Ferðatjón

Þú getur tilkynnt tjón með einföldum hætti hér á vefnum okkar. Hægt er að hafa samband við tjónasvið Varðar í síma 514-1000 alla virka daga frá kl. 09:00-16:00. Í neyðartilfellum er hægt að hafa samband utan skrifstofutíma við neyðarvakt í síma 514-1099.

Viðbrögð við tjóni

Sjá allar spurningar
  • Hver eru fyrstu viðbrögð við tjóni?
    • Í neyðartilvikum og ef um alvarleg veikindi eða slys er að ræða skal hafa beint samband við neyðarþjónustu SOS International í síma 0045 3848 8210.

    • Hægt er að tilkynna tjón til SOS International með því að hringja eða fara í gegnum rafrænt ferli:

    Hvernig tilkynni ég tjón til SOS International?
    • Ef upp koma alvarleg veikindi eða slys á ferðalagi erlendis ráðleggjum við þér að hafa strax samband við neyðarþjónustu SOS International í síma 0045 3848 8210.

    • Þjónusta SOS International felst meðal annars í því að veita ráðgjöf og eiga samskipti við sjúkrastofnanir og aðstandendur, auk þess að aðstoða við heimflutning ef þess gerist þörf.

    • Hjá SOS International er sólarhringsvakt þar sem sérþjálfað starfsfólk getur aðstoðað þig við að útvega lækni, sjúkrahúsvist og heimflutning.

    • Hægt er að tilkynna tjón til SOS International með því að hringja eða fara í gegnum rafrænt ferli:

    Hvað ef ég veikist eða lendi í slysi erlendis?
    • Ef upp koma alvarleg veikindi eða slys á ferðalagi erlendis ráðleggjum við þér að hafa strax samband við neyðarþjónustu SOS International í síma 0045 3848 8210.

    • Ef leita þarf til sjúkrastofnunar vegna slyss eða veikinda gæti viðkomandi stofnun óskað eftir staðfestingu á ferðatryggingu. Hægt er að nálgast slíka staðfestingu á Mínum síðum.

    • Innan Evrópu getur þú í vissum tilvikum framvísað Evrópska sjúkratryggingakortinu. Hægt er að nálgast frekar upplýsingar um sjúkratryggingakortið á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands.

      • Ath. Kortið gildir eingöngu hjá þjónustuaðilum innan hins opinbera sjúkratryggingakerfis EES landa.

    • Í tilvikum þar sem ekki er þörf á sjúkrahúsvist greiðir þú útlagðan kostnað og tilkynnir tjónið til Varðar við fyrsta tækifæri. Mikilvægt er að halda vel utan um allar kvittanir, reikninga, læknisvottorð og önnur sjúkragögn.

    • Mikilvægt er að halda vel utan um öll ferðagögn eins og farseðla, kvittanir og önnur gögn sem tengjast atvikinu.

    Hvaða gögn þurfa að fylgja tjónstilkynningu?
    • Þegar þú tilkynnir okkur um slys eða veikindi erlendis þurfa eftirfarandi gögn að fylgja tjónstilkynningunni:

      • Flugmiði eða ferðagögn.

      • Sjúkragögn, t.d. vottorð frá lækni og/eða meðferðaraðila.

      • Kvittanir fyrir útlögum kostnaði.

      • Lögregluskýrsla ef það á við.

    Hvað ef ég kemst ekki ferð, t.d. vegna veikinda?
    • Komist þú ekki í fyrirhugaða ferð gætir þú átt rétt á endurgreiðslu á fyrirframgreiddum kostnaði vegna ferðarinnar.

    • Tilkynna þarf forföllin til ferðaskrifstofu/flugfélagsins og kanna rétt þinn til endurgreiðslu.

    • Tilkynntu atvikið sem fyrst inni á Mínum síðum. Mikilvægt að umbeðin gögn fylgi með tjónstilkynningunni:

      • Flugmiði eða ferðagögn.

      • Staðfesting á afbókun frá ferðaskrifstofu og upphæð endurgreiðslu.

      • Staðfesting frá flugfélagi um að þú hafir ekki mætt í flug ef ekki tókst að afbóka.

      • Greiðslukvittanir fyrir ferða- og gistikostnað.

      • Læknisvottorð vegna veikinda eða slyss, þar sem eðli veikinda kemur fram.

      • Önnur viðeigandi gögn eftir því sem við á, t.d. dánartilkynning.

    Hver eru fyrstu viðbrögð við tjóni á lausamunum erlendis, t.d. þjófnaði?
    • Tilkynntu þjófnað/rán til lögreglu í viðkomandi landi sem allra fyrst, sem og til fararstjóra ef við á.

    • Mikilvægt er að fá afrit af lögregluskýrslu og öðrum gögnum sem tengjast málinu, þar sem þau gögn þurfa að fylgja tjónstilkynningu til okkar.

    • Tilkynntu tjón sem fyrst inni á Mínum síðum.

    Hvað ef farangur verður fyrir tjóni?
    • Ef farangur skemmist eða týnist í flugi er mikilvægt að fylla út staðfestingareyðublað á flugvellinum (PIR- Property Irregularity Report).

      • Afrit af staðfestingunni þarf síðar að fylgja með tjónstilkynningunni til okkar.

    • Framvísa þarf sönnun um skemmda muni t.d. ljósmyndir.

    • Útbúa þarf lista yfir þá muni sem skemmdust og taka fram verðmæti þeirra.

      • Þú gætir þurft að sýna fram á verðmæti muna með greiðslukvittunum.

    • Tilkynntu tjón sem fyrst inni á Mínum síðum. Mikilvægt er að láta öll nauðsynleg gögn fylgja, líkt og:

      • Flugmiði og ferðagögn.

      • Staðfesting frá flugvelli (PIR eyðublað).

      • Lögregluskýrsla ef um þjófnað eða rán var að ræða.

  • Hvað ef ég þarf að fara fyrr heim úr ferð?
    • Ef upp koma aðstæður í heimalandi sem valda því að þú verðir að fara strax heim, t.d. alvarleg veikindi, slys eða andlát náinna ættingja, þá gætir þú átt rétt á því að fá nýja heimflugið endurgreitt.

    • Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með tjónstilkynningunni:

      • Flugmiði og ferðagögn vegna upprunalegu ferðarinnar.

      • Flugmiði og ferðagögn vegna nýrrar heimferðar.

      • Læknisvottorð ef um er að ræða ferðarof vegna slyss eða veikinda.

    Hvað ef afhending á farangri tefst?
    • Ef innritaður farangur kemur ekki á áfangastað, hvort sem farangurinn er afhentur síðar eða týnist, þá átt þú hugsanlega rétt á bótum til kaupa á helstu nauðsynjum.

      • Ath. Farangurstafatryggingin gildir ekki á heimleið.

    • Bætur vegna farangurstafar eru staðlaðar, þ.e. föst fjárhæð. Fjárhæðin fer eftir tegund tryggingar og lengd tafarinnar.

    Hvað ef ég lendi í ferðatöf?
    • Ef veðurfar, verkfallsaðgerðir eða vélarbilun veldur a.m.k. 12 klukkustunda töf á brottför almenningsfaratækis, t.d. flugvélar, kannt þú að eiga rétt á bótum.

    • Tilkynntu tjón sem fyrst inni á Mínum síðum.

    • Mikilvægt er að láta öll nauðsynleg gögn fylgja með tjónstilkynningu:

      • Flugmiði eða ferðagögn.

      • Staðfesting frá flutningsaðila þar sem orsök og tímalengd tafar kemur skýrt fram.

    Hvað ef ég lendi í tjóni á bílaleigubíl erlendis?
    • Ef þú lendir í tjóni á bílaleigubíl sem þú ert með á leigu erlendis byrjar þú á því að tilkynna tjónið til bílaleigunnar.

    • Tilkynntu tjón sem fyrst inni á Mínum síðum.

    • Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með tilkynningunni:

      • Afrit af leigusamningi við bílaleiguna.

      • Afrit af tjónstilkynningu ökutækis og lögregluskýrsla ef við á.

      • Afrit af tjónaskýrslu bílaleigunnar.

      • Viðgerðarmat bílaleigunnar.

      • Staðfesting á greiðslum vegna tjónsins.

      • Flugmiði og/eða ferðagögn

    Hver er minn réttur á bótum?
    • Réttur þinn til bóta er metinn þegar tjónið hefur verið tilkynnt til okkar og fullnægjandi gögn hafa borist.

    • Við bendum þó á að þú fyrirgerir ekki bótarétti þínum ef þú þarft að stofna til kostnaðar til þess að lágmarka frekara tjón.

    Hvar get ég séð upplýsingar um upphæð eigin áhættu?
    • Upplýsingar um eigin áhættu er hægt að finna á Mínum síðum, t.d. með því að sækja ferðastaðfestingu.