Ökutækjatjón

Þú getur tilkynnt tjón með einföldum hætti hér á vefnum okkar. Hægt er að hafa samband við tjónasvið Varðar í síma 514-1000 alla virka daga frá kl. 09:00-16:00. Í neyðartilfellum er hægt að hafa samband utan skrifstofutíma við neyðarvakt í síma 514-1099.

Viðbrögð við tjóni

Sjá allar spurningar
  • Hvenær á ég að hringja í 112?
    • Ef slys verða á fólki.

    • Ef ökutæki er það skemmt að ekki er hægt að aka því, eða það skapar hættu fyrir aðra.

    • Ef grunur leikur á að umferðarlög hafi verið brotin, sbr. hraðakstur, ölvunarakstur eða ef öðrum ákvæðum umferðalaga er ekki framfylgt.

    Hver eru fyrstu viðbrögð við tjóni?
    • Athugaðu hvort slys hafi orðið á fólki, ef svo er skaltu hringja strax í 112.

    • Kveiktu á viðvörunarljósum og hugaðu að öryggi á slysstað.

    • Áður en ökutæki eru færð er gott að taka myndir af aðstæðum.

    • Árekstur.is - Aðstoð og Öryggi ehf. - 578-9090 veita aðstoð við tjónaskýrslu, myndatöku á vettvangi og senda skýrslu á tryggingafélög.

    Hvernig tilkynni ég tjón?
    • Tilkynntu tjón sem fyrst inni á Mínum síðum.

    • Góð lýsing og ítarlegar upplýsingar í tilkynningu flýta fyrir afgreiðslu málsins.

    • Ef slys er á fólki skal ávallt tilkynna það til okkar.

    • Árekstur.is - Aðstoð og Öryggi ehf. - 578-9090 veita aðstoð við tjónaskýrslu, myndatöku á vettvangi og senda skýrslu á tryggingafélög.

    Fæ ég bílaleigubíl á meðan viðgerð stendur?
    • Ef þú ert í Grunni áttu rétt á bílaleigubíl í A-flokki í allt að fimm daga á meðan viðgerð stendur. Ef þú vilt frekar fá greiddan afnotamissi (5.000 kr. á dag) skaltu senda tölvupóst á netfangið [email protected] að viðgerð lokinni. Þá liggur fyrir fjöldi daga sem bíllinn var á verkstæði og upphæðin reiknuð út frá því.

    • Afnotamissir og afnot af bílaleigubíl miðast við eðlilegan viðgerðartíma. Ef um lengri tíma er að ræða skaltu hafa samband við okkur og við skoðum málið með þér.

    • Athugaðu að við greiðum ekki fyrir bílaleigubíl, eða afnotamissi, fyrir þann tíma sem viðgerð tefst, t.d. vegna óvenjulangs afhendingartíma varahluta.

    Hvernig virka samkomulagsbætur?
    • Ef þú vilt fá greiddar samkomulagsbætur læturðu meta tjónið á viðurkenndu verkstæði og tekur fram að þú óskir eftir bótum í stað viðgerðar. Þetta er gert svo varahlutir séu ekki pantaðir. Því næst sendirðu tölvupóst á [email protected], óskar eftir samkomulagsbótum og lætur reikningsnúmer fylgja með.

    • Ef ökutæki er í eigu lánastofnunar, eða með veðbönd, þarf veðhafi að gefa leyfi svo tjónið verði greitt út. Lánastofnunin fær bæturnar, nema um annað sé samið.

    • Ef um kaskótjón er að ræða eru ekki greiddar samkomulagsbætur.

    Hvað geri ég ef ökutækið er óökufært?
    • Ef það þurfti að draga ökutækið af tjónsstað munum við hafa samband við þig varðandi næstu skref. Ef þú heyrir ekki í okk­ur skaltu endi­lega senda skilaboð í gegnum net­spjallið, eða hringja í síma 514-1177 og við aðstoð­um þig.

    • Tjóna­mat þarf að fara fram á við­ur­kenndu verk­stæði (linkur á lista yfir þjónustuaðila). Ef það er mögulegt að gera við ökutækið veitum við verk­stæð­inu samþykki og þú færð tíma í við­gerð.

    • Ef viðgerð borgar sig ekki mun­um við hafa sam­band við þig varð­andi kaup á öku­tæk­inu.

  • Hversu há er eigin áhætta?
    • Eigin áhætta er skráð á vátryggingaskírteini ökutækis, sem þú finnur á Mínum síðum.

    • Eigin áhætta í ábyrgðartjónum er 45.800 kr. ef kostnaður við tjón sem þú veldur fer yfir 120.000 kr.

    • Engin eigin áhætta er í ábyrgðartjónum fyrir viðskiptavini í Grunni.

    Hvað geri ég þegar bílrúða skemmist?
    • Ef skemmdin er minni en 100 krónu peningur og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna.

    • Þurrkaðu yfir skemmdina og settu bílrúðulímmiða yfir brotið. Farðu svo eins fljótt og mögulegt er á næsta viðurkennda bílrúðuverkstæði.

    • Ef það er hægt að gera við rúðuna greiðir Vörður allan kostnað af viðgerðinni. Sem þýðir engin eigin áhætta og ekkert úr þínum vasa.

    Hvernig tilkynni ég bílrúðutjón?
    • Þú tilkynnir bílrúðutjón inni á Mínum síðum.

    • Að því loknu færðu tjónsnúmer sem þú lætur viðgerðaraðilann hafa.

    • Næsta skref er að velja verkstæði, lista yfir viðgerðaraðila má finna hér.

    Hversu há er eigin áhætta þegar kemur að bílrúðutjóni?
    • Eigin áhættan í rúðuskiptum er 25% af heildartjóni.

    • Engin eigin áhætta er á rúðuviðgerðum.

    Hvernig tilkynni ég tjón á fyrirtækjabíl?
    • Ef tilkynna á tjón á fyrirtækjabíl skal skrá sig inn á Mínar síður fyrirtækisins með kennitölu og lykilorði.

    • Ef þú ert ekki með lykilorð smellir þú á Vantar lykilorð? Lykilorðið verður þá aðgengilegt í heimabanka fyrirtækisins, undir rafræn skjöl.

Arekstur.is - Aðstoð og Öryggi

Vörður er í samstarfi við Aðstoð & Öryggi ehf. um aðstoð á vettvangi vegna umferðaróhappa á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn Aðstoðar & Öryggis mæta á staðinn og aðstoða við útfyllingu á tjónaskýrslu ásamt því að taka myndir af vettvangi og tjónum.