Hjólatrygging er sérsniðin trygging fyrir reiðhjól, rafmagnsreiðhjól, rafmagnshlaupahjól, rafmagnsvespur og rafdrifna hjólastóla.
Skoða nánarÖll reiðhjól eru tryggð í Heimilisvernd upp að vissri fjárhæð. Miklir fjármunir geta leynst í reiðhjólum og búnaði og því er mikilvægt að kynna sér hámarksbótafjárhæð í þeirri Heimilisvernd sem þú ert með. Því verðmætara sem hjólið er því mikilvægara er að tryggja það sérstaklega með Hjólatryggingu.
Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd gildir fyrir þau sem eru að keppa eða æfa fyrir keppni ef um er að ræða götuhjólakeppni þar sem almenningi gefst kostur á þátttöku án skilyrða um lágmarksfærni eða getu. Afreksíþróttafólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega.
Þau sem stunda hvers konar hjólreiðar sem almenningsíþrótt eru flest tryggð hafi þau Slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu og óska eftir sérstakri áritun þar sem fram kemur að tryggingin nái yfir slys sem eiga sér stað í keppni eða til undirbúnings fyrir keppni.
Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir hvar sem er í heiminum og er hjólreiðafólk því tryggt erlendis.
Ábyrgðartrygging einstaklings sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir fyrir tjón sem þú veldur öðrum með skaðabótaskyldum hætti, með vissum takmörkunum. Hjólatrygging inniheldur einnig ábyrgðartryggingu sem tekur til tjóna sem þú veldur öðrum.
Þegar lagt er upp í hjólaferð er markmiðið ávallt að koma heil heim úr hverri ferð og þess vegna er mikilvægt að huga vel að öryggisbúnaði reiðhjóla.
Sífellt fleiri kjósa að nota reiðhjól enda heilsusamlegur, umhverfisvænn og hagkvæmur samgöngumáti.
Vel þrifið reiðhjól lítur ekki aðeins betur út heldur lengir það líka líftíma þess því hrein hjól ryðga síður. Við tókum saman nokkur atriði sem snúa að því að halda hjólinu hreinu.
Víðtækasta fjölskyldutryggingin sem er í boði.
Vinsælasta fjölskyldutryggingin sem felur í sér allar helstu tryggingar heimilisins.
Uppfyllir grunnþarfir fjölskyldunnar á hagkvæman máta.
Einföld og örugg innbús- og ábyrgðartrygging í einum pakka fyrir þá sem ekki þurfa slysa- eða ferðatryggingar.
Hér getur þú skoðað og borið saman einstaka liði milli Heimilisvernda.