Vörður nýtur trausts hjá 6.000 öflugum íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Áhersla okkar á einföld og þægileg viðskipti er nokkuð sem fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum kunna að meta.
Við skiljum að óvænt tjón geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu og rekstur ef tryggingavernd er ekki rétt. Þess vegna leggjum við áherslu á sérsniðna ráðgjöf sem hæfa hverju og einu fyrirtæki, án þess að flækja málin. Einföld og sveigjanleg þjónusta okkar getur aukið öryggi og hagkvæmni í þínum rekstri.
Fyrirtækjaráðgjafar leggja metnað sinn í að veita persónulega, skjóta og faglega þjónustu sem tekur mið af þörfum fyrirtækisins hverju sinni og forvörnum þess. Við erum til staðar að fara yfir tryggingaverndina útfrá tryggingaþörf eða aðlaga að breytingum í rekstri.