Munatjón

Þú getur tilkynnt tjón með einföldum hætti hér á vefnum okkar. Hægt er að hafa samband við tjónasvið Varðar í síma 514-1000 alla virka daga frá kl. 09:00-16:00. Í neyðartilfellum er hægt að hafa samband utan skrifstofutíma við neyðarvakt í síma 514-1099.

Viðbrögð við tjóni

Sjá allar spurningar
  • Hver eru fyrstu viðbrögð við munatjóni?
    • Best er að til­kynna tjón­ið eins fljótt og hægt er. Þú getur tilkynnt tjón með því að smella hér.

    • Ekki hika við að hafa samband ef um er að ræða umfangsmikið tjón á húseign eða innbúi vegna vatns eða bruna.

    • Athugaðu, ef um vatnstjón er að ræða þarf að skrúfa fyrir inntakið til að koma í veg fyrir frekara tjón.

    • Ef atvikið á sér stað utan skrifstofutíma geturðu hringt í neyðarvakt Varðar í síma 514-1099.

    • Hringdu strax í 112 ef grun­ur er um inn­brot, skemmd­ar­verk eða ann­ars kon­ar lög­brot.

    Hvaða gögnum þarf ég að skila? - Símar og fartölvur
    • Ítarlegar upplýsingar um tegund tækis.

    • Kvittun fyrir tæki.

    • Myndir af skemmdum.

    • Tjónamat frá viðurkenndum aðila, ef það á við.

    Hvaða gögnum þarf ég að skila? - Gleraugu
    • Tjónamat frá viðurkenndum aðila.

    • Myndir af skemmdum.

    • Staðfestingu á aldri gleraugna.

    Hvaða gögnum þarf ég að skila? - Matvæli

    • Listi yfir þau matvæli sem skemmdust, ásamt virði þeirra.

    • Myndir af matvælunum sem skemmdust.

    • Upplýsingar um aldur kæliskáps/kistu (kvittun ef til er).

    Hvaða gögnum þarf ég að skila? - Sjónvarp
    • Kvittun fyrir tæki.

    • Myndir af skemmdum.

  • Hvaða gögnum þarf ég að skila? - Þjófnaður á reiðhjóli
    • Kvittun eða ábyrgðarskírteini.

    • Einnig þarf að tilkynna þjófnað til lögreglu.

    Hvað er eigin áhætta?
    • Eigin áhætta, eða sjálfsábyrgð, er þinn hluti af tjónakostnaði eða tjónabótum. Ef tjónabætur eða verðmæti hlutarins sem skemmist er lægra er ekki greitt úr tryggingunni.

    • Sjá má eigin áhættu á skírteini hverrar tryggingar fyrir sig.

    Hvað gerist næst?
    • Tjónafulltrúar fara yfir innsend gögn, myndir og skýrslur og kalla eftir frekari gögnum ef þess er þörf.

    • Uppgjör og tjónavinnsla tekur mislangan tíma, allt eftir umfangi hvers tjóns. Við leggjum okkur þó fram við að vinna mál af fagmennsku og á sem skemmstum tíma.

    Fæ ég tjónið mitt bætt að fullu?
    • Það er auðvitað alltaf áfall að lenda í tjóni. Almenna reglan er að bæta þá hluti sem skemmast, að teknu tilliti til aldurs, notkunar og slits.

    • Í skilmálum Heimilisverndar er hægt að lesa sér til um ákvörðun bóta, hlutfall hámarksbóta, afskriftir og aðra þætti sem geta haft áhrif á bótafjárhæðina.