Best er að tilkynna tjónið eins fljótt og hægt er. Þú getur tilkynnt tjón með því að smella hér.
Ekki hika við að hafa samband ef um er að ræða umfangsmikið tjón á húseign eða innbúi vegna vatns eða bruna.
Athugaðu, ef um vatnstjón er að ræða þarf að skrúfa fyrir inntakið til að koma í veg fyrir frekara tjón.
Ef atvikið á sér stað utan skrifstofutíma geturðu hringt í neyðarvakt Varðar í síma 514-1099.
Hringdu strax í 112 ef grunur er um innbrot, skemmdarverk eða annars konar lögbrot.
Ítarlegar upplýsingar um tegund tækis.
Kvittun fyrir tæki.
Myndir af skemmdum.
Tjónamat frá viðurkenndum aðila, ef það á við.
Tjónamat frá viðurkenndum aðila.
Myndir af skemmdum.
Staðfestingu á aldri gleraugna.
Listi yfir þau matvæli sem skemmdust, ásamt virði þeirra.
Myndir af matvælunum sem skemmdust.
Upplýsingar um aldur kæliskáps/kistu (kvittun ef til er).
Kvittun fyrir tæki.
Myndir af skemmdum.
Kvittun eða ábyrgðarskírteini.
Einnig þarf að tilkynna þjófnað til lögreglu.
Eigin áhætta, eða sjálfsábyrgð, er þinn hluti af tjónakostnaði eða tjónabótum. Ef tjónabætur eða verðmæti hlutarins sem skemmist er lægra er ekki greitt úr tryggingunni.
Sjá má eigin áhættu á skírteini hverrar tryggingar fyrir sig.
Tjónafulltrúar fara yfir innsend gögn, myndir og skýrslur og kalla eftir frekari gögnum ef þess er þörf.
Uppgjör og tjónavinnsla tekur mislangan tíma, allt eftir umfangi hvers tjóns. Við leggjum okkur þó fram við að vinna mál af fagmennsku og á sem skemmstum tíma.
Það er auðvitað alltaf áfall að lenda í tjóni. Almenna reglan er að bæta þá hluti sem skemmast, að teknu tilliti til aldurs, notkunar og slits.
Í skilmálum Heimilisverndar er hægt að lesa sér til um ákvörðun bóta, hlutfall hámarksbóta, afskriftir og aðra þætti sem geta haft áhrif á bótafjárhæðina.