Dýratjón

Þegar dýr veikist eða slasast er gott að hafa eftirfarandi í huga.

Þú getur tilkynnt slys og veikindi dýra, sem og öll önnur tjón með einföldum hætti hér á vefnum okkar. Einnig geturðu haft samband við tjónasvið Varðar í síma 514-1000 alla virka daga frá kl. 09:00-16:00.

Mundu að góð lýsing og ítarlegar upplýsingar flýta fyrir afgreiðslu málsins.

Í neyðartilfellum geturðu haft samband við neyðarvakt Varðar utan skrifstofutíma í síma 514-1099.

Viðbrögð við tjóni

Sjá allar spurningar
 • Hvað geri ég ef dýrið mitt slasast eða veikist?
  • Ef dýrið er alvarlega veikt eða illa slasað, hafðu samband við dýralækni til að fá leiðbeiningar um næstu skref. Hægt er að nálgast upplýsingar um vaktsíma dýralækna á heimasíðu Matvælastofnunar.

  • Best er að tilkynna veikindi dýra eða slys eins fljótt og hægt er. Þú getur tilkynnt tjón með því að smella hér.

  Hvaða gögnum þarf ég að skila inn?
  • Senda þarf inn afrit af vottorði og reikningum frá dýralækni. Þetta er gert svo hægt sé að taka afstöðu til tjóns og reikna út bætur ef það er bótaskylt.

  • Nafn dýrs og númer þarf að koma fram á reikningnum, sem þarf að vera skýr og auðlesanlegur.

  • Dýralæknar geta sent inn rafræn vottorð í gegnum heimasíðu Varðar.

  Hvernig virkar eigin áhætta?
  • Í gæludýratryggingu er eigin áhætta 10% af sjúkrakostnaði, lágmarksupphæð kemur fram á skírteini tryggingarinnar.

  • Eig­in áhætta í gæludýra­tjón­um gild­ir í allt að 60 daga vegna sömu veik­inda/slyss, eft­ir það endurnýjast hún.

  • Í hestatryggingu er eigin áhætta 10% af sjúkrakostnaði, lágmarksupphæð kemur fram á skírteini tryggingarinnar.

  Hvað gerist ef gæludýr tapast?
  • Ef líftryggt gæludýr týnist, eða er stolið, skal tilkynna það til Varðar. Ef dýrið finnst ekki innan 60 daga frá tilkynningu er hægt að sækja um að fá líftrygginguna greidda – að því gefnu að eðlileg leit hafi farið fram og opinberar auglýsingar birtar.

  • Munið að skila inn upplýsingum um hvarf dýrsins og hvernig eftirgrennslan fór fram.

  • Hámarksbætur samkvæmt þessum lið er 75% af vátryggingarfjárhæð.

  Hvað gerist ef hestur tapast?
  • Ef líftryggður hestur týnist, eða er stolið, skal tilkynna það til Varðar. Ef hesturinn finnst ekki innan 120 daga frá tilkynningu er hægt að sækja um að fá líftrygginguna greidda – að því gefnu að eðlileg leit hafi farið fram og opinberar auglýsingar birtar.

  • Munið að skila inn upplýsingum um hvarf hestsins og hvernig eftirgrennslan fór fram.

  • Hámarksbætur samkvæmt þessum lið er 75% af vátryggingarfjárhæð.

 • Hvað geri ég ef ekið er á búfé?
  • Ef um harðan árekstur er að ræða, eða ef slys verða á fólki, skal kalla til lögreglu.

  • Best er að tilkynna tjónið eins fljótt og hægt er. Mikilvægt er að eftirfarandi upplýsingar komi fram:

   • Bílnúmer ökutækis (ef vitað).

   • Kennitala ökumanns (ef hún liggur fyrir).

   • Staðsetning slyss.

   • Kennitala eiganda búfjár.

   • Númer dýrsins/dýranna.

  Hvað ef dýrið mitt verður langveikt?
  • Eftirfarandi kostnaður fellur undir tryggingar ef dýrið þitt verður langveikt og/eða þarf að vera á sérfæði ævilangt:

   • Sjúkrakostnaður, m.a. vegna skoðunar og meðferðar við sjúkdómum sem falla undir trygginguna.

   • Lyf sem sérfræðingur gefur við skoðun, eða til meðferðar vegna sjúkdómsins.

  • Kostnaður við sérfæði, heilsuvörur og hjálpartæki fellur ekki undir trygginguna, jafnvel þótt dýralæknir ráðleggi notkun þeirra.

  Hvað ef ég kemst ekki til dýralæknis á almennum opnunartíma?
  • Tryggingin greiðir eingöngu fyrir aukaálag vegna vitjunar ef dýralæknir telur að um neyðartilvik sé að ræða.

  Hvað með tanntjón?
  • Tryggingin greiðir eingöngu fyrir tannviðgerðir séu þær bein afleiðing af slysi.

  • Tannsjúkdómar, tannviðgerðir, tannhreinsun eða annar kostnaður sem snýr að tannheilsu gæludýrsins, fellur ekki undir trygginguna.