Líf- og heilsutjón

Þú getur tilkynnt tjón með einföldum hætti hér á vefnum okkar. Hægt er að hafa samband við tjónasvið Varðar í síma 514-1000 alla virka daga frá kl. 09:00-16:00. Í neyðartilfellum er hægt að hafa samband utan skrifstofutíma við neyðarvakt í síma 514-1099.

Viðbrögð við tjóni

Sjá allar spurningar
  • Hver eru fyrstu viðbrögð við veikindum, slysi eða andláti?

    Það skiptir máli að bregðast rétt við þegar óhöpp verða. Þú getur tilkynnt tjón á vefnum okkar með einföldum hætti, en þannig getur afgreiðsla málsins hafist hratt og örugglega.

    • Ef um er að ræða alvarlegt slys eða veikindi, hafðu strax samband við 112.

    • Ef grunur leikur á að um lögbrot sé að ræða, t.d. líkamsárás, skaltu einnig hafa samband við 112.

    • Þegar þú hefur brugðist við á vettvangi er næsta skref að tilkynna tjónið til félagsins.

    Hvað ef ég lendi í vinnuslysi?
    • Við ráðleggjum þér að tilkynna slysið um leið og þú treystir þér til.

    • Ef um vinnuslys er að ræða þarf vinnuveitandi að tilkynna slysið til Sjúkratrygginga Íslands og Vinnueftirlitsins.

    • Ef slysið er alvarlegt þarf að tilkynna það til lögreglu og Vinnueftirlitsins, auk þess að gera vettvangsrannsókn innan sólarhrings.

    Hvernig skila ég inn nauðsynlegum gögnum?
    • Þú skilar m.a. gögnum þegar þú ferð í gegnum tilkynningarferlið á vef okkar. Einnig köllum við eftir nauðsynlegum gögnum ef þörf er á eftir að tilkynningunni hefur verið skilað inn. Athugaðu að gagnaöflun í slysamálum getur tekið nokkrar vikur.

    • Athugaðu að þú þarft að veita upplýst samþykki til gagnaöflunar. Það gerir okkur kleift að kalla eftir sjúkragögnum vegna slyssins. Þú undirritar samþykkið þegar þú ferð í gegnum tilkynningarferlið á vef okkar.

    • Gott er að halda utan um allar kvittanir vegna læknisheimsókna, lyfja eða annarra hluta sem tengjast tjóninu.

      • Athugaðu að við þurfum að sjá hvað liggur að baki kostnaðar og því getur félagið ekki greitt samkvæmt bankayfirliti.

    • Þú getur sent viðkvæm gögn sem innihalda persónuupplýsingar, eins og læknabréf, vottorð, umsóknir og fleira, í gegnum sérstaka gagnagátt. Athugaðu að til þess þarft þú að vera með rafræn skilríki.

    Hvað er eigin áhættan?
    • Í sumum tilfellum tjóna þarf að greiða eigin áhættu.

    • Eigin áhætta, eða sjálfsábyrgð, er þinn hluti af tjónakostnaði eða tjónabótum.

    • Sjá má eigin áhættu á Mínum síðum, á skírteini hverrar tryggingar fyrir sig.

    Á ég rétt á bótum?
    • Þegar þú hefur tilkynnt atvikið og við höfum fengið öll nauðsynleg gögn, metum við rétt þinn á bótum.

    Hvernig virkar Frítímaslysatrygging?
    • Tryggingin bætir tjón vegna slysa, svo sem tannbrota eða annarra óhappa, sem leiða til tímabundins missis á starfsorku eða varanlegrar örorku. Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum og nær yfir slys í frístundum, við heimilisstörf, í skóla eða við almenna íþróttaiðkun.

    • Frítímaslysatrygging er innifalin í Heimilisvernd 2,3, og 4. Athugaðu að munur er á bótafjárhæðum, upphæð eigin áhættu og hversu víðtæk verndin er.

    • Þú getur séð hvort þú ert með frítímaslysatryggingu á yfirliti trygginga inni á Mínum síðum.

    • Ef þú lendir í slysi sem leiðir til varanlegrar örorku eða tímabundins missis á starfsorku biðjum við þig að tilkynna það við fyrsta tækifæri. Við höfum svo samband við þig varðandi framhaldið.

    • Mundu að halda utan um kvittanir fyrir útlögðum kostnaði þar til við höfum metið rétt þinn á bótum.

    Hvernig virkar Almenn slysatrygging?
    • Tryggingin greiðir bætur fyrir varanlega örorku, tímabundna óvinnufærni, tannbrot og andlát.

    • Ef þú lendir í slysi í frítíma eða sem leiðir til varanlegrar örorku eða tímabundins missi starfsorku, hvetjum við þig til þess að tilkynna tjónið við fyrsta tækifæri. Við höfum svo samband við þig varðandi framhaldið.

  • Hvernig tilkynni ég veikindi, slys eða andlát?
    • Við ráðleggjum þér að tilkynna veikindi, slys og andlát um leið og þú treystir þér til. Athugaðu þó að frestur til þess er eitt ár.

    • Þú þarft að skila inn sérstakri tilkynningu vegna slyss og veikinda, hvort sem um bílslys eða slys í frítíma er að ræða. Þú getur tilkynnt tjón með því að smella hér.

    • Ef um vinnuslys er að ræða þarf vinnuveitandi að tilkynna slysið til Sjúkratrygginga Íslands og Vinnueftirlitsins. Ef slysið er alvarlegt þarf að tilkynna það til lögreglu og Vinnueftirlitsins, auk þess að gera vettvangsrannsókn innan sólarhrings.

    Hvað ef ég lendi í umferðarslysi?
    • Ef þú lendir í umferðarslysi sem hefur varanlegar afleiðingar biðjum við þig að tilkynna okkur það um leið og þú treystir þér til.

    • Við bendum þér á að halda vel utan um kvittanir fyrir útlögðum kostnaði þar til við höfum metið rétt þinn á bótum.

    • Lögboðin ábyrgðartrygging ökutækis samanstendur af ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns og eiganda.

      • Ábyrgðartrygging ökutækis bætir tjón vegna umferðarslysa sem ökumenn og farþegar verða fyrir af völdum vátryggðs ökutækis.

      • Slysatrygging ökumanns og eiganda bætir líkamstjón sem ökumaður eða eigandi vátryggða ökutækisins verður fyrir.

    Hver eru næstu skref eftir að tjón hefur verið tilkynnt?
    • Þegar þú hefur skilað inn tilkynningu förum við yfir málið og köllum eftir nauðsynlegum gögnum. Í kjölfarið metum við hvort tjónið sé bótaskylt. Athugaðu að gagnaöflun í slysamálum getur tekið nokkrar vikur.

    • Það getur tekið mislangan tíma að meta afleiðingar slysa. Mál af þessu tagi eru misjöfn og því gott að hafa í huga að í sumum tilfellum getur ferlið tekið þó nokkurn tíma.

    Er lögmaður í málinu?
    • Ef þú réðst lögmann er best að hann sjái um öll samskipti við Vörð.

    Hvernig virkar Slysatrygging launþega?
    • Atvinnurekendur eru skyldugir að bæta slys sem starfsfólk verður fyrir í vinnu sinni.

    • Bótafjárhæðir byggja á kjarasamningum við stéttarfélög. Í vissum tilfellum gildir tryggingin einnig í frítíma ef það kemur fram í kjarasamningum.

    • Vinnuveitendur þurfa að tilkynna öll vinnuslys til Vinnueftirlitsins og Sjúkratrygginga Íslands eins fljótt og hægt er.

    • Ef um alvarlegt vinnuslys er að ræða skal einnig tilkynna málið til lögreglu.

    Hvernig virkar Sjúkdómatrygging?
    • Sjúkdómatrygging tryggir þér bætur ef þú greinist með sjúkdóm sem fellur undir bótasvið tryggingarinnar.

    • Bæturnar eru greiddar út í einu lagi og ekki þarf að greiða af þeim tekjuskatt. Aðeins er greitt einu sinni úr hverjum bótaflokki fyrir sig.

    • Ef þú hefur greinst með sjúkdóm sem fellur undir trygginguna hvetjum við þig til að tilkynna það sem fyrst. Þegar við höfum móttekið tilkynninguna öflum við nauðsynlegra sjúkragagna svo við getum metið rétt þinn til bóta.

    • Þegar við höfum fengið öll nauðsynleg gögn munum við hafa samband við þig varðandi framhaldið.

    Hvað er Líftrygging?
    • Líftryggingu er ætlað að styðja við fjölskyldur ef til andláts kemur og tryggja fjárhagslegt öryggi þeirra sem standa eftir.

    • Ef líftryggður einstaklingur fellur frá vegna sjúkdóms eða slyss fá aðstandendur, eða rétthafi, greiddar bætur.

    • Bæturnar eru greiddar í einu lagi og ekki þarf að greiða af þeim tekjuskatt.

    • Ef einhver nákominn þér hefur fallið frá hvetjum við þig til að tilkynna það um leið og þú treystir þér til. Þegar við höfum móttekið tilkynninguna óskum við eftir nauðsynlegum gögnum svo við getum ákvarðað bótaskyldu og greitt bætur.