Best er að tilkynna tjónið eins fljótt og hægt er. Þú getur tilkynnt tjón með því að smella hér.
Ekki hika við að hafa samband ef um er að ræða umfangsmikið tjón á húseign eða innbúi vegna vatns eða bruna.
Athugaðu, ef um vatnstjón er að ræða þarf að skrúfa fyrir inntakið til að koma í veg fyrir frekara tjón.
Ef atvikið á sér stað utan skrifstofutíma geturðu hringt í neyðarvakt Varðar í síma 514-1099.
Hringdu strax í 112 ef grunur er um innbrot, skemmdarverk eða annars konar lögbrot.
Þú þarft að skila inn myndum af vettvangi og af þeim munum sem urðu fyrir tjóni. Mundu að ítarlegar og góðar upplýsingar í tilkynningu flýta fyrir afgreiðslu málsins.
Ef það þarf að bregðast strax við sendir tjónafulltrúi skoðunarmenn eða verktaka á staðinn til að taka við aðgerðum.
Tjónafulltrúar fara yfir innsend gögn, myndir og skýrslur og kalla eftir frekari gögnum ef þess er þörf.
Uppgjör og tjónavinnsla tekur mislangan tíma, allt eftir umfangi hvers tjóns. Stundum þurfa margir aðilar að koma að úrvinnslu á sama tjóninu – við leggjum okkur þó fram við að vinna mál af fagmennsku og á sem skemmstum tíma.
Vatnstjón: 130.900
Glertjón: 20% af tjónsfjárhæð, lágmarksupphæð kemur fram á skírteini tryggingarinnar.
Önnur tjón: 28.400
Ath. eigin áhætta uppfærist um hver áramót.
Eigin áhætta er 10% af tjónsfjárhæð, lágmarksupphæð kemur fram á skírteini tryggingarinnar.
Ath. eigin áhætta uppfærist um hver áramót.