem veitir fyrirtækjum og rekstraraðilum vernd gegn skaðabótaábyrgðar sem fellur á tryggðan vegna slysa á fólki eða skemmda á munum.

Hægt er að bæta við sérskilmálum fyrir tiltekinn atvinnurekstur sem veitir víðtækari vernd en þá er að finna aftast í þessum skilmála. Sérskilmálar eru aðeins í gildi ef þeir eru keyptir sérstaklega og áritun þess efnis kemur fram á skírteini.

Tryggingin bætir
Ábyrgðartrygging atvinnurekstrar

Tryggingin bætir líkamstjón og munatjón sem tryggður ber skaðabótaábyrgð á samkvæmt íslenskum lögum utan samninga og kemur til vegna þeirrar starfsemi sem tilgreint er á skírteini tryggingarinnar.

Tryggingin tekur einnig til líkamstjóns eða munatjóns vegna skaðabótaábyrgðar sem fellur á tryggðan sem eiganda eða notanda húsnæðis eða fasteignar, sem notuð er við tilgreinda starfsemi enda sé hún tilgreind á skírteini.

Tryggingin bætir tjón að því leyti sem tjónþoli á ekki að bera tjónið sjálfur vegna meðsakar eða meðábyrgðar.

Skilyrði fyrir skaðabótaábyrgð samkvæmt þessu ákvæði er að líkams- og/eða munatjón verði rakið til skyndilegs og óvænts atburðar.

Undanskildar áhættur sem hægt er að tryggja sérstaklega með sérskilmála

Skaðabótakröfu vegna skráningaskyldra eða óskráningarskyldra ökutækis, loftfars, skips, báts eða vinnuvéla.

Skaðabótakröfu vegna sprengingar eða framkvæmdir í jörðu.

Skaðabótakröfu vegna tjóns á munum sem tryggður hefur að láni, leigu, til geymslu, til sölu, flutnings, vöruafgreiðslu, hífingar eða af öðrum ástæðum í vörslu hans.

Skaðabótakröfu vegna tjóns á munum sem tryggður á einn eða með öðrum.

Skaðabótakröfu vegna dýralækna, fiskeldisstöðva, alifuglabúa, loðdýrabúa, svínabúa og vegristar.

Skaðabótakröfu vegna alferða, pakkaferða eða samtengda ferðatilhögun.

Tjón sem leiðar af skaðsemisábyrgðar vegna ágalla eða íblöndunar vöru.

Skaðabótakröfu sem stofnast vegna loforðs frá tryggðum um að hann beri víðtækari ábyrgð.

• Skaðabótakröfu vegna tjóns á munum sem tryggður tekur að sér að gera við, hreinsa, setja upp eða vinna við með einum eða öðrum hætti.

Tryggingin bætir ekki

Tjón innan samninga.

Tjón sem beint eða óbeint að öllu leiti eða hluta: Hlýst af því að söluvara best viðtakanda ekki.

Tjón sem beint eða óbeint að öllu leiti eða hluta: Stafar af efninu asbest.

Tjón sem beint eða óbeint að öllu leiti eða hluta: Stafar af hvers kyns perflúor (PFAS).

Tjón sem beint eða óbeint að öllu leiti eða hluta: Stafar af áhrifum tímaskráningar á starfsemi búnaðar eða kerfa.

Tjón sem beint eða óbeint að öllu leiti eða hluta: Stafar af umsjón eða ráðgjöf um áhrif tímaskráningar á starfsemi búnaðar eða kerfa.

Tjón sem starfsábyrgðartrygging tekur til.

Tjón vegna eldsvoða.

Tjón af völdum hryðjuverka.

Tjón sem rekja má til loftfars.

Tjón vegna sekta eða annarra refsiviðurlaga.

Tjón vegna mengunar.

Tjón vegna endurkröfu frá almannatryggingum.

Tjón sem eiga rót sína að rekja til reksturs jarðganga, neðansjávarvinnu eða þess að stíflumannvirki bresta.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Verði slys á athafnasvæði tryggingataka eða í tengslum við starfsemi hans skal hann sjá til þess að rannsókn fari í öllum tilvikum fram eins fljótt og hægt er. Ef um vinnuslys er að ræða, sem er til þess fallið að valda fjarveru þess sem slasast frá vinnu, skal tryggingataki tafarlaust og áður en vettvangi er raskað tilkynna lögreglu og vinnueftirliti um slysið sbr. 79. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi og á vinnustöðum nr. 46/1980. Varúðarregla þessi raskar ekki almennum sönnunarreglum skaðabótaréttar.

Hvar gildir tryggingin?

Tryggingin tekur aðeins til tjóns sem verður á Íslandi.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Svara öllum spurningum Varðar vegna áhættumats rétt og af heiðarleika.

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni.

Tilkynna tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.

Reyna að afstýra tjóni eða lágmarka það. Tryggðum ber að hlíta fyrirmælum félagins sem beinast að því að takmarka tjónið.

Breyting á starfi tryggingataka/tryggðs skal tilkynna félaginu án tafar.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst tryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Tryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu.