Við vorum að breyta skilmála Ökutækjatryggingar (B-1) er varðar torfærutæki og nær hún til allra ökutækja með rauð torfæru skráningarmerki.
Breytingar á skilmálum Ökutækjatryggingar
Skilmálar Ökutækjatryggingar sem snýr að torfærutækjum, skilmáli B-1, breytist með eftirfarandi hætti:
Nær til allra ökutækja með rauð torfæru skráningarmerki
Breytingar hafa verið gerðar á 5. gr. í kafla um slysatryggingu ökumanns og eiganda í tengslum við miskastig. Aðeins kemur til greiðslu bóta ef varanlegur miski skv. 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 er að lágmarki 15 stig. Félagið greiðir ekki fyrir útlagðan kostnað, t.d. læknisvottorð og matsgerð, fyrr en varanlegur miski hefur verið staðfestur með matsgerð. Nái miski 15 stigum er tjónið bætt að fullu.
Þessar breytingar gilda frá 1. maí 2023