Við hjá Verði bjóðum viðskiptavinum Verna hagstæð kjör á tryggingum okkar.



Við hjá Verði bjóðum upp á alhliða tryggingalausnir fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Þar sem Verna sérhæfir sig í ökutækja- og snjalltækjatryggingum, viljum við tryggja viðskiptavinum Verna góð kjör á þeim tryggingum sem þeir gætu þurft til viðbótar.
Við leggjum áherslu á að tryggingaviðskipti séu einföld, þægileg og í takt við þarfir hvers og eins. Viðskiptavinir okkar geta treyst á persónulega ráðgjöf og að þegar áföll eiga sér stað, stöndum við með þeim.
Það tekur aðeins nokkrar mínútur að fá tilboð í þínar tryggingar.
Líf- og heilsutryggingar eru mikilvægt öryggisnet ef til slysa eða veikinda kemur eða sem öryggissjóður fyrir þá sem eftir standa ef við föllum frá.
Tryggir fjárhagslegt öryggi einstaklinga og fjölskyldna komi til alvarlegra veikinda.

Styður við fjölskyldur komi til andláts og eykur þannig lífsgæði og fjárhagslegt öryggi þeirra sem eftir standa.

Góð viðbót við líf- og sjúkdómatrygginguna þína sem tryggir alvarleg slys og veikindi.

Víðtæk vernd sem greiðir bætur vegna tímabundinnar og varanlegrar skerðingar starfsorku í kjölfar veikinda eða slyss.
Við hjálpum þér að tryggja fjölskylduna og fasteignina fyrir öllum þeim óvæntu uppákomum sem lífið getur rétt okkur þegar við eigum þess síst von.

Víðtækasta fjölskyldutryggingin sem er í boði.

Vinsælasta fjölskyldutryggingin sem felur í sér allar helstu tryggingar heimilisins.

Uppfyllir grunnþarfir fjölskyldunnar á hagkvæman máta.

Einföld og örugg innbús- og ábyrgðartrygging fyrir fólk sem þarf ekki slysa- eða ferðatryggingar.

Hér getur þú skoðað og borið saman einstaka liði milli Heimilisvernda.
Vörður býður upp á sérsniðnar tryggingar fyrir kylfinga og reiðhjólafólk sem veita alhliða vernd gegn þjófnaði, skemmdum á búnaði og öðrum óvæntum atvikum.

Hjólatrygging er sérsniðin trygging fyrir reiðhjól, rafmagnsreiðhjól, rafmagnshlaupahjól og rafmagnsvespur.

Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir óvænt atvik sem geta komið upp á golfvellinum.

Tryggir rafhjólið þitt fyrir skemmdum og þjófnaði