Ef dýrið er alvarlega veikt eða illa slasað, hafðu samband við dýralækni til að fá leiðbeiningar um næstu skref. Hægt er að nálgast upplýsingar um vaktsíma dýralækna á heimasíðu Matvælastofnunar.
Best er að tilkynna veikindi dýra eða slys eins fljótt og hægt er. Þú getur tilkynnt tjón með því að smella hér.
Senda þarf inn afrit af vottorði og reikningum frá dýralækni. Þetta er gert svo hægt sé að taka afstöðu til tjóns og reikna út bætur ef það er bótaskylt.
Nafn dýrs og númer þarf að koma fram á reikningnum, sem þarf að vera skýr og auðlesanlegur.
Dýralæknar geta sent inn rafræn vottorð í gegnum heimasíðu Varðar.
Í gæludýratryggingu er eigin áhætta 10% af sjúkrakostnaði, lágmarksupphæð kemur fram á skírteini tryggingarinnar.
Eigin áhætta í gæludýratjónum gildir í allt að 60 daga vegna sömu veikinda/slyss, eftir það endurnýjast hún.
Í hestatryggingu er eigin áhætta 10% af sjúkrakostnaði, lágmarksupphæð kemur fram á skírteini tryggingarinnar.
Ef líftryggt gæludýr týnist, eða er stolið, skal tilkynna það til Varðar. Ef dýrið finnst ekki innan 60 daga frá tilkynningu er hægt að sækja um að fá líftrygginguna greidda – að því gefnu að eðlileg leit hafi farið fram og opinberar auglýsingar birtar.
Munið að skila inn upplýsingum um hvarf dýrsins og hvernig eftirgrennslan fór fram.
Hámarksbætur samkvæmt þessum lið er 75% af vátryggingarfjárhæð.
Ef líftryggður hestur týnist, eða er stolið, skal tilkynna það til Varðar. Ef hesturinn finnst ekki innan 120 daga frá tilkynningu er hægt að sækja um að fá líftrygginguna greidda – að því gefnu að eðlileg leit hafi farið fram og opinberar auglýsingar birtar.
Munið að skila inn upplýsingum um hvarf hestsins og hvernig eftirgrennslan fór fram.
Hámarksbætur samkvæmt þessum lið er 75% af vátryggingarfjárhæð.
Ef um harðan árekstur er að ræða, eða ef slys verða á fólki, skal kalla til lögreglu.
Best er að tilkynna tjónið eins fljótt og hægt er. Mikilvægt er að eftirfarandi upplýsingar komi fram:
Bílnúmer ökutækis (ef vitað).
Kennitala ökumanns (ef hún liggur fyrir).
Staðsetning slyss.
Kennitala eiganda búfjár.
Númer dýrsins/dýranna.
Eftirfarandi kostnaður fellur undir tryggingar ef dýrið þitt verður langveikt og/eða þarf að vera á sérfæði ævilangt:
Sjúkrakostnaður, m.a. vegna skoðunar og meðferðar við sjúkdómum sem falla undir trygginguna.
Lyf sem sérfræðingur gefur við skoðun, eða til meðferðar vegna sjúkdómsins.
Kostnaður við sérfæði, heilsuvörur og hjálpartæki fellur ekki undir trygginguna, jafnvel þótt dýralæknir ráðleggi notkun þeirra.
Tryggingin greiðir eingöngu fyrir aukaálag vegna vitjunar ef dýralæknir telur að um neyðartilvik sé að ræða.
Tryggingin greiðir eingöngu fyrir tannviðgerðir séu þær bein afleiðing af slysi.
Tannsjúkdómar, tannviðgerðir, tannhreinsun eða annar kostnaður sem snýr að tannheilsu gæludýrsins, fellur ekki undir trygginguna.