Það er mikilvægt að hafa réttar tryggingar fyrir alla fjölskylduna hvort sem það er heima eða þegar þú stundar hreyfingu.
Þeir sem stunda hvers konar hlaup sem almenningsíþrótt eru flestir tryggðir hafi þeir slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu.
Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir óvænt atvik sem geta komið upp á golfvellinum. Hún gildir fyrir alla á heimilinu og inniheldur átta tryggingar sem veita vernd fyrir óhöppum, slysum, þjófnaði á búnaði og fleira. Þá gerir Golfvernd kylfingi kleift að gera vel við meðspilara sína fari hann holu í höggi.
Þau sem stunda hvers konar hjólreiðar sem almenningsíþrótt eru flest tryggð hafi þau Slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu og óska eftir sérstakri áritun þar sem fram kemur að tryggingin nái yfir slys sem eiga sér stað í keppni eða til undirbúnings fyrir keppni.
Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir hvar sem er í heiminum og er hjólreiðafólk því tryggt erlendis.
Slysatrygging í frítíma, sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir fyrir þá sem eru að keppa eða æfa fyrir keppni ef um er að ræða utanvega-, víðavangs- eða götuhlaup þar sem almenningi gefst kostur á þátttöku án skilyrða um lágmarksfærni eða getu enda sé um áhugamennsku að ræða. Afreksíþróttafólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega.
Tryggingin gildir á Íslandi og á ferðalögum erlendis í allt að 92 daga frá því þú ferð frá Íslandi.
Öll reiðhjól eru tryggð í Heimilisvernd upp að vissri fjárhæð. Miklir fjármunir geta leynst í reiðhjólum og búnaði og því er mikilvægt að kynna sér hámarksbótafjárhæð í þeirri Heimilisvernd sem þú ert með. Því verðmætara sem hjólið er því mikilvægara er að tryggja það sérstaklega með Hjólatryggingu.
Hreyfing hefur mikil og góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar. Hjólreiðar eru frábær hreyfing fyrir alla fjölskylduna, enda heilsusamlegur, umhverfisvænn og hagkvæmur samgöngumáti.
Skoða nánarVörður vill stuðla að hollri hreyfingu og heilbrigðu líferni enda er góð næring og dagleg hreyfing nauðsynleg undirstaða heilbrigðis lífs. Regluleg hreyfing hefur margþættan ávinning fyrir heilsuna, hún minnkar líkur á sjúkdómum, eykur lífsgæði og lengir líf okkar. Að hreyfa sig er samfélagsleg ábyrgð í verki og með þátttöku styðja viðskiptavinir og Vörður saman við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer þrjú um heilsu og vellíðan.